Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1964, Blaðsíða 7
leifafræðingar hafa ekki enn getað
skorið úr því með fuliri vissu, hvaða
kynþætti þeir heyri til. Tungumál
þeírra er finnsk-úgrískt, og talið er,
að ekki séu nema nokkur þúsund ár
liðin síðan Finanr og Lappar töluðu
svipað tungumál, þótt munurinn virð
ist nú mikill. Þessar tvær þjóðir eru
hins vegar mjög frábrugðnar hvor
annarri að líkamsbyggingu allri og
óskyldar að því leyti. Því virðist sú
skýring líklegust, að önnur hvor
þjóðin hafi tekið upp mál hínnar,
Finnar eða Lappar.
Hreindýrið er Löppum til margra
hluta nytsamlegt. Þeir nýta kjötið
og skinnið, og af hreindýrshorni
gerðu þeir ýmis konar áhöld, örvar-
odda, sköfur og prjóna og annað
þess háttar, en þeirri iðju hefur
skiljanlega hrakað mjög á síðari tím-
um, því að nú geta Lappar keypt
flest slíkt í kaupstaðnum. Þá nýta
þeir og hreindýramjólkina, og er
ekki ósennilegt, að þeir hafi lært það
af norrænum mönnum, því mörg orð
í sambandí við það eru af fornnor-
rænum uppruna. Hér má líka nefna
að nokkuð gætir norrænna áhrifa á
fleiri sviðum hreindýraræktarinnar.
Lappar hafa til dæmis tekið hundinn
sér til hjálpar við gæzlu hreindýra-
hjarða sinna, og má Ijóst vera,
að þar eru fjárhundar norrænna
bænda hafðir til fyrirmyndar. Þeir
hafa líka tekið upp klyfsöðulinn eða
reiðinginn að norrænum sið. Fær-
eyskir reiðingar líkjast til dæmis
mjög hinum lappnesku. — Nú í
seinni tíð hafa margir Lappa hætt
að nýta mjólkina úr hreindýrunum,
en selja kjötið þess í stað.
Lappar stunda mjög dýraveiðar,
einkanlega hinir svokölluðu fjalla-
og skógar-Lappar. Áður fyrr voru
villihreindýrin helztu veiðidýrin, en
þeim fækkaði svo mjög á síðustu öld,
að nú er strálingur einn eftir. En
víða á fjöllum uppi í Lapplandi get-
ur að líta óralanga garða, sem enda
ýmist á klettasnösum eða við vötn.
Hreindýrahjarðirnar voru reknar
meðfram þessum görðum, unz dýrin
steyptust fram af hömrum eða lögð-
ust til sunds yfir vötnin, þar sem
veiðimenn biðu átekta á bátum og
flekum og murkuðu þau niður á
sundinu, en þá var þeim engrar
undankomu auðið — á ströndinni
að baki þeim stóðu rekstrarmennirn-
ir og flæmdu þau aftur út í vatnið
með hrópum og köllum, ef þau leit-
uðu sama lands, en fram undan og
á báðar hliðar biðu gínandi byssu-
kjaftar eða spenntir bogar veiði-
mannanna. Stundum enda þessir
garðar í eins konar réttum, þar sem
létt hefur reynzt að ráða niðurlögum
dýranna. Hreindýraveiðarnar voru
stundaðar að haustlagi eða í byrjun
vetrar, þegar dýrin voru holdamikil
og feit eftir sumarbeitina og húðin
bezt til klæðagerðar fallin. Elgurinn
þykir og hin bezta villibráð, og mörg
önnur dýr, svo sem bjór, otur og ref-
ur, eru að velli lögð vegna feidsins,
en ætlað er, að Lappar hafi þá
fyrst hafið slíkar veiðar, þegar tekið
var að heimta af þeim skatt og loð-
feldakaupmenn að sækja þá heim.
Það er kunnugt af íslenzkum rit-
um, að Lappar greiddu Norðmönn-
um skatt, Finnskattinn svonefnda,
þegar á víkingaöld. Við Laxafjörð í
Noregi hefur fundizt mikill fjársjóð-
ur, sem mun vera frá sjöttu eða sjö-
undu öld eftir Krists burð og er eign-
aður Löppum. Þessi sjóður mundi
nú metinn á nokkur hundruð þús-
und krónur íslenzkar.
Þá stunduðu Lappar einnig bjarn-
dýraveiðar. Björninn var þeim bann-
helgur, og þess vegna bar að auð-
sýna honum hina mestu vii'ðingu.
Hann mátti ekki veiða né neyta
bjarnarkjöts nema sérstakir helgisið-
ir væru um hönd hafðir, svo að eng-
inn biði tjón af kyngi bjarnarins.
Til dæmis notuðu Lappar orð af
norrænum uppruna um ýmsa líkams-
hluta bjarndýrsins, svo sem ,,fuotte“
(fótur) og „nasek“ (nasir), því að
þeir töldu björninn ekki mundu
skilja þetta útlenda mál.
í Norður-Svíþjóð hafa fundizt skíði.
sem talin eru vera um það bil fjögur
þúsund ára gömul, og telja fræði-
iíenn þennan fund allöruggt merki
þess, að Lappar hafi tekið sér ból-
festu á þessum slóðum þegar á yngri
steinöld, enda hafa skíðin alla tíð
verið eitt helzta farartæki Lappa á
vetrum. Paulus Diaconus lýsir lapp-
neskum skiðum fyrstur manna. Hann
segir, að Lappar elti veiífiidýr uppí
á eins konar borði eða bretti, sem
þeir sveigi í boga með göldrum, og
nafn þeirra sé leitt af því orði í
máli villimannanna (þar á hann við
forfeður okkar), sem merki að
hlaupa. Hann minnist líka á dýr eitt,
ekki ósvipað hirti, sem lifi norður
þar, og kveður Lappa gera sér klæði
af skinni þess.
Lappar nota aðeins einn skíða-
staf á skíðaferðum sínum. Hann er
búinn lítilli, hringlaga skífu að neð-
anverðu, líkt og tíðkast hjá okkur
til þess að varna því, að hann sökkvi
í snjóinn, en rekulaga að ofan, svo
að þeir, sem hreindýrahjarðanna
gæta, geti kannað, hvernig háttað er
bithaga undir snjónum. Þá nota
Lappar ýmis konar sleða. Ilreindýr-
um er beitt fyrir þá stærri, sem oft
eru bátlaga og nefnast „keris“ eða
„gieris," sem er myndað af norræna
orðinu kerra, en hina minni draga
menn á sjálfum hér. Lappar eru báta-
smiðir ágætir, og kemur sér enda
betur, að fleytan sé traust, þegar ró-
ið er til fiskjar við norðurströnd Nor
egs eða farið eftir straumhörðum
fjallaám.
Híbýli Lappa eru annað hvort
kofi, gerður af torfi og viði, eða keilu
laga tjald. Nú nota Lappar venju-
legan tjalddúk eða þykkt vaðmál í
tjöld sín, en áður fyrr notuðu þeir
birkibörk að sumarlagi og hrein-
dýrahúðir að vetri til. Húsbúnaður
er tíðast mjög fábreyttur, enda
hentara mönnum, sem mikið ferðast,
að dragast ekki með viðamikla bú-
slóð.
Klæðnaður karla og kvenna er
T í M I N N — SUNNUÐAGSBLAB
727