Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 11
á ýmsum sviðum. Sá þótti lítill karj í skólanum, sem ekki átti sína stjórn málaskoðun innst með sér, þótt hann flíkaði henni ekki að jafnaði. Þar hefðu þó sumir frægir menn verið börn: Brynleifur Tobíasson, sögu kennari skólans, lét svo um rnæit í tíma við okkur nemendui að frelsishetjan Garibaldi, hefði ver ið mikill og duglegur herforingi, en hann hefði ekki borið meira skyn á stjórnmál en kötturinn bæri skyn á sjöstjörnuna. Nú var undinn bráður bugur að því að tala við pessar ráðvilltu sálir sem í hvorugan flokkinn var skipað og riðu Framsóknarm^nn þar á vað- ið. Oddvitar þeirra voru barnakenn ari og íslenzkukennari við skólann. Þeir bjuggu báðir í heimavistinni og voru harðsnúnir flokksmenn og því sjálfkjörnir foringjar hinna’ ungu Framsóknarkjósenda. Þeir skipu lögðu ráð sitt og fóru herbergi úr herbergi í liðskönnun. Sló þá ;tund- um í snarpar brýnur með þeim og forkólfum íhaldspilta, sem þeir fyrir hittu í þessari húsvitjun. Forystu- piltar íhaldsins voru einkum þrír: Einn var þingmannssonur, ann- ar sonur símstjóra og hinn þriðji sonur stórbónda, m(kill kraftamað- ur. Ég var einn af yngstu nemendun um, sem bjuggu í heimavistinni og því talinn með réttu bera lítið skyn á stjórnmál, enda hafði ég aldrei komið á pólitískan fund. En barna kennarinn lét þau orð falla, að hann þyrfti ekki að ræða um það við mig, að auðvitað kysi ég með þeim, því að flestir sveitapiltar hlytu að kjósa Framsóknarflokkinn vegna upp- runa síns og málefnalegs eðlis. Ég játti því, að þann flokkinn myndi ég kjósa, fannst það siðferðis leg skylda mín að vera þeim megin. Það var flokkur hinna fátæku, sem bjuggu í sveitunum — flokkur, sem vann hægt en markvisst að umbótum í sveitunum. íhaldsflokkurinn var hins vegar flokkur hinna ríkari fyrst og fremst í kaupstöðunum. Hinn sterki sonur stórbóndans tók harðlega á móti íslenzkukennaran- um og barnakennaranum, er þeir fóru um vistir. Hann sagði að Fram- sóknarflokkurinn samanstæði • af ósjálfbjarga aumingjum, sem aldrei gætu lifað hjálparlaust, enda margir kjósendanna þurfalingar og hrepps ómagar. Barnakennarinn greip íram í fyrir pilti og sagðist aldrei hefði getað trúað því, að óspilltur sveita- piltur væri haldinn svo rangsnúnum hugsunarhætti, og íslenzkukennarinn spurði, „hvað ætti þá að gera við þá alla, sem af ýmsum ástæðum gætu ekki séð fyrir sér sjálfir?11 Hann svaraði „Það á að lofa öll- um slíkum aumingjum að drepast." Þá spurði kennarinn: „En hvern- ig á þá að fara með aumingja kýrn- ar? Ekki geta þær séð fyrir sér sjálfar að vetrinum, en eru þó svo ómissandi fyrir þj óðfélagið." Það hnussaði fyrirlitlega . syni stórbóndans: „Þetta er , málefnaleg ur útúrsnúningur og ekki svara verð ur.‘l íslenzkukennarinn glotti við tönn þegar hann gekk út. Hingað til höfðu íhaldspiltar lítið leitað hófanna um kjörfylgi hjá vafagemlingunum og kvenþjóðinni. Bæði var, að þeir höfðu haldið sér sigurinn vísan og svo hitt, að þeir töldu það neðan við virðingu sína, að vinna á þeim atkvæðum, em eng- in skil kunnu á stjórnmálum. En þegar þeir sáu, hve skipuleg kosn- ingasókn Framsóknarmanna var, hófu þeir öfluga gagnsókn á elleftu stundu kvöldið fyrir kosninguna. Fóru þeir mikinn af einu herbergi á annað og tóku þá rækilega til bæna sem blendnir voru i trúnni. Hingað til höfðu námsmeyjar skólans fjórar. sem í heimavistinni bjuggu, verið friðhelgar og ekki sætt pólitískri áleitni. Það voru þær Nanna, Fríður, Bolla og Dassa, og bjuggu saman í herbergi. Þangað sendu nú foringjar íhaldsmanna einn vikapilt únn. Eftir nokkra stund heyrðist mikil háreysti í dyngju kvennanna. Þótti umsjónarmanni vistanna svo úr hófi keyra, að hann hraðaði sér inn að skakka leikinn. Sat þá ein meyjanna ofan á sendimanni. Höfðu þær lent i áflogum við piltinn, bæði i gamni og alvöru, og hlaðið honum svona rækilega. En kvenvega sagðist stúlk an hafa setið á honum, en inspekt- orinn kvað hana hafa setið karl- vega ofan á honum og barið hann með hillu. Svoa var Dassa vinstri- sinnuð, strax á ungum aldri. Annars gengu sjálfir foringjar íhaldspilta mjög fram fyrir skjöldu. Sonur þingmannsins yfirheyrði mig og komst fljótt að því, að ég var næsta fáfróður í pólitískum efnum. Síðan byrjaði hann að fræða mig um málefni íhaldsmanna. Hóf hann mál sitt á stjórnmálasögu íslands og staldraði þar við, þegar íslending ar fengu heimastjórn. Flestir þeir bændur, sem voru bezt bjarg- álna, voru heimastjórnarr "nn, og nú verandi íhaldsflokkur var arftaki heimastjórnarmanna, sagði hann, —„og þó að margir bændur og búaliðar væru ennþá fátækir, kepptu þeir allir að því að verða bjargálna og sjálfstæðir.“ Að standa á eigin fótum væri stefna þeirrí ''halds- manna, og það væri siðferðileg skylda og metnaðarmál allra ungra og uppvaxandi manna og kvenna í borg og byggð að fylkja sér um þann flokk, sem frá öndverðu hefði verið kjarni íslenzkrar menningar og uppeldisstöð hins frjálsa framtaks." „Sjálfur leið þú JJ’fa., ig, er kjörorð okkar íhaldsmanna.“ Þann- ir lauk ræðumaður máli sínu. Ég hlustaði þegjandi á hann og kinkaði kolli, þar sem mér þótti við eiga. Ræðumaður sagði þá, að ég myndi nú orðinn svo sannfærðui um yfirburði og ágæti þeirra íhalds- manna, að ég hlyti að kjósa með þeim. Ég drúpti þegjandi höfði og taldi hinn vísast, að þögn mín væri sama og samþykki. Hann klapp aði bróðurlega á herðar mér að skiln aði. Nú varð gleði í herbúðum íhalds- manna yfir þeirri sálu, sem þeir höfðu frelsað á síðustu stundi og það því fremur, sex ég va’- skjól- stæðingur barnakennarans, sem var frá fyrri árum kennari minn og vel- unnari. Þó var ekki trútt um að sumir íhaldspiltar renndu til mín ógnandi augum og álitu mig enn blendinn í trúnni. Svo rann upp sú mikla stund, að gengið skyldi til kosninga. Það var að kvöldi dags. Allir fóru á bak við tjald í horni einnar skólastofunnar og krossuðu á listann eins og lög mæltu fyrir. Ég var staðráðinn í að bregðast í engu minni heimatrú og kjósa Framsóknarlistann. Nokkrir harðvítugustu flokksmenn beggja aðila voru samankomnir í stofunni, þar á meðal sonur símstjórans, sem var einn af oddvitum íhaldsmanna. Þegar ég skilaði atkvæð5 mínu, renndi hann heiftarlega til mín augum og mælti: „Nú sveikstu okkur, helvítið þitt.“ Ég svaraði engu. Þar sem ég hafði engu lofað, hafði ég ekkert að svíkja. Hins vegar vissi ég að mér myndi ; ekki verða hlíft við hirtingu eftir á, sérstaklega ef íhaldsmenn yrðu ’ í minnihluta. Að kosningum lokn- um voru atkvæðin talin og reyndust atkvæði Framsóknarlistans einu fleira, og töldu íhaldsmenn það vera mitt atkvæði, sem reið þar bagga- t muninn. Þannig lauk þeirri gaman- kosningu, sem kostaði mig seinna hörkuáflog við son símstjórans, og var sá leikur ekki í gamni, heldur í fuilri alvöru. Svo breiddu strákarn- ir út þann kvitt, að barnakennarinn hefði mútað mér tii þess að kjósa með þeim, og gefið mér eitt kandís- pund fyrir atkvæði mitt. Sögðu íhalds piltar, að Framsóknarmenn væru ekki öfundsverði- að vinna kosn- inguna á þessu kandísatkvæði En piltur sá, sem tók að sér að upp- fræða mig, lagði enga fæð mig eftir leiðis, þótt hann hins vegar þættist viss um, að ég hefði kosii á móti sér. Og hann varð til að koma mér til hjálpar og bjargar og hrífa mig úr klóm sonar símstjórans, sem lét kné fylgja kviði í áðurnefndum áf’og um. Framhald á 118. síðu. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 107

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.