Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 6
Um svipað leyti var íjölmennur fundur vinstrimanna í Hammel við Árósa. En áður en fundur hófst kom héraðsdómarinn í einkennisskrúða sínum, steig á pallinn og settist í einn stólanna, sem ræðumönnum voru ætlaðir. Lögreglan var tekin að gefa fundum stjórnarandstæðinga auga. Kristinn Berg, forseti þjóð- þingsins, lét þau orð falla, að hann sætti sig ekki við að tala á fundum með lögreglumenn sitjandi við hlið sér. Fáum dögum ^íðar kom hann á þrjú þúsund manna fund í I-Iolste- skiptum lögreglunnar af fundum þeirra, og þar á ofan hafði eignar- rétturinn verið óvirtur: Þeir áttu sjálfir ræðupallinn og stólana. Að fáum dögum liðnum var réttar- rannsókn hafin, og mennirnir, sem leitt höfðu lögreglustjórann brott, voru dæmdir í sex mánaða fangelsi. Sömu hegningu þótti hæfilegt að Berg hlyti, þar eð dómarinn komst að þeirri niðurstöðu, að hann hefði verið hvatamaður verknaðarins. Dómur þessi var kveðinn upp um haustið, og 2. dag októbermánaðar Prentarlnn Júllus Rasmussen skýtur á Estrup við húsdyr hans 21. október 1885. AS fáum dögum MSnum voru gefin út þrenn bráSabirgðalög og tökln hert til mlkilla muna. bro, og sat þá lögreglustjóri bæjar- ins einkennisbúinn á ræðupalli. AJlir þóttust vita, að nú myndi til tíðinda draga. Þingmaður kjördæmisins tal- aði fyrstur, og á meðan reyndu fund- arstjórar að fá lögreglustjórann til þess að víkja. En hann þverneitaði að verða við tilmælum þeirra. Sjálf- ur lagði Berg ekkert til þessara mála. Hann beið steinþegjandi og skipti ekki orðum við nokkurn mann. Þeg ar þingmaður kjördæmisins hafði lokið máli sínu, var röðin komin að Berg. En hann sat grafkyrr. Lög- reglustjórinn sat líka sem fastast. Þannig leið löng stund. Fundarstjór- arnir stungu saman nefjum. Allt í einu spratt Berg á fætur og hrópaði: „Hvað verður úr þesr;?“ Hann var beðinn að doka enn við litla stund. Síðan gengu tveir menn til lögreglustjórans og báðu hann að hafa sig brott. Þegar hann neit- aði enn, þrifu mennirnir til hans og leiddu hann brott, og streittist hann þá ekki á móti. Hægrimenn ráku auðvitað upp óg- urlegt ramakvein: Berg hafði hvatt liðsmenn sína til þess að beita yfir- völdin ofbeldi. Vinstrimenn voru að sama skapi hneykslaðir á af- kom Berg til Kaupmannahafnar. Aldrei hafði þvílíkur mannfjöldi sézt saman kominn f Kaupmannahöfn sem á járnbrautarstöðinni þennan dag. Lögreglumennirnir, sem sendir höfðu verið á vettvang til þess að halda uppi röð og reglu, réðu ekki við neitt og hurfu í mannhafið. Þeg- ar Berg ók brott, elti mannfjöldinn alla leið að húsi hans við Friðriks- hólmssíki, þar sem fagnaðarópin kváðu við klukkustundum saman. Það var augljóst, hvernig dómur al mennings í þessu máli hafði fallið. XI. Þingfundir hófust fáum dögum síð- ar, og voru uppi þær raddir meðal vinstrimanna, að þeir ættu að neita að sækja þá. Frá því var þó horfið. En þá sýndist sitt hvorum um það, hversu haga skyldi mótspyrnunni. Vildu sumir vísa á bug sérhverri til- Iögu ríkisstjórnarinnar og hægri- manna, en aðrir að minnsta kosti láta í veðri vaka, að þeir sinntu þing- störfum nokkurn veginn að venju. Við því var búizt, að bráðabirgða- lögin yrðu nú lögð fyrir þingið til samþykktar, þar eð stjórnarskráin mælti svo fyrir. En Estrup lét það ógert. Hann sagðist ekki þekkja nein fyrirmæli um, að það skyldi gert tafarlaust. Það varð bragð vinstri- manna, að þeir lögðu þau sjálfir fram og felldu þau síðan. En Estrup ruddi úr sér löngum og flóknum lagaskýr ingum og lét heita, að þetta væri markleysa ein. Aftur á móti bar hann fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár, en það var líka fellt hinn 20 október. Daginn eftir var Estrup á leið heim til sín í ljósaskiptunum. Þegar hann kom að húsi sínu við Tollbúð- arveg, gekk ungur maður f veg fyrir hann og spurði, hvort þetta væri forsætisráðherrann. Estrup kvað já við því. í sama bili beindi maður- inn að honum skammbyssu: Tvö skot riðu af. Menn, sem á ferli voru á götunni, komu hlaupandi og réðust á tilræðismanninn, áður en hanr gat hleypt af fleiri skotum, og höfðu hann þegar undir. En það ei af Estrup að segja, að hann hafði ekki fallið við skotin. Hann var meira að segja ósærður, því að kúlurnar nöfðu lent á stórum hnappi á frakka hans og kastast þaðan í dyrastafinn á húsi hans. „Skotið á Sestrup um dag- inn,“ skrifaði íslenzkur stúdent, Ólaf- ur Davíðsson, föður sínum fáum dög: um síðar, „særðist ekki einu sinni." Estrup varð ekki meira um þetta en svo, að hann fór í veizlu þetta sama kvöld. En fregnin flaug eins og eldur í sinu um alla borgina og allt Iandið. Kristján konungur skrif- aði sjálfur skeyti, sem hann sendi forsætisráðherra sínum. Þar lét hann í Ijós hryggð sfna og reiði yfir þvf, að danskur maður skyldi stofna hinu dýrmæta lífi Estups í hættu. „Guði sé lof, að ódæðið misheppnaðist." Þetta tilræði kom foringjum vinstrimanna illa, því að auðvitað hlaut sökinni að verða varpað á þá. Frede Bojsen flýtti sér á fund Bergs og síðan fóru þeir báðir heim til Estrups til þess að votta honum samúð sína, þótt fremur væri Berg tregur til þessa. En til voru þeir iíka, sem kölluðu liðsodda stjórnarandstöðunnar hey- brækur. Bergmál þc he Tist f bréfi Ólafs Davíðssonar, sem áður var vitnað til: „Hægri og vinstri berjast upp á það allra harðasta. Það má heita svo, að bannað sé að tala og skrifa auka- tekið orð og harðlega bannað að finna að nokkru, sem nokkuð njert- ir stjórnina. Slíkt og þvflíkt. Allir eru að spá því, að þetta geti ekki endað öðru vísi en með bardaga og blóðsúthellingum, en Danir eru of miklar bleyður til þess. Það væri þó skárra að skömminni til fyrir landið, að svo sem tvö eða þrjú þúsund af Dönum féllu í eitt skipti fyrir öll en að allir beztu menn þjóðarinnar skuli vera vaktir og sofnir í þvi að eyðileggja hvorir aðra.“ 102 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.