Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 15
að öðrum kosti samið um framleng- ingu. Sé það vanrækt, sendir bank- inn víxilinn til borgarfógeta eða til- svarandi yfirvalds til afsagnar. Af- sögnina verður að framkvæma þá þegar, að öðrum kosti missir bank- inn rétt sinn til þess að innheimta víxilinn hjá útgefendum og ábeking- um. Það er af þessari ástæðu, sem bankastarfsmenn geta ekki geymt víxla fyrir menn í einn eða tvo daga, eins og oft er beðið um. — Jæja, segjum nú, að víxill hafi fallið og verið afsagður á tilsettum tíma. Þá er bankanum í sjálfsvald sett, hvort hann hefur innheimtuað- I gerðir hjá samþykkjanda, eða þeim ábyrgðarmönnum, sem ritað hafa nöfn sín framan á víxilinn (útgef- anda) eða á bak hans (ábekingum). Ábekingar geta verið fleiri en einn og þarf til dæmis fimmti ábekingur ekkert að verða undrandi, þótt bankinn heimti fyrst af honum skil á víxilupphæðinni. Allir, sem skrifað hafa á víxilinn, bera fyllstu ábyrgð. — Vextir af víxlum eru um 9%, er það ekki? — Vextir af víxlum eru jafnan teknir fyrirfram af láninu sjálfu og eru sem hér segir: 9% af víxlum, sem greiðast eiga upp innan 90 daga. 9%% af víxlum, sem greiðast upp innan árs, svo og af framlengingum á 90 daga víxlum. 10% af víxlum, sem teknir eru til lengfi tíma, svo og víxlum, sem fara í vanskil. Auk þess er smávegis kostnaður við burðargjald og ennfremur stimp- ilgjald, 2.40 af hverjum þúsund iarón- um og byrjuðu þúsundi. — Eru víxlar nokkurn tíma tryg^ð ir með eignum eins og veðlán? — Já, það er oft gert. En ef þu skuldar háan víxil eða hefur skrifað upp á slíkt skjal, geturðu misst hús- ið þitt jafnt sem aðrar eignir, þótt ekkert hafi verið tekið fram sérstak- lega um tryggingu. En ég held, að það sé óhætt að segja, að bankarn- ir reyni að koma til móts við skuldu- nauta sína, ef þeir finna, að vilji er til þess að standa í skilum, segir ( .nnar loks. Víxlar voru fyrst einkum notaðir kaupmanna á milli. Mestöll heildsölu- verzlun fer fram á þennan hátt. Sak- ir hinna ströngu og skýru greiðslu- skilmála, hefur þetta lánsform breit.t mjög út. Menn taka víxil vegna bygg- ingaframkvæmda, utanlandsferða, jafnvel tannviðgerða. Og flestir standa í skilum eins og vera ber, áður en yfir lýkur. Fyrir þeim, sem halda vilja lánstraustinu, er víxill heilagur hlutur. En fyrir skáldunum er vixill lif- andi, gæddur tilfinningum og löng un til þess að fílósófera: En mikil var sú raun, er ég féll i fyrsta sinn og framlengingin vikum og árutr saman d .óst. Og samþykkjandinn forðaðist mig veslings víxillinn. Þá varð mér heimsins ótrygglyndi í fyrsta sinni ljóst. Því víxill, sem er fallinn, á fáa vini að, og fæstum þykir gaman að endur nýja hann. En það eru fleiri en víxlar, sem verða að reyna það, hve valt er þeim að treysta, sem fyrstir taka mann. Inga. WrllllMttMII 'rVri• mm . • . ' wWrtrt v. .4 —* - -- - A • v-yí7’"-m7.......................... ...... 1...-....................’1 X Þessi fimm króna seSill var prentaður árið, sem seðlaútgáfa hófst á íslandi, 1885. Hann er í réttri stærð. Magnús Stephensen og Tryggvi Gunnarsson eiga nöfn sín á honum. Bakhlið seðilsíns er auð. 11? T t M I N N — SONNUUAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.