Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 7
Auðvitað var reynt að kenna
vinstrimönnum um tilræðið. Sá, sem
skaut á Estrup, var nítján ára gam-
all prentári, Júlíus Rasrnussen að
nafni, og í réttarskjölunum var lögð
á það sýnileg áherzla, að hann hefði
unnið í prentsmiðju í Vejle, „þar sem
svo til ekkert var prentað nema eitt
blað vinstrimanna," og seinna í bóka-
prentsmiðju í Nýkaupangi á Falstri,
„sem ritstjóri vinstri blaðs stjórn-
aði.“ í dómsniðurstöðunum var sagt,
að Rasmussen væri eðlisgóður pilt-
ur, en þrályndur nokkuð og haldinn
fýsn til þess að láta bera á sér, og
hefði andrúmsloftið á þeim stöðum,
þar sem hann vann síðustu tvö árin,
spillt hugarfari hans. Var pilturinn
dæmdur í fjórtán ára fangelsisvist.
En til þess kom ekki, að hann ætti
ýkjalanga dvöl í fangahúsi. Hann
framdi sjálfmorð.
Auðvitað var það raugsleitni ein
að leitast var við að varpa sökinni
á vinstrimenn. Öldurnar risu hátt
um þessar mundir, og hátterni
Estrups sjálfs og manna hans var
eins ögrandi og orðið gat. Það var
í rauninni ekki nein furða, þótt
reynt væri að ráða hann af dögum.
Stj órnarandstæðingar héldu þvl líka
fram tæpitungulaust, að stjórnarvöld-
in ætfu við sig sjálf að sakast, því
að þau höguðu sér eins og stiga-
menn og ræningjar.
Annars jaðraði við, að sum blöð-
in hvettu til vopnaðrar uppreisnar
og blóðugra átaka. f blaði einu i
Hobro gat að líta þessi orð:
..Við heyjum baráttuna i fullri
vitund þess, að við eigum við að
etja svarna óvini, sem við getum ekki
sýnt neina mlskunn . . . Og fyrst
og síðast verðum við að .íafa það í
huga, að betra er að við liggjum
dauðir í jörðu niðri en lifum sem
þrælar ofan moldar . . . Bölvun yfir
hvern þann, sem ekki gerir skyldu
sína! Hefndin mun koma yfir hann
og börn hans — þau munu verða fót
um troðin sem þý, auvirt seun dýr
af fjandmönnum okkar.“
XII.
Það var ekki beðið boðanna að
herða tökin eftir tilræðið við Estrup.
Áður en vika var liðin höfðu verið
birt bráðabirgðalög um stofnun
vopnaðra löggæzlusveita og aukafjár-
veitingar til lögreglumála. Hér var
auðsæilega stefnt að einræði, sem
studdist við vopnavald. Hinar nýju
gæzlusveitir voru látnar lúta stjórn
hersins, og voru liðsforingjar settir
yfir þær. Þær fengu höfuðstöðvar á
fjórum stöðum — í Kaupmannahöfn,
Ringsted, K Uing og Árósum.
í byrjun nóvember vax kunngerð-
ur viðauki við hegningarlögin, og var
talið margt, sem nú skyldi varða
fangelsisvist. f rauninni var hvorki
ritfrelsi né málfrelsi lengur í land-
inu, því að samkvæmt þessum lög-
um vofði fangavist yfir þeim, sem
reyndi í ræðu eða riti að fylla ein-
stakar stéttir eða hluta af þjóðinni
hatri og gremju eða hvetja til of-
beldis við aðrar stéttir. Sama gilti
um þá, sem breiddu út upplognar
eða rangfærðar fréttir um stofnanir
ríkisins eða reyndu að vekja óvild
eða fyrirlitningu á ráðstöfunum rík-
isstjórnarinnar, sögðu þann'; frá
ódæðisverkum og afbrotum, að nyt-
söm og hrósverð virtust, hvöttu her-
menn til óhlýðni eða almenning til
þess að þverskallast við herkvaðn-
ingu. Allt var losaralega orðað, og
mátti hæglega beita slíkum lögum
gegn nálega hverjum manni, sem
lét orð falla um ríkisstjórnina eða
ástandið i landinu, svo fremi sem
hann galt ekki öllu jáyrði.
Mest hatur lagði almenningur á
blámennina svokölluðu, mennina í
gæzlusveitunum. Eitt vinstriblaðanna
sagði þegar við stofnun þeirra:
„Það getur verið vel, að ýmsir ná-
ungar. sem standa iðjulausir á torg-
inu, gangi í þessar gæzlusveitir. En
við viljum vekja athygli slíkra manna
á því þegar í stað — við vonum,
að önnur blöð vinstrimanna geri
það líka — að þeir brennimerkja sig
í vitund nútíðar og framtíðar sem
aumkunarverða og hraklega þorpara
og kalla með slíkri þjónustu yfir sig
fyrirlitningu allra heiðarlegra og
frjálslyndra manna.“
Við annan tón kvað mt ir' fylgis-
manna Estrups. Það voru sem sé ófá-
ir menn í Danmörku, sem fögnuðu
því innilega, að nú skyldi loks hafa
verið tekið í hnakkadrambið á þeim
uppivöðslulýð, sem lengi hafði ráðið
lofum og lögum á þjóðþinginu, svo
að ekki væri nú minnzt á byltingar-
lýðinn I bæjunum, sem ekki hafði
náð neinni teljandi fótfestu fram að
þessu. Þessir menn spöruðu ekki að
hylla Estrup. Sunnudaginn eftir árás-
ina á Estrup söfnuðust þrettán þús-
und menn saman í brunarústum
Kristjánsborgar, og þaðan var farii’
skrúðganga til bústaðar Estrups.
Fremstir gengu fimm hundruð
hnakkakertir stúdentar. Sumir
þeirra munu þó ekki hafa verið jafn
hnakkakertir, er þessa spásséringu
bar á góma síðar á ævi þeirra, þegar
dómur sögunnar var fallinn.
Estrup kom út í glugga á húsi
sínu, er mannfjöldinn fyllti '’ollbúð-
argötu, og sneri máli sinu til stúdent
anna: „Ég þakka æskulýð Danmerkur
— ég þakka vaxtarbroddi dönsku
þjóðarinnar."
Litlu síðar var fagnaðarsamkoma
I félagi hægrisinnaðra verkamanna
og kjósenda, og þá kom Estrup
í fyrsta sinni á ævinni á samkomu
slíkra samtaka. Plógur gamli var for-
maður þessa félajs, og Estrup talaði
I samkvæminu um — frjálsa þjóð,
sem lyti frjálsum konungi.
XIII.
Það var ekki skyida, að þing stæði
nema tvo mánuði ár hvert, en það
mátti ekki heldur fresta því lengur
en tvo mánuði að kalla það saman,
ef það hafði verið sent heim. Þess
vegna hlaut það að koma saman ann
að veifið. Estrup tók upp þá venju
að leggja bráðabirgðalög ekki fyrir
það, fyrr en svo seint, að hann gæti
rekið það heim, áður en því vannst
tími til þess að fjalla um þau. Fjár-
lögin voru aftur á móti jafnan felld,
og gekk svo í níu ár að stjórnað
var að öllu leyti með bráðabirgða-
lögum.
í ársbyrjun 1886 var forseta þjóð-
þingsins, Kristni Bcrg, varpað í fang-
elsi, þar sem hann átti að hírast i
sex mánuði fyrir framkomu sína á
fundinum í Holstebro. En hann
þoldi ekki viðurværi fanganna. Eftir
fáeinar vikur var hann svo altekinn
sykursýki, að hann varð að fá sjúkra-
fæði. Ríkisstjórnin varð smeyk, því
að það gat dregið dilk á eftir sér,
ef hann missti algerlega heilsuna í
fangelsinu, og var lagt fast að hon-
um að sækja um náðun. Estrup lét
senda menn til þess að brýna fyrir
honum. að hann yrði að gera þetta
vegna áhyggjufullrar konu sinnar.
Berg vék þá málinu undir úrskurð
hennar En Maren Berg var ekki
nein leikbrúða. Svar hennar er frægt
í sögu Danmerkur:
„Að biðja þessa harðstjóra um náð
un! Þó svo þið færið mér hann dauð-
an úr tukthúsinu, þá skal frekar svo
vera í drottins nafni.“
Þau hjónin áttu silfurbrúðkaup 22.
máí Þá var Berg enn í fangelsi. Þá
kom þangað til hans sendinefnd, og
skáldið Hostrup ifhenti honum fjöru-
tíu og fimm þúsund krónur í tuttugu
króna gullpeningum að gjöf frá átta-
tíu þúsund Dönum. ásamt mjöe fögr-
um silfurborðbúnaði Þennan dag
voru fánar á stöng um alla Dan-
mörku.
Þegar Berg var látinn laus í júlí-
mánuði, urðu hin mestu fagnaðar-
læti. Vinstrimenn og sósíalistar efndu
til mikillar samkomu á Helsingja-
eyri. og voru sextán gufuskip á för-
um þangað. Næsta sunnudag kom
fjörutíu til fimmtíu þúsund manns
saman i Kolding. „Drottinn minn,
hvar endar þetta?“ skrifaði leikkon-
an, ekkja Heibergs skálds, þegar hún
heyrði þessi ótíðindi.
Enn herti Estrup tökin. Sérstök lög
voru sett til þess, að hann gæti náð
sér niðri á raunverulegum ritstjór-
um og ábyrgðarmönnum blaða, í stað
ýmissa ómerkinga, sem fengnir voru
um þessar mundir til þess að vera
í fyrirsvarinu að nafninu. Ákærum
rigndi niður og dómur var kveðinn
upp eftir dóm. Vinstrimenn tóku að
þreytast í baráttunni, og það fór að
hvarfla að sumum, að skárra væri
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
103