Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1964, Blaðsíða 8
mjög svipaöur, helzta flíkin er eins
konar kufl. Sunnan til í byggðum
Lappa, þar sem gætir áhrifa frá
klæðaburði norrænna bænda, er kufl-
inn opinn að framan, en heill ann-
ars staðar. Lappar eru mjög lita-
glaðir menn og brydda ermar og
háismál kufla sinna með litskærum
borðum, helzt gulum og rauðum.
Bæði kyn klæðast sams konar bux-
um, þröngum mjög með klaufum á
skálmum. Skó sína fóðra Lappar með
heyi í sokka stað. Það fat þeirra, sem
fjölbreytilegast er að gerð og skraut-
legast, er húfan. Allt fram á síðustu
öld notuðu sumar lappneskar konur
höfuðbúnað, sem mjög svipaði til ís-
lenzku skuplunnar. Þessi höfuðbún-
aður lagðist niður, þegar trúarvakn-
ing hófst meðal Lappa á nítjándu
öld, því að ofsatrúarmennimir héldu
því fram, að djöfullínn byggi í horn-
inu.
Nú eru allir Lappar kristnir. Þeir,
sem á Norðurlöndum búa, eru mót-
mælendatrúar, en rússnesku Lapp-
arnir grísk-kaþólskir. Trúboð meðal
Lappa hófst þegar á miðöldum, en
var þó ekki stundað að ráði, fyrr en
kom fram á seytjándu og átjándu
öld. Hin forna trú þeirra var anda-
trú eða sjamanismi svokallaður. Sam-
an við þessa trú ófust þættir úr forn-
norrænni goðatrú, og síðar gætti
nokkuð áhrifa frá kristni. Lappar á-
litu alla náttúruna lífi gædda, líkt og
manninn sjálfan, og héldu hana
magnaða margvíslegu kyngiafli,
sem unnt værí að ná tökum á með
göldrum og særingum. Til voru einn-
ig fastmótaðri guðir, svo sem Tirmes
eða Dierbmes, sem var þrumuguð,
hliðstæður Þór. Hann var einnig
nefndur Hora-galles, sem mun vera
afbökun norrænu orðunum Þór
karlinn, og af honum voru gerðar
myndír með hamar í hönd. Annar
guð af norrænum uppruna var Var-
alden-olmai, er samsvaraði Frey ver-
aldargoði, hann réð fyrir hreindýr-
728
unum, og menn fórnuðu honum kyn-
færum þeirra.
Lappar álitu mannínn harla magn-
lítinn andspænis hinum æðri máttar-
völdum, og töldu honum því nauðsyn
að grafast fyrir um vílja þeirra. Hver
fjölskyldufaðir átti sér trumbu, sem
hann notaði til þess að komast að
því, hjá hvaða goðmagni skyldi leit-
að hjálpar í það og það sinnið.
Trumban var barin með beinhamri,
þannig að messinghringur eða ann-
að þvílíkt dansaði um trumbuskinn-
ið, sem á voru málaðar myndir af
guðum og fórnardýrum. Vilja guð-
anna mátti lesa af ferli hríngsins.
Dygði þetta ekki til, var leitað á náð-
ir töframannsins, sem Lappar nefna
„noaidde." Undir jörðinni héldu
Lappar vera annan heím, „saivo“-
landið svonefnda, sem var álitið eft-
irmynd þessa heims í einu og öllu.
Þar áttu hinir látnu miklar hrein-
dýrahjarðir og lifðu sældarlífi.
Svo segir í Egils sögu, að Harald-
ur konungur hárfagri fengi Þórólfi
Kveldúlfssyni finnferð, og færi hann
þrívegis á fjall upp og heimtí skatt
af Finnum. í Eglu er Finnmörk svo
lýst:
„Finnmörk er stórliga víð. Gengr
haf fyrir vestan, ok þar af firðir
stórir, svá ok fyrir norðan ok alt
austr um, enn fyrir sunnan er Nor-
egr, ok tekr mörkin nálega alt it
efra suðr, svá sem Hálogaland it
ytra........Á Finnmörk eru vötn
furðuliga stór, ok þar með vötnun-
um marklönd stór, enn há fjöll liggja
eflir endilangri mörkinni, ok eru þat
kallaðir Kilir.“
Sjálfsagt hafa eínhverjir íslend-
ingar tekið þátt í finnferðum, þótt
ekki hefðu þeir. mannaforráð og
þeirra sé ekki getið af þeim sökum.
Margir menn íslenzkir gerðust hirð-
menn Noregskonunga í þann mund,
sem þeir juku íslandi við ríki sitt,
og með því að finnferðir voru stund-
um áhættusamar, hafa íslendingar án
efa stöku sinnum verið í hópi þeirra,
sem att var á foraðið. Hefur ef tií
vill ekki þótt mikils í misst, þótt
hinar lappnesku galdrakindur kæmu
nokkrum slíkum fyrir kat.tarnef með
særingum sínum og bragðvísi, þvi að
ekki skorti þá menn íslenzka, sem
voru þess óðfúsir að beygja kné sín
fyrir útlendum konungum og þjóð-
höfðingjum og gerast þeim hand-
gengnir og þess albúnir að leggja í
nokkrar mannraunír, ef það mætti
verða til þess, að þeir öðluðust hylli
konungs.
En lengi er það, að engar sögur
fara af ferðum íslendinga til Finn-
merkur sem vonlegt er, því að lands-
hagur blómgaðist lítt við forsjá
norskra konunga og danskra, og fs-
lendingum reyndist flestum fullerf-
itt að hafa í sig og sína og hugðu
því fæstir á utanferðir og þá sízt til
Finnmerkur. Þó kom eitt sinn á
átjándu öld til orða að dæma íslenzka
sakamenn til vistar á Finnmörk, því
að Danakonungur vildi þá efla þar
fiskiver, en treglega gekk að fá
þangað fólk, er átti sjálft ráð ferða
sinna.
Það er líkast til ekki fyrr en kem-
ur fram á þessa öld, að íslendingar
líta Finnmörk augum á ný, og þá
eru þeir ekkí þangað komnir til
þess að reka erindi neinna konunga,
heldur til þess að kynnast af eigin
reynd siðum og háttum þessarar ein-
kennilegu þjóðar norður á hjara ver-
aldar.
Örlög þeirra þjóða, sem frumstæð-
ar eru sagðar, verða ætíð tvenns kon-
ar, þegar evrópskrar menníngar tek-
ur að gæta að nokkru marki meðal
þeirra. Ýmist hríðfækkar þeim vegna
sjúkdóma eða þær lúta í lægra haldi
fyrir vopnum Evrópumanna ellegar
þær tileinka sér siði þeirra og missa
séreinkenni sín flest eða öll. Lappar
eru menn harðgerðir og þrautseigir
og hafa reynzt þess umkomnir að
laga sig eftir breyttum þjóðfélags-
og atvinnuháttum þeirra landa, sem
þeir byggja. Þeir eru nú sem óðast
að taka upp siði grannþjóða sínna
i suðri, og brátt munu fornar venjur
fyrndar. Sú tíð mun ekki ýkjalangt
undan í Lapplandi, að þjóðdansar
verði ekki stignir né kyrjaðar sær-
ingaþulur fornar öðrum til augna-
yndis og eyrnagamans en skemmtí-
ferðamönnum með fullar hendur
fjár.
í þessari grein er mjög stuðzt við
þann kafla í hinni ágætu bók,
„Fjærne Folk“ eftir Kaj Birket-
Smith, sem fjallar um Lappa. Til-
vitnun í Haraldar sögu hárfagra er
tekin eftir útgáfu Fornritafélagsins,
en tilvitnun í Egils sögu Skalla-
grímssonar eftir útgáfu Sigurðar
Kristjánssonar frá 1892).
H.H.J. tók saman
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
y Dutólceinó-Lappar meS hrelndýr og tleeða.