Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 10
Stefán Ásbjarnarson á Guðmundarstöðum: Kosnmgin í heima- vist gagnfræðaskól- ans á Akureyri Nýiiöin eru sólhvörf á þess- um vetri, en þegar dagurinn er stytzt ur og nóttin lengst, er löngum gott að setjast við arin minninganna og h rfa í gamlar glæður liðinna ára. Og sólargeislar frá glöðum stundum æskunnar leita þá gjarnan inn á skammdegislönd hugans og eiga þar marga kvöldvökustund. Frá einni slíkri kvöldvöku, sem gerðist fyrir tæpum fjörutíu árum, verður nú sagt. Það var í hinni gömlu heimavist Menntaskólans á Akureyri, sem þá hét Gagnfræða skólinn á Akureyri, sem kosning sú, sem hér ségir frá, fór fram. Að samantöldum nemendum i starfsfólki heimavistar skólans, mun þetta heimili hafa verið fjölmennast á landinu. Ýmislegt var sér til gam- ans gert á skólaheimilinu, þegar tími gafst til frá lærdómi og lestrL Var það einungis á kvöldin, sem við feng um tóm til ærsla og leikja. Nú datt nokkrum áhugamönnum, sem bjuggu í heimavistinni í hug, svona til gamans, að prófa pólitískt innræti íbúanna 1 þessu stóra húsi. Það skal tekið fram, að þetta var mest í gamni, gert til að látast, eins og börn gera í leikjum. Er nú ekki að orðlengja það, að brátt var kominn skriður á málið og efnt til skriflegra kosninga. Tveir listar voru bornir fram. Annar var listi Framsóknarmanna, en hinn listinn var borinn fram af íhalds- mönnum, því að þetta var áður en núverandi Sjálfstæðisflokkur var stofnaður. Var nú skorin í snatri upp herör af beggja hálfu, og kannað fylgið. Allur obbinn af nemendun- um hafði þegar myndað sér ákveðn- ar skoðanir í stjórnmálum, en þó fyrirfundust nokkrir þeirra á meðal, einkum hinir yngstu, sem taldir voru vafagemlingar. Einnig voru starfsstúlkur skólans taldar óviss ar og þær fjórar stúlkur meðal nemenda, sem bjuggu í heima- vistinni. Öll þessi atkvæði þurfti að athuga, ræða við vafa- gemlingana og uppfræða, ef engin stjórnmálaskoðun fyrirfyndist þar. Nú mætti ætla, að skólasveinar hefðu ekki hug á stjórnmálum á svo ungum aldri, allir innan við kosningaaldur. En því fór fjarri. Margir vOru svo þrosk- aðir og fróðir í þeim efn- um, að fyrr hefðu fjöllin verið færð úr stað en þeir hefðu látið af þeirri stjórnmálaskoðun, sem þeir töldu sig fylgja, og vera rétta, avort. sem það var þeirra feðrapólitík eða eigin skoðun, enda urðu margir pess ara pilta seinna þjóðkunnir menn 106 T í M 1 N N — SUNNUDAGSB1.AO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.