Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 18
mannleg náttúra íslendinga lagði í lófa hans. Þótt langt væri gengið í þeim efn \im, voru það samt eigi landslög, er Jón Helgason heimtaði 24 ríkisdali af Arna bónda á Skálafelli. Hið rétta var, að sektin nam átta ríkisdölum eða tveimur kýrverðum fyrir fyrsta hórdómsbrot, tvöfalt i annað sinn, en líflátssök og eignamissir ef upp- vist varð að þriðja. Ekkjan á Skálafelli skrifaði brét „til kongen" og fór þess á leit, að sekt hins sálaða bónda hennar yrði niðurfelld. Það er eigi látið liggja { láginni, að barnsmóðir hans hafði dregið annan ektamann i sams kon ar brotamál. Það hefur víst átt að reiknast til afbötunar, og var í stíl við tíðarandann að varpa steinum að stúlkum, sem frjósemisgyðjan sýndi örlæti í meinum Steinunni Árnadóttur varð vel ágengt í málaleitan sinni. Kóngur gaf upp sektina Enda sveigðist ýmislegt á æðri stöðum til mildilegrar stefnu en áður tíðkaðist. En spyrja mætti, hvað hann hafi átt við, sá, sem rit- aði í kjölinn á bréfinu hennar Stein unnar á Skálafelii. þessa vísu: Nú er á stórum nauðum von, nístir það mitt lyndi: Hefurðu ekki, hjartason, heyrt þau ótíðindi? Seinni maður Steinunnar Árnadótt ur hét Páll. Hann var austan úr Lóni, sonur Árna hreppstjóra í Firði, Pálssonar. Skömmu áður en Páll réð- ist til ekkjunnar á Skálafelli, hafði hann gengizt undii barnseignarlýs ingu Kristrúnar Jónsdóttur frá Borg- um. Líklegt má þó telja, og var raunar almannarómui, að hann hafi hlaupið i skrápana fyrir Einar gamla Jónsson á Horni. EinaT á Horni hafði hnotið um tvær hrösunarhellur: Eignazt mey barn við Þórunni Hornafjarðarsól og piltbarn við Kristrúnu. Hann var því vanda vafinn, kvæntur maður- inn, að veita fleíri óekta afkvæmum viðgöngu. — Sonur Kristrúnar og Páls var skírður Jón og óx úr grasi. Hann bjó 1816 á Eiríksstöðum i Fossárdal. Páll Árnason varð framámaður hjá Suðursveitungum, lengi hreppstjóri og taldist mætasti maður Þau hjón fluttust búferlum frá Skálafelli að Hala vorið 1804. Bjuggu þar til dauðadags, önduðust bæði veturinn 180b—1810. Börn Árna Jónssonar og Steinunn ar Árnadóttur voru: 1. Jón, sem var á Skálafelli 1801. 2. ólafur, var hjá Brynjólfi móð- urbróður sínum 1801. 3. Vigfús, vinnumaður á Reynivöll um 1816, andaðist 181 Hafði n' j I sauðaþjófnaðarmál veturinn 1813 og hlotið dóm. 4. Helga, vinnukona í Heggsgerði 1816. 5. Bergljót, vinnukona í Sandfelli 1816. Dó 1840 í Lágu Kotey í Meðal- landi. Börn Páls Árnasonar og Steinunn ar Árnadóttur voru: 1. Árni, ólst upp hjá föðurbróður sínum, Jóni hreppstjóra Árnasyni á Fagurhólsmýri. Varð bóndi í Kross bæjargerði, átti Guðrúnu Þorvarðar- dóttur frá Hofsnesi. 2. Ragnheiður, vinnukona á Kálfa felli 1816. Dó holdsveik á Steinsmýri í Meðallandi. dæmd á framfæri bróð ur síns 3. Gissur, var 1816 i Sandfelli, fóstraður upp hjá séra Brynjólfi, móð urbróður sínum. Varð bóndi á Steins- mýri. hans kona Margrét Árnadóttir. 4. Guðmundur, ólst upp hjá Snjólfi föðurbróður sínum í Firði. Andaðist 1843 í Stóra-Sandfelli í Skriðdal vinnumaður þar. Ýmsir hafa álitið, að Guðrún Árna- dóttir, kona Arngríms bónda á Skála felli, Arasonar, væri dóttir hjónanna Árna Brynjólfssonar og Guðrúnar Eiriksdóttur. Þegar við áttum tal saman i vetur, taldi ég grunsamlegar þær sagnir, er segðu Guðrúnu, konu Amgríms, ekta borna dóttur Árna Brynjólfssonar. felii, vekur tortryggni — varla trú- legt, að húsfreyjan á Smyrlabjörg um færi á annan bæ til þess að ala barnið. En aldur hennar til barn getnaðar um 1790 látum við liggja milli hluta, svo lengi má vera lífs- kveikjuvon i glæðum kvenna Sönnun fyriT vantrú minni i þess um efnum, hafði ég engar í hönd- um, en var eigi trúlaus á, að slíkra gagna væri að vænta við nákvæmari eftirgrennslan. Sakafallslista frá ár unum 1788—17889 hafði ég ekki fundið, en einmitt á þeim árum átti umrædd Guðrún að vera fædd. Nú hefui ýmislegt þessu viðvíkj andi borizt á rekamál. Vil ég hér með deila þér þeirri vitneskju. Vitað er, að árið 1783 eignaðist Árni Brynjólfsson framhjátökubarn. Barnsmóðir hans, Guðrún Pálsdóttir greiddi legorðsgjald til tukthússkass ans næsta ár. Guðrún þessi var dótt- ir Páls bónda á Uppsölum, Jónsson ar, og konu hans,. Kristínar _ Árna dóttur frá Þorgeirsstöðum, Ófeigs- sonar. Þau hjón bjuggu á Uppsölum tvo áratugi og áttu þrjár dætur, Guð rúnar tvær og Hólmfríði. Þaðan flutt- ist Kristín í ekkjudómi búferlum að Skálafelli. 23 maí 1788 ritaði Ámi prófastur Gíslason á Stafafelli bréf til biskups ins, Hannesar Finnssonar. Segir þar meðal annars: ” — — — Legg ég hér inn coplu af memorial Guðrúnar Eíríks- dóttur, konu Árna Bi'ynjólfssonar á Smyrlabjörgum, til mín (hver henn ar maður hefur nú 2ar reistur fallið í hórdóm, og lagt þar ofan á fæð á hana en samlagað sig stelpunni) hvað þó að er skeð eftir mínu tillagi, því ég sé það framar fjandanum til þóknunar, að láta þau lengur þann- ig saman búa, og skikkanlegri konu, sem Guðrún er, ekki nema til meiri hugaræsingar, þó þau að yfirvarpi væri enn aftur saman klínt. Og svo sem ég eftir minni instanstion voga ekkert þar við að gjöra meðan ég gef ekki yðar háæruverðugheitum það til kynna, svo vildi ég fc að vita af yður, hvað hér við gjöra skal, þarf þess og við uppá allan máta, þar sjálfur er í nauma smíði með allt soddan.“------- Upp á þetta tilskrif svaraði bisk upinn í bréfi dagsettu 24. iúlí- mánaðar: ” — — — Ég er nýlega búinn að tilsenda yður v.æ.vh. copie af h.K.M. allra náðugasta refor: um ektaskaparsaka réttinn, eftir hverju sýslumaður og prófastur með tiltekn um 2 prestum eiga í soddan sökum að dæma, hefur því Guðrún Eiríks- dóttir á Smyrlabjörgum sökinni á móti manni sínum, Árna Brynjólfs syni, að adressera sig til sýslumanns- ins og yðar.“ Ennfremur úr biskupsbréfi, dag sett 29. september. til prófastsins á Stafafelli: ”------—í hjónabandsmáli Árna Brynjólfssonar og Guðrúnar Eiríks- dóttur gjörið þér eftir því nýja re skripte um hjónabandssakaréttinn, og þarf nú aungva sérlega consti tution til þess.“ Sennilega urðu þau málslok í ágreiningi hjónanna á Smyrlabjörg- um, að ekki hefur komið til skilnað ar. Barnsmóðir Árna. Guðrún eldri Pálsdóttir, varð að víkja úr Suður sveit Haustið 1788 var hún í Holt- um á Mýrum, ”er við hús“, stendur í sóknarmannatali Einholts. og hjá henni Guðrún Árnadóttir. hennar barn á fyrsta ári. Vorið 1789 hóf Guðrún Pálsdóttir búskap i Holtaseli, fernt í heimili. Auk þeirra mæðgna fyrirvinna og léttadrengur. Þar bjó hún til ár=ins 1793. Þá hafði hún jarðaskipti við móður sína, fluttist að Skálafelli. En Kristín Árnadóttir bjó í Holtaseli, unz tengdasonur hennar, Jón Bjarna son frá Bakka, eiginmaður Guðrúnar yngri, settist þar í bú. Það er af Guðrúnu eldri að segja að hún giftist á Skálafelii. Maður hennar hét Sigmundur Jónsson, fermdur i Kálfafellsstaðarsókn vorið 1790, tvítugur að aldri — hefur verið seinn til andlegs þroska. Þau hjón lögðu fljótlega upp laupana við bú- skapinn og slitu samvistum. 114 T f M I N N — SUNNUDAGSBI AD

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.