Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 17
Hér verður getið þriðju systur Jóns konferenzráðs og föng sótt í Sevisöguna: GUÐHÚN giftist einnig fyrir- taks bóndamanni, Árna, syni Brynj tflfs prests gamla á Kálfafelli í Suðursveit, Guðmundssonar, bjuggu þau alla tíð á Smyrlabjörgum, áttu 8 börn saman, hvar af einungis 2 stálpuðust. Systir, sem náði fullorð ins aldri, varð tvígift, og átti mörg börn, eftir lifir Brynjúlfur prestur, sem fyrist vígðist til Sand- fells í Græfum, en 1823 fékk Langholts kall í Meðal- landi, og býr þar nú ekkjumaður. Guðrún burtkallaðist á undan manni sínum Árna, eignaðist hann fyrir síðari konu ekkju frá^ Hreggs- eða Hestgerði, Guðrúnu Ólafsdóttur' Magnússonar, bróðir Ólafs var Sig urður Magnússon á Hnappavöllum, sem nafnkunnugur varð af bókaskrift um og ýmsu fornfróðlegu. Guðrún þessi lifir enn, haldin merkiskona og kvenskörungur, en Árni er sálaður fyrir nokkrum árum.“ Æviferill síra Brynjólfs Árnasonar verður eigi rakinn, þar liggur flest Ijóst. Hitt má vera, sem eðlilegt er, að færri þekki örlagasögu Steinunn ar, systur hans. Hún þótti mann- skapskona, vinsæl og virt, og var heppin ljósmóðir. Fyrri maður t einunnar var Árni, sonur Jóns bónda í Holtum Eiríkssonar, og konu hans, Helgu Árnadóttur frá Þorgeirsstöðum, Ófeigssonar. Þau bjuggu á Skálafelli, og má segja, að vel færi á því, að Steinunn væri einmitt hús- móðir á býiinu, sem amma hennar, er hún hét eftir, gerði frægt í þjóðarsögunni í ágústmánuði 1728 Nú er frá því að segja, að í Suður sveitinni var vinnukona, er Þórdís hét Jónsdóttir. Kristján Vigfússon, síðar lögsagnari, glingraði við hana. Og Árni bóndi á Skálafelli leitaði enn sömu leikbragða. Báðir urðu ber ir að gamninu. Þórdís hefur verið greiðvikin við fjörugöngumenn — þeir voru fjórir, sem gerðu henni börn. (Árið 1816 var hún í Mörk á Síðu. Við manntal 1801 var í Borgar höfn tíu ára gömul telpa, Guðrún að nafni Árnadóttir. Fer varla í grafgötum, að það var dóttir Árna á Skálafelli og Þórdísar Jónsdóttur, aldur barnsins nemur heima við brotmál þeirra. Á tvítugsaldri er Guðrún þessi komin vestur fyrir Skeiðarársand, og 1816 var hún í sjálfsmennsku í Efri-Vík í Landbroti. Eignaðist dóttur við Símoni mál- lausa, syni Mála Davíðs. Lenti út í Álftaver, giftist þar og bjó í Holti. Maður hennar hét Vigfús Jónsson. Son áttu þau, er Árni hét. Ei. dótt- ir Guðrúnar og Símonar var merkis- konan Kristín í Gröf í Skaftártungu. SSÍSSSi! ................................. ■ ' ■■ '■ ^ V .•ftíiiSS);!!:-. •• •Si'- .; ' . ..;■; ■ ■ .. "■í.A,' ... •.. •■•. :• : ; i .■í>:::;::S , <>v •v . • : ': ; Skaftfellingur, sem jafnan verður getið ráð. sögu landsins: Jón Eiriksson konferens- Trúlega var hún svo til nafns bor in, að móðir hennar, lausaleikskróg- inn, hefur í fyrstu verið í fóstri hjá Kristínu húsfreyju á Skálafelli, Árna dóttur, sem var móðursystir föður hennar. Nafni frænku sinnar hefur hún komið upp af ræktarsemi og hlýhug. Barnseignabrot Árna bónda á Skálafelli mat Jón sýslumaður Helga son til 24 ríkisdala. Varla á færi annarra en efnabænda að standa í framhjátökum, ef greiða átti kóngi og kumpánum hans sex kýrverð fyr- ir fyrsta hórdómsbrot, og tólf kýr verð að öðru. Við þriðja brot gátu engin veraldleg verðmæti bjargað líf tórunni. Áður en Árni Jónsson galt hór- sektina, hvarf hann úr tölu lifenda. Búið var tekið til uppskriftar 14. nóvember 1794. Sýslumaðurinn lýsti skuldakröfu, og var lagt undir lög hald: 1 kýr 5 vetra 9 kindur, 48 sk hver og 1 sauður 2 vetra 48 sk 1 kýr 3ja vetra 1 hestur 6 vetra 1 hryssa Salúnsáklæði 1 kvenpils úr bláu klæði 1 forklæði úr ullardam- aski með hnapp úr víravirki 4 rd. — 48 sk. 48 sk. 2 r>.. 64 — 1 rd. 32 Summa: 24 ríkisdalir. Ágengni konungsvaldsins avr skefjulaus, og löggæzlumenn sópuðu saman fjármunum á margvíslegum forsendum. Hinum allra náðugasta landsföður og arfakóngi urðu eigi aðrar tekjulindir drýgri en þær, sem T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 113

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.