Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 5
Hægrimenn fylkja liði á götum Kaupmannahafnar á því tímabiii i stjórnmála-
sögu Dana, sem kennd er við visnuna.
ustu stefin um hina öþokkasælu ráS
nerra.
Ned með Estrup, Scavenius 0o
Ravn.
vi vil ingen revnet grundlov ha
i folkets Köbenhavn.
Þegar kom fram á áriS 1885 urðu
margsinnis uppþot í Kaupmanna
höfn, og setuliðinu í borginni var
skipað að vera við öllu búið. Prestur
einn, keppinautur Scaveniusar í kosn
ingunum árið áður, birti grein í
Politiken, þar sem svo var að orði
komizt, að þeirri þjóð, sem ætti sér
yfirvöld, er brytu lög á henni, væri
rétt og heimilt að hefja önnur yfir
völd í þeirra sæti með þeim ráðum,
sem henni væru tiltæk. Ríkisstjórn-
in bar prestinn þeim sökum, að hafa
hvatt til uppreisnar og svipti hann
embætti þegar í stað. Víðs vegar um
landið voru stofnuð skotfélög, og það
fór ekki dult, í hvaða skyni það var
gert, þótt'látið væri í veðri vaka, að
menn hefðu útlenda óvini í huga.
En stunduim var nokkuð bert talað.
f Politiken birtist til dæmis frásögn
af skotfélagsfundi, og var þar haft
eftir einum ræðumanni:
„Við sættum okkur ekki við, að
nokkurt fet sé sniðið af föðurlandi
okkar, og við látum það ekki við-
gangast, að nokkur grein eða nokkur
stafkrókur í stjórnarskránni sé að
engu gerður.“
Og enn harðnaði á dalnum, er leið
að lokum marzmánaðar, því að þá
var augljóst orðið, að engin fjárlög
myndu samþykkt. Þá sneri þjóðþing
ið sér til konungs: „Það er á valdi
yðar hátignar, hvort nú hefst nýr
kafli í hinni pólitísku baráttusögu,
ofsalegri og hættulegri en nokkuð
það, sem við höfum áður kynnzt. Þá
verða fyrirmæli stjórnarskrárinnar
teygð og toguð og rangfærð af orða
flækjumönnum, ef þeir ganga ekki
svo langt að nema hana úr gildi.“
En Kristján konungur lagði eyrun
við því, sem Estrup, Scavenius og
Matzen sögðu. Hann svaraði:
„Vér getum ekki, án þess að hafna
þeim rétti, sem konungnum ber sam-
kvæmt stjórnarskránni, látið þingið
setja Oss þau skilyrði fyrir sain-
þykkt fjárlaga, að Vér sviptum ráðu-
neyti Vort völdum."
Vinstrimenn létu ekki kúgast, þótt
konungur vísaði tilmælum þeirra á
bug og einsýnt væri, að í meiri svarra
myndi slá en nokkrU sinni áður. Fjár
lög höfðu engin verið samþykkt 1.
dag aprílmánaðar. Þá reið höggið af.
Þingið var sent heim, og næstu daga
voru gefin út bráðabirgðalög, sem
heimiluðu ríkisstjórninni að nota fé
ríkisins eftir þörfum. Að þessu sinni
var lengra gengið sh árið 1877. Þá
hafði verið svo vægt farið í sak-
irnar, að ríkisstjórnin fékk einungis
heimild til þeirra fjárveitinga, sem
þjóðþingið gat nokkurn veginn fellt
sig við — nú voru henni gefnar
frjálsar hendur.
X.
Það urðu að sjálfsögðu gífurlegar
æsingar í landinu. Mikil ókyrrð vár
í Kaupmannahöfn, uppþot á götum
og átök annað veifið milli lögregl-
unnar og borgarbúa. Setuliðið í borg-
inni var svipt öllum leyfum, og þeg-
ar ófriðlegast horfði, var fallbyssum
ekið að konungshöllinni og hermönn
um látin í té skotfæri. Engu mátti
muna, að upp úr syði. Samt kom
ekki til byltingar eða byltingartil-
raunar. Leiðtogar vinstrimanna sáu
sér þann kost vænstan að lægja held-
ur öldurnar, þótt þeir krydduðu mál
sitt með margvíslegum hótunum. Ekk
ert varð heldur úr því, að menn neit-
uðu með skipulögðum hætti að inna
af höndum gjöld sín til ríkisins, og
Suðan kemur upp: Estrup, Kristján kon-
ungur og Crone lögreglustMrl brugga
stjórnlagarof.
einstaklingar, sem hugðust beita þv£
ráði, voru óspart látnir kenna á
hörðu.
Kvis komst á um það, að danskir
menn væru í þann veginn að kaupa
vopn erlendis, en ríkisstjórnin brá
þegar við og bannaði innflutning
skotvopna, nema til hefði verið feng-
ið leyfi lögreglunnar. Skotæfingar
voru einnig bannaðar, og mönnum
í þjónustu ríkisins, einkum kennur-
um, var bönnuð þatttaka í skotfé-
lögum þeim, sem stofnuð höfðu ver-
ið. Yfirleitt var mjög kreppt að öll-
um embættismönnum og mátti heita,
að embættissvipting vofði yfir hverj-
um þeim, sem dirfðist að malda í
móinn. Ótti við njósnir og atvinnu-
kúgun reið húsum, og hatur gróf sig
um allt landið. Gamlir og grónir vin-
ir gerðust fjandmenn, fjölskyldur
sundruðust, og hvers konar ofsóknir
fengu byr undir báða vængi.
Sumarið 1885 linnti ekki fundum
vinstrimanna, og það voru mörg heift
aryrði, sem þar féllu, þótt blöð
þeirra hvettu fólk til þess að gæta
stillingar og láta ekki ginnast til
ólöglegra athafna. Á stjórnarskrár-
daginn þetta sumar birtist í Morg-
unblaðinu, blaði Bergs, kvæði eitt um
gósseigandurna eftir Hinrik Pontoppi
dan. Það hét Rottur — mergjað
kvæði eins og þetta erindi ber með
sér:
Længe alt de tumled som herrer i
vor vra,
skummet frækt vor flöde og skam-
gnov vár strá.
Længe har de hærget og hulet vort
hus,
skændet vore mure og spyttet i vort
krus.
Flöjen har de styrtet, og alting
ligger brak,
— nu má vi alle hjælpes at fás has
pá det rak.
TÍMIN N — SUNNUDAGSBLAÐ
101