Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 22
vill undarlega fyrir sjónir. En þaS er vani minn
að víkja umbúðalaust að því, sem mér er í huga,
og þeirri venju fylgi ég nú eins og endranær. Þér
hafið sennilega séð það í blöðunum, að flokkurinn
hefur boðað til meiri háttar stjórnmálafundar í
garði krárinnar í Gandleiru síðdegis á morgun og
þangað verður einkum stefnt öllum hjáleigubænd-
um og þurrabúðarmönnum, sem næst til hérna í sveit
unum. Nú er það von okkar, að okkur geti tekizt
að, fá yður til þess að koma á þennan fund til þess
að endurtaka þar þessa frábæru ræðu, sem þér flutt
uð í gær, okkur til ánægju og hvatningar. Það er
óþarft að taka það fram, hélt hann áfram þurrum
embættisrómi, sem engan veginn samsvaraði skjall-
inu, að við ætlumst- ekki til, að orðalagið verði ná-
kvæmlega eins og í gær, — síður en svo. Þetta á
einungis að vera örstutt greinargerð, samaþjöppuð
og sköruleg túlkun á þeim skoðunum, sem þér
létuð uppi i gær Okkur er einkanlega mikið í mun,
að þér segið skýrt og skorinort, hversu miklum von-
brigðum vinstrimenn hafa valdið yður í öllum
greinum. og glevmið umfram allt ekki þeim pósti,
að það erum við. hægrimennirnir, sem erum hinir
sönnu vinir og verndarar erfiðismannsins. Þér sjáið
sjálfur, hve slík orð eru þung á metunum, þegar þau
eru sögð af manni eins og yður — handverksmanni
í beztu merkingu þess orðs. Það er líka einmitt þetta,
sem er kjarninn í lofsamlegri frásögn Amtstíðind-
anna í dae af frammistöðu vðar eins og þér hafið
kannski séð sjálfur.
— Er talað um mig i blöðunum? hrópaði Holl-
eufer náfölur og reis upp til hálfs.
— Hafið þér ekki séð það? Ég lét hnýta nokkr-
um orðum um vður við frásögnina af stjórnlaga-
deginum Ég taldi skylt að vekja sér i lagi athygli
á hlutdeild vðar Þvi að nú þykjumst við geta treyst
því — ekki rétt? — að þér hafið skilið til fulls, hví-
líkur voði þjóðfélaginu stafar uppgangur þessara lýð-
veldissósíalista. Og séuð fús — það skilst mér að
minnsta kosti — til þess að ganga fram fyrir skjöldu
og veita okkur það liðsinni, sem þér megnið, í
baráttu okkar við byltingaröflin, er við munum nú
herða til mikilla muna.
— Þó það nú væri, herra málaflutningsmaður!
sagði Holleufer innilega þakklátur og studdi lófa
á brjóst sér.
— Ágætt! Við væntum þess þá að sjá yður í
Gandleiru síðdegis á morgun og gerum enn-
fremur ráð fyrir, að þér verðið á allmörgum fund-
um, sem flokkurinn gengst fyrir víðs vegar í kjör-
dæminu næstu vikur.
— Málaflutningsmaðurinn getur skipað mér fvrir
verkum að vild sinni.
— Ágætt, ljómandi gott! Og ég má ekki gleyma
að geta þess, þó að þess þurfi varla, að yður verður
til fullnustu bætt allt verkatap og tekjumissir, sem
þér verðið fyrir vegna liðsinnis yðar við okkur. Það
er nægur tími til þess að tala um það seinna —
þær sakir jöfnum við á þann veg, að báóir verði
ánægðir.
— Guð minn góður, ^herra málaflutnings-
maður — hvort ég efast nú um það! sagði Holleufer
og starði vandræðalega niður á tærnar á sér.
— Jæja, þá á ég einungis eftir að minnast á það,
hélt Enevoldsen áfram í sama embættistóninum og
áður, að þér farið með þetta sem trúnaðarmál og
sneiðið helzt hjá að tala um það við aðra. Það er
talið heppilegast, að þér komið á fundinn svona eins
og af sjálfsdáðum og án tilverknaðar okkar. Samt
sem áður skal ég láta berast til yðar, hvar og hve-
nær fundirnir verða haldnir og miðla yður þeirri
vitneskju, sem yður kynni að koma að gagni.
Þeir sern hugsa sér
að halda Sunnudgs-
blaðinu saman, ættu
þvi að athuaa fyrr en
síðar, hvort eitthvað
vantar í hiá þeim og
ráða bót á bví.
Þeir sem senda Sunnu
daqsblaðinu efni til
biringar, eru vinsam-
lega beðnir að vanda
til handrita eftir föng-
um og helzt að láta vél-
rita þau et kostur er.
Ekki má þó vélrita
þéttar en í aðra hverja
línu.
Kosning ■ Akureyrarskóla
Framhald af 107. síðu.
Sonur þingmannsins hefur gegnt
sakadómaraembætti á fullorðinsárum
ig mun aldrei kveða upp dóma nema
að vandlega athuguðu máli.
Þótt 39 ár séu liðin frá umræddu
gamni, finnst mér ég enn heyra
óminn af glaðværum röddum félaga
minna á þessari kosningu. Sumir
þeirra hafa lokið sínum kosningum
að fullu og eru komnir á bak við
tjaldið, sem skilur milli lífs og dauða.
Hinir eru þó miklu fleiri, sem nn
eru á stíái og eiga ýmissa kos*i völ i
Lausn
49. krossgátu
daglegum og tímanlegum viðfangs-
efnum. Því er ekki á mannsævinni
mörg kosningaþrautin, þegar á allt
•'r litið?
w T C— \ V fl æ r i V u V N M P L 1 N N H I
\ bl fl T 0 \
\ P R J? 0 7 1
\ fl \ . fl N S n \
\ M fl N I L L fí
\ Þ \ \ \ \ \ a fl R k R Ó K M
\ IC V ; 5 K E i D \ Æ ) \ fl T
T 1? fl p K fl L iJ M 4 11 £ p ?•
\ ÍL L i ó M 1 R ó \ L 1 r £
fL P N fl F \ L fL T E \ \ U £ 1
7 í fl N \ r L X R K y R p T
\ P 6 \ r L T U R \ M Æ- p U
\ a r fl L L \ \ fi M ó T V N \ R
\ L fl fl \ i' \ M fl R \ E> B
S K K \ S T. z L P K \ s /t R
5 T s K b i T u M \ fl
\ 6 u P fl \ T U p R fl \ fl‘ T S
s fí' p fl R N l P \ Ú R ; N u \
il % í. r V l N G fl 2 A. JL IL JL
118
TÍMINN - SUNNUDAUSBl.AÐ