Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 9
Kosningadagur í Kaupmannahöfn árið 1890. Jafnaðarmenn voru farnir að vinna mjög á, og vinstra megin á teikningunni sést spjaid, þar sem skorað er á fólk á Norðurbrú að kjósa Hólm. annan þeirra tveggja þingmanna jafnaðarmanna, sem fyrstir komust á þing. En nú var svo komið, að mjög margir hölluðust að því, að reynt yrði að ná sáttum, enda voru margar tilraunir gerðar til þess. Það tókst þó ekki fyrr en í lok marzmánaðar 1894. Þá hafði landinu verið stjórn- að á hinn gerræðislegasta hátt með bráðabirgðalögum í níu ár. Það var Bojesen, sem samdi. Virkin um Kaup- mannahöfn voru komin upp, og vinstrimenn sættu sig við það. að fé yrði varið til þess að halda þeim við. Hægrimenn urðu aftur á móti að fallast á, að dregið yrði úr ár- legri herkvaðningu. Þjóðþingið átti að njóta þeirrar ánægju að fella bráðabirðgalögin um hinar vopnuðu gæzlusveitir, en tókst jafnframt á hendur að samþykkja fjárlög með eðlilegum hætti. Her landsins mátti einungis beita til þess "að verja hlut- leysi þess. Kröfu um þingræði var ekki hald- ið fram að sinni, en á þvi _var staðið, að Estrup yrði að víkja. Á það féll- ust samningamenn hægrimanna, án þess að leita samþykkis sjálfs höfuð- paurans á því atriði. Hann vissi þó, hvað í vændum var. Þessi friðarsáttmáli var staðfestur. Þó brugðust fimmtán liðsmenn Boj- sens á síðustu stundu, og öllum til undrunar var Alberti einn þeirra. Hinn ungi Christensen komst spaugilega að orði, er þetta mál var til lykta leitt: „Ef þeim tekst nú í dag að koma sínu fram, væri vel til fundið, að þeir létu til dæmis foringja sinn, háttvirtan þingmann Presteyjaramts (Bojsen), sem er guðfræðingur, kalla allan söfnuðinn saman til aft- ansöngs hér uppi og bæði hann að leggja út af þeim orðum í bréfi Pét- urs, er svo hljóða: Hundurinn snýr aftur til spýju sinnar.“ XV. Það kom babb í bátinn, þegar þetta samkomulag var komið á: Est- rup sat sem fastast, og þess sáust engin merki, að hann hygðist segja af sér. Bojsen og fylgismenn hans gerðust harla órólegir, og var ýtt fast á eftir Það var þó ekki fyrr en 1. ágústmánaðar, að Estrup þótti sér ekki lengur sætt. Hann sendi kon ungi skriflega lausnarbeiðni. Það var auðfundið á svari konungs, að hann saknaði Estrups mjög. Samt veitti hann honum lausn með „inni- legasta þakklæti og viðurkenningu fyrir þá fórn,“ sem hann hafði fært föðurlandinu. En konungurinn vottaði Estrup ekki traust sitt með þakkarskeytinu einu: Hann leitaði líka ráða hjá honum um það, hversu hið nýja ráðuneyti skyldi skipað. Estrup var mest í mun, að ekki sýndist svo, sem hann hefði orðið að víkja fyrir þingræðiskröfu þjóðþingsins, og þess vegna var honum kappsmál, að sem flestir gömlu ráðherranna yrðu í hinni nýju stjórn. Svo fór líka, að fimm gömlu ráðherranna sátu kyrr ir í ríkisstjórn þeirri, sem lénsbarón einn, Tage Reedtz-Thott, var látinn mynda. Mun hafa þótt hyggilegt, að hann yrði forsætisráðherra, því að hann var í stjórn margra fyrir- tækja Tietgens og mikill fylgismað ur Grundtvigsstefnunnar, svo að honum var auðvelt að eiga í samning Christensen — hinn atkvæðamikli foringi danskra vinstrimanna frá upphafi þessarar ald- ar. um við þann arm vinstrimanna, sein aðhylltist hana. Engum vinstri- manni var samt hleypt í námunda við ráðherrastól og þaðan af síður jafnaðarmanni. Þessi ríkisstjórn fór með völd í þrjú ár og hafði allmikið þingfylgi í upphafi sökum samkomulagsins við allmikinn hluta vinstrimanna. En í kosningum, sem fram fóru árið 1895, tók þegar að halla undan fæti. Fimm tíu og tveir samkomulagsmenn náðu kösningu, en vinstrimenn, sem börð- ust af alefli gegn stjórninni, hlutu fimmtíu og fjögur þingsæti og jafn aðarmenn, sem nú voru mjög að sækja i veðrið, fengu átta. Það fór líka svo, að það urðu ekki mennirnir í ráðherrastólunum, sem hæst bar þessi ár og hin næstu, held ur hinn nýja foringja vinstrimanna, Jen Kristján Christensen, bónda soninn, sem farið hafði að heiman átta ára gamall á vordegi árið 1864 með tréskó sína og spánnýjan vasa- hníf, bíblíusögur Balslevs og úr, sem kostaði átta skildinga til þess að ger ast smali. Hann stofnaði nú hinn svonefnda umbótaflokk vinstrimanna og gerðist höfuðkempa í stjórnmála lífi Dana, farsæll maður og sigur- sæll. Ríkisstjórnin stóð mjög höll- um fæti. Hægrimenn höfðu að vísu meirihluta á landsþinginu, þar sem forystan var í höndum Estrups, en kom engu áleiðis í þjóðþinginu. Varð nú og sundurþykkja innbyrðis í stjórnarliðinu, og loks sá forsætis- ráðherrann sér þann kost vænstan, að víkja árið 1897. Konungur- inn hafði þó ekki misst trú á hægri- mönnum, því : ð enn fengu þelr völd in I hendur. En danska þjóðin vai Framhald á 115. síðu. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 105

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.