Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 14
ikuldbatt bankinn sig til þess að
leggja húsnæðismálastjórn ríkisins til
fé.
— Þar er þá ástæðan fyrir því, að
húsnæðismálastjórn gat veitt öllum
verðugum úrlausn við síðustu úthlut-
un.
— Ja, þar kemur að vísu fleira
til. Húsnæðismálastjórn til styrkfar
var á sama tíma löggiltur 1 % launa-
skattur. Einnig rennur skyld.usparn
aður ungs fólks í kaupstöðum og
bæjum til Húsnæðismálastofnunarinn
ar.
— En svo reynir Seðlabankinn að
stemma stigu við umferð ólögmætra
ávísana, er það ekki?
— Jú, hann tekur að sér innheimtu
allra ávísana, sem ekki reynist inni-
stæða fyrir, og skyndirannsóknir
hans hafa komið að miklu gagni, þótt
samt sem áður séu nokkur brögð að
því, að fólk gefi út innstæðulausar
ávísanir. Falsaðar'ávísanir :jást einn-
ig við og við, og sennilega verður
aldrei hægt að útrýma þeim að fullu.
Það er svo einkennilegt, að ég held,
að einhverjir mundu alltaf freistast
til slíks, jafnvel þótt við lægi dauða-
refsing. Og samt er næstum alltaf
hægt að rekja pretti af þessu tagi
heim til föðurhúsanna.
í varúðarskyni er okkur boðið að
vera mjög á verði við ávísanakaup,
en það kemur nokkuð upp í vana
að sjá, hvenær við megun kaupa ávís-
anir umsvifalaust og hvenær við þurf-
um að fara í símann til þess að kanna
hvernig landið liggur.
— Það er þá kannski ekki von,
að afgreiðslufólk í búðum vilji kaupa
háar ávísanir, þegar þið eruð svona
gætnir?
— Nei, flestar verzlanir taka avís-
jpiir, ef þær hljóða á þá fjárhæð,
sem keypt er fyrir,' en eru tregari
til þess að greiða til baka, enda er
það alþekkt bragð hjá ávísanafölsur-
um að kaupa smáhlut fyrir nokkrar
krónur með stórri ávísun og ná sér
þannig í eyðslueyri í vasann. Þess
vegna er alls ekki hægt að ætlast
til þess, að búðirnar kaupi háar ávís-
anir. Það kemur fyrir, að frómum
borgurum, sem eiga trygga innstæðu,
sárnar þetta, en því miður verður
eitt yfir sómamenn sem svikahrappa
að ganga. Það er misskilningur, að
ávísun sé sama og peningar. Sá, sem
tekur við ávísun sem greiðslu, hef-
ur um leið fallizt á að sækja aud-
virðið í þann banka, sem geymir
innstæðuna. Það er enginn skyidug-
ur að taka ávísun, nema bankinn,
sem hún er stíluð á. Þess vegna
mega launagreiðendur ekki segja
starfsfólki sínu, að það fái launatékk-
inn greiddan í næstu búð. Við lend-
um í hálfgerðum vandræðum, þegar
fólk brunar inn til okkar og segist
hafa verið erlendis, og þar sé nú
hægt að selja hvaða ávísun sem er,
í hvaða banka sem er. Ég er hrædd-
ur um, að þetta sé á einhverjum mis
skilningi byggt. Ekki þýddi til dæm-
is fyrir viðskiptavin Barclaysbanka í
Lundúnum að fara í Midlandsbank-
ann til að fá útleysta ávísun.
— Notar fólk ávísanareikninga
mikið?
— Það eykst, en þó er það hvergi
nærri eins almennt og erlendis. Mörg
spor og snúninga mætti spara með
því að senda ávísun í pósti, til dæm-
is þegar verið er að greiða reikninga.
Ávísun, sem bankinn hefur borgað,
er geymd og gildir sem kvittun. Ut-
anlands eru þannig ávísanir stimpl-
aðar í bak og fyrir og endursendar
útgefendum, en íslenzkir- bankar
hafa því miður enn ekki möguleika
á að veita þessa þjónustu. Mér finnst
fólk hér gera allt of mikið að því
að ganga með stóra seðlabunka á sér.
Ósjaldan er sagt frá því í blöðunum,
að menn hafi týnt veski með tugum
þúsunda. Jafnvel fólk, sem hefur tékk
hefti, virðist ekki komast upp á lag
með aö nota þau eins og til er ætl-
azt. Til dæmis gefa margir einungis
út ávísanir, sem standa á heilum
hundruðum, og troðfylla svo vasana
með smápeningum, sem þeir fá til
baka.
— En af peningum í ávísanabók
eru ekki greiddir vextir, er það?
— Jú-jú. Vextir af ávísanareikn-
ingi eru-4%. Þeir eru reiknaðir eft-
ir hverja tíu daga, og er þá miðað
við lægstu upphæð, sem verið hefur
í heftinu á þessu tímabili. Hagirðu
svo til, að á ávísanabók þinni séu
alltaf um tíu þúsund krónur, þá
færðu fjögur hundruð krónur í vexti
í árslok.
— En ef ég /egg tíu þúsundin
mín inn í venjulega sparisjóðsbók
og hef þau þar í eitt ár?
— Þá færðu 7% vexti eða sjö
hundruð krónur eftir árið. Fyrir síð-
asta ár hefðirðu fengið sex hundruð
krónur, en í hitteð- fyrra (1964) sjö
hundruð krónur, og stafar það af
vaxtabreytingum, sem undanfarið
hafa verið gerðar hver áramót.
— Já, mig rekur minni til þess
að hafa heyrt um það.
— En svo eru til sparisjóðsbækur,
sem ekki má taka út úr nema með
sex mánaða eða árs fyrirvara? Þar
eru hærri vextir. Munar 'iað miklu?
— Leggirðu tíu þúsund krónur
inn í venjulega sparisjóðsbók núna
á morgun, 7. febrúar, færðu kr.
628.06 í arð um næstu áramót, kr.
717.78 í arð af sex mánaða bók og
kr. 807.50 í arð af tólf mánaða bók.
— En það eru auðvitað ekki til
neinar vísitölutryggðar bækur?
— Jú, í tvennú formi. Sparisjóðs-
bækur barna og skyldusparnaður
ungs fólks. Undanfarin ár hefur Seðla
bankinn gefið öllum sjö ára börn
um tíu króna ávísun, sem leggja á
í bundna bók í banka eða sparisjóði.
Gjafaávísun þessi veitir heimild til
þess að stofna fimm eða tíu ára vísi-
tölubók. Fær þá barnið vísitöluupp-
bót af fjárhæðum frá eitt hundrað,
upp í eitt þúsund krónur. Á síðast-
liðnu hausti var sú breyting gerð á
þessum gjafaávísunum, að fjárhæð-
in var hækkuð upp í fimmtíu krón-
ur og nú innleysir hver banki þær
ávísanir, sem honum berast.
— En hvað um skyldusparnaðinn?
Mér heyrist ungt fólk oft barma sér
sáran yfir honum.
— Það er nú svo. Því eru þó boð-
in betri kjör en öðrum, því að það
fær vísitölutryggingu ofan á vextina.
Ef yngismær Nikólína Jónsdóttir
hefði lagt kr. 1.000.00 í sparimerkj-
um inn í bók, þegar skyldusparn-
aður hófst í ársbyrjun 1958, væru
það nú orðnar um kr. 2.235.23.
(vextir kr. 491.16 og vísitöluuppbót
kr. 744.07 eftir þeim tölum, sem nú
liggja fyrir, en þær eru ekki end-
anlegar og gæti vísitöluuppbót fyrir
árið 1965 hækkað um allt að kr.
200.00.) Þeir, sem kaupa meiri spari-
merki en þeir eru skyldugir til, fá
einnig vísitöluuppbót á viðbótina.
— Við höfum nú spjallað lítillega
um ýmsar tegundir innstæðna, en
mér skilst, að mest af því innlagða
fé, sem ekki er fryst í Seðlabank-
anum, fari jafnóðum til útlána. En
i hvaða formi þá?
— Víxilformið er langalgengast.
Sá, sem tekur víxil, skuldbindur sig
til þess að endurgreiða lánsfjárupp-
hæðina á tilteknum gjalddaga eða
gjalddögum. Á öðrum virkum degi
frá tilteknum gjalddaga verður hann
að hafa innt greiðsluna af hendi eða
110
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ