Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Page 12

Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Page 12
 míiiii Drost framlengi yXy.y.-yyy/A-yy. y '/■:■: Fólk athugar ekki... RÆTT VIÐ GUNNAR MÁ HAUKSSON ÚTIBÚSSTJÓRA * Jesús hafði andúð á víxlurum og okrurum og rak þá út úr musterinu í Jerúsalem, sem frægt er orðið, svo- mælandi: „Ritað er: Og hús mitt á að vera bænahús, en þér hafið gjört það að ræningjabæli." Á þeim tíma var snauðum skuldu- nautum engin miskunn sýnd. Þeir. sem ekki stóðu í skiluih, voru hneppt ir í dýblissu eða seldir í ánauð, enda hefur Kristi þótt full ástæða til þess að setja loforð um mildi til handa slíkum mönnum inn í faðirvorið. Samkvæmt lögmáli Qyðinga var þeim bannað að taka vexti af lánum sín á milli, og komu sömu viðhorf fram í frumkristninni: Kristnir menn mega ekki láta peninga æxl- ast af sjálfu sér, og hagnaður af lánum er ekki leyfilegur. En eins og Gyðingi var auðvelt að lána trú- bróður peninga með ágóða með að- stóð kristins milligöngumanns, þann- ig fyndu og fylgjendur Nazareans brátt ýmsar krókaleiðir til að snið- ganga þessa reglu. Menn vildu helzt eiga sáluhjálp- ina vísa og með smábrellum tóks* það sæmilega, að minnsta kosti nógu vel fyrir kirkjuleg yfirvöld á jörðu niðri, á meðan verðmæti voru aðal- lega bundin við jarðeignir og vöru- skiptaverzlun var ríkjandi. Á krossferðatímunum hljóp geysi- legur vöxtur í iðnað og verzlun og líf manna í Evrópu gerbreyttist. Þess ar greinar þurftu nú ærið lánsfé, aðalsmenn í krossferðahug skorti far areyri í lausafé, og smákóngar i ófriði lærðu, að fljótlegra var að fá gildan sjóð að láni en leggja nýja skatta á þegnana. Menn gleymdu heilögu banni, og árið 1208 sagði Innocentíus III, að loka mætti guðs- húsunum, ef gera ætti alla veðlánara kirkjuræka. Sérstaklega var fjármálastarfsemi blómleg í norður-ítölskum borgum eins og Flórens, Siena og Feneyj- um. Frá 1260—1347 er vitað um átta- tiu banka í Flórens, og var starf- semi þeirra mjög hliðstæð banka- starfsemi í dag. Við notum enn mörg bókhaldsorð, sem þeir tóku upp: Banco (banki), cassa (peningakassi), creidto, debito, netto. Það er aftur á móti ekki hægt að segja, að bankastarfsemi sé gömul hér á landi. Fornhetjur okkar virðast fæstar hafa lagt sig niður við flókna fjármálastarfsemi. Þær kusu heldur að grafa sjóði sína í jörð, og í lok sögualdar voru slíkar innstæður fólgn ar í annarri hverri mýri á íslandi. En eigendur bjuggu svo um hnút- ana, að óhægt mundi fyrir síðari kynslóðir að taka þar eyri út. Eru af því margar sögur, að gullleitar- menn hafi farið að grafa í féþúfur, en sáu þá eldtungur frá næsta bæ bera við himin og flýttu sér þangað til slökkvistarfs. Ekki varð þá meira af uppgreftri, en bæjarbruninn var sjónhverfing ein, gerð af framliðn- um, aðsjálum víkingi og strandhöggv- ara. Þegar íslendingar misstu sjálfstæði 108 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.