Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 13
sitt, fór fé smátt og smátt að
streyma út úr landinu. Sérstaklega
misstum við ógrynni auðæfa, þegar
blessaður kóngurinn þröngvaði upp
á okkur lútersku, en sölsaði allar
eignir kaþólskra kirkna og klaustra
undir sjálfan sig. Um margar næstu
aldir voru mjög litlir peningar í um-
ferð i landinu.
Svo bar það við í desember 1783,
að piltur að nafni Þorvaldur, kynj-
aður frá Skógum á Þelamörk, teikn-
aði eftirlíkingu eins ríkisbankaseðils
og framvísaði henni í verzlun á Ak-
ureyri. Það komst fljótt upp, og ekk-
ert stoðaði, þótt piltur segðist hafa
teiknað seðilinn sér til hagsleiks-
raunar. Eftir fáa daga hafði hann
verið dæmdur til dauða. Fyrir kon-
ungs náð var dóminum breytt í ævi-
langa þrælkun í Stokkhúsinu í Kaup-
mannahöfn. Af einhverjum ástæðum
var hann látinn laus eftir nokkur
ár — kannski hefur hann málað alt-
aristöflu í fangelsiskapelluna. Hann
tók sér þ'á nafnið Skógalín, fékk
danskrar konu og eignaðist með
henni son, sem hét Pétur. Örlögin
höguðu því svo undarlega, að tveir
synir Péturs, og sonarsynir Þorvalds,
komust til mannvirðinga f Danmörku.
Annar, Júlíus Schovelin, varð seinna
hæstsettur maður í fjármálastofnun-
um danska ríkisins, hinn, Axel Scho
velin, gerðist hirðmálari Kristjáns
IX. Ef við gerum ráð fyrir, að þeir
hafi erft áhuga sinn á bankaseðlum
og teikningu frá afa sínum, þá sjá-
um við hér brugðið upp skuggalegri
mynd af því, að það var ekki einungis
vonlaust að hafa hæfileika til nokkurs
á íslandi í þá daga, heldur bókstaf-
lega hættulegt.
En hálfri öld síðar rofaði til. Jón
Sigurðsson og fylgismenn hans komu
fram á sjónarsviðið. Það var þegar
bjargföst sannfæring Jóns, að ifna-
hagslegt sjálfstæði væri nauðsynleg
undirstaða stjórnmálalegs fullveldis.
Hann vildi, að landsmenn næðu verzl
uninni í sínar hendur, eignuðust
skipaflota, efldu fjölbreytt atvinnu-
líf. Einn af beztu- vinum Jóns á efri .
árum var Tryggvi Gunnarsson. einn
ötulasti framfaramaður hins nýja
tíma. Hann stofnaði stærsta innlenda
verzlunarfélagið og stjórnr smíði
brúa á Skjálfandafljóti og Ölfusá,
sem var stórkostlegt átak í sam-
ögngumálum þeirra tíma.
Tryggvi Gunnarsson varð fyrsti
bankastjóri á íslandi. Ríki hans var
Landsbankinn, stofnaður árið 1885,
en ekki burðugur í byrjun, fjarmagn
ið aðeins nokkur hundruð þúsund
krónur í óútleysanlegum seðlum.
Á því herrans ári, 1966, eru ís-
lenzkir bankar sex, auk Seðlabankans
og allmargra sparisjóða. Bankarnir
hafa fjölda útibúa víðs vegar Pen-
ingarnir flæða inn í þa og út úr
þeim aftur, aiiir iandsmein njóta
þjónustu þeirra beint eða óbeint En
samt er það nú svo að ég hugsa,
að venjulegt fólk sé alls e íVi viðbú-
ið að svara ýmsum spurningum um
starfsemi þeirra, s\ sem:
Hvaða samband er á milli spari-
fjárfrystingar og afurðavíxla (þessi
orð sáust oft í blöðunum eftir ára-
mótin)V
Hvað fær .uaður háa vexti af tiu
þúsund krónum, sem lagðar eru á
banka í eitt ár?
í hvaða tengslum eru bankarnir
við ríkisvaidið?
Eru til nokkrar vísitölutryggðar
innstæður?
Hvað er ábekingur á víxli og tekur
hann á sig nokkra áhættu?
Sjálfsagt eru ýmsir, sem vita þetta
allt saman upp á tíu fingur, en ekki
var ég ein af þeim, fyrr en ég hafði
átt einkar fróðlega samræðu við sér-
fræðing minn í bankamálum. En það
er Gunnar Már Hauksson, sem stýr-
ir Miðbæjarútibúi Búnaðarbankans í
Reykjavík.
— Mig langar þá fyrst til að spyrja
þig, Gunnar, hefur ríkissjóður ein-
hverjar tekjur af bönkunum?
— Nei, bankarnir eru fjárhags-
lega sjálfstæðir og þiggja hvorki fé
úr ríkissjóði né greiða i hann. En
ríkið hefur átt þátt í stofnun ýmissa
banka, og það er stór hluthafi í Iðn-
aðarbankanum. Hann er hlutafélag
eins og Samvinnubankinn og Verzl-
unarbankinn. En^ Búnaðarbankinn,
Landsbankinn, Útvegsbankinn og
Seðlabankínn eru sjálfséignarstofnan
ir. Þess má geta, að lánadeild land-
búnaðarins, er Búnaðarbankinn rek-
ur, hefur algerlega aðskilinn fjárhag
frá öðrum deildum bankans, og fé
til hennar kemur ekki frá iilnistæð-
um, heldur er þess aflað með öðru
móti, meðal annars fær hún ákveðinn
hundraðshluta af verði landbúnaðar-
afurða. Deildin hefur einnig fengið
framlög úr ríkissjóði.
— Eins og kunnugt er, skiptist
deildin í veðdeild og stofnlánadeild,
og þær veita hagstæð lán, allt upp
í 42 ár, til umsækjenda, sem uppfylla
viss skilyrði. Útvegsbankinn rekur
hliðstæða deild til aðstoðár við út-
gerðarmenn.
— Hefur ríkið þá engin bein af-
skipti af fjármálum bankanna?
— Ekki ncma þannig, að alþingi
kýs bankaráðin, sem útnefna banka-
stjóra Landsbankans og Útvegsbank-
ans, Seðlabankans og Búnaðarbank-
ans. Þá á ríkið tvo menn í stjórn
Iðnaðarbankans í réttu hlutfalli við
hlutafjáreign sína í bankanum.
— En hvaða hlutverki gegnir Seðla
bankinn?
— Hann sér um seðlaútgáfu, eins
og nafnið bendir til. Hann skráir
gengið, sér um gjaldeyriseftirlit og
er ríkisstjórn til ráðuneytis um :fna-
hagsmál. Þá innleysir Seðlabankinn
ríkissjóðsávísanir, og það hefur kom-
ið til tals, að hann taki við störfum
ríkisféhirðis. Hann hefur ekki af-
greiðslu fyrir almenning, nema vegna
sparisjóða úti á landi. En hann hef-
ur nokkurt eftirlit með fjármálum
banka almennt. Hann tekur til varð-
veizlu ákveðinn hundraðshluta, 30%
af innstæðum hinna bankanna. Komi
maður og leggi inn hjá mér eina
milljón í sparisjóðsbók, fara um 300
þúsund af því fé beint í Seðlabank-
ann. Með þessum aðgerðui vill Seðla
bankinn reyna að sporna við óhóf-
legri fjárfestingu og draga úr þensl-
unni, sem sögð er undirrót verðbólg-
unnar. Það er þetta, sem kallað er
sparifjárfrysting. Er nú miðað við,
að Seðlabankinn frysti á þennan hátt
20% af öllu sparifé í landinu.
— Og liggja þá hundruð milljóna
króna óhreyfðar allt árið hjá Seðla-
bankanum?
— Nei, töluvert af hinu frysta
sparifé er notað á ýmsan hátt í þágu
atvinnuveganna til þess að kaupa fyr-
ir það svonefnda afurðavíxla. Bænc '.ir
eða sjómenn yrðu að bíða marga
mánuði eftir andvirði vöru sinnar,
ef bankarnir keyptu ekki líka víxla
af vinnslustöðvum og dreifingaraðil-
um, sem fá handbært fé með
þessu móti og geta greitt
framleiðendum innlendar afurð-
ir löngu áður en sala hefur far-
ið fram, hvort sem er innan lands
eða utan. Seðlabankinn tir undir
afurðavíxlakaup hinna bankanna með
því að endurkaupa þá af þeim.
— Þá veit ég, hvað endurkeyptir
afurðavíxlar eru. Það er skemmti-
legra að botna eitthvað í „rðum. sem
maður heyrir svona oft.
— Á hinn bóginn er ekki ætlazt
til, að Seðlabankinn styðji neinar
byggingarframkvæmdir, þar sem það
er álitið auka þensluna. Út af þessu
var þó brugðið, þegar ríkisstjórnin
og verkalýðsfélögin gerðu með sér
júnísamkomulagið fræga, en þá
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
109