Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 19
Haustið 1797 bjuggu á Skálafelli
Páll Árnason og Ari Sigurðsson, sem
fluttist þangað i fardögum. Frá þeim
tima er eftirfarandi frásögn, sem
birtist i "Minnisverðum tíðindum",
sögumaður síra Vigfús Benediktsson
í Borgarhöfn:
”Hvolpur gautst á Skálafelli i
Hornafirði um veturnætur 1797,
hann var langvaxinn, afturmjór, og
skottið eftir því, hárlaus alls staðar,
en álíka og háfur (í sjó) settur smám
þéttum, lágum, snörpum tindum
eða örðum, rauðgulur á lit. Fólk
gat ekki látið hann lifa sökum hans
háa og viðurstyggilega vlfurs.“-----
Við manntal 1801 var Sigmundur
Jónsson, vinnumaður á Felli, en
Guðrún eldri á Kálfafelli hjá systur
sinni og mági, sem höfðu flutzt þang-
að frá Holtaseli um aldamótin Hjá
henni voru börn bennar tvö, Guð
rún óekta og Páll ekta.
Árið 1816 var Guðrún Árnadóttir
orðin húsmóðir á Skálafelli. Og Páll
Sigmundsson vinnumaður hjá hálf-
systur sinni og manni hennar. Arn
grími Arasyni.
Páll Sigmundsson lenti austur i
Nes vinnumaður að Stórulág. Hann
drukknaði 19. nóvember 1825 í svo
kölluðum Þveitarlæk, "hvar hann
viku seinna eftir kapr .nlegustu leit
margra manna varð uppkræktur og
náður.“
Uppskrift gerð í Stórulág um ára-
mót.
Svo leið og beið, og sýslumaður
Skaftfellinga, Magnús Stephensen
fór að vorþingum. Þingaði 3. maí i
Bjarnanesi. Segir svo I þingabók:
”Sama dag var réttur settur að
Bjarnanesi með svörnum vottum tll
að skipta eftirlátnum fjármunum
Páls heitins Sigmundssonar, sem eft
irlét svo sem erfingja: systurbörn
sín, böm bóndans Arngríms Arason-
ar á Skálafelli,
Guðrún 14 vetra.
Kristín 13 —
Steinunn 11 —
Guðrún 10 —
Guðbjörg á 8 ári
Árni 6 ára
hverra barna vegna að mættur er
við skiptin Arngrímur faðir þeirra,
sem tekur við þeirra arfahlut sem
réttur svaramaður,
20 ríkisdölum, 30 skildingum, sem
skiptast milli 5 systra og 1 bróðurs.
Þetta ætti að nægja til sönnunar
því, hvernig Guðrún Arnadóttir, kona
Arngríms Arasonar, vai komin inn
i ættir lands. Það blífur!
Lifðu heill og sæll.
Svo mælir
þinn einlægur.
Sigurjón Jónsson
frá Þorgeirsstöðum.
Við Eskihlíð á allra heilagra messu
anno 1965.
Úr danskri stjórnmáiasögu
Framhald af 105. síðu.
sýnilega á öðru máli, því að í kosn-
ingunum 1898 unnu vinstrimenn og
jafnaðarmenn mjög á, en hægri-
menn náðu einungis seytján þi..g-
sætum og þeir vinstrimenn, sem
gengið höfðu til liðs við þá, þegar
Estrup vék, fengu tuttugu og þrjú
sæti. Og enn kom til sögunnar ný
hægrimannastjórii — hin n'ðas*
Nú höfðu nokkur straumhvörl orft
ið meðal hægrimanna. Þeir töidu orð
ið, að jafnaðarmenn beittu slíkum
harðræðum i verkamannahverfunum,
að fæstum héldist þar annað uppi
en kjósa þá. Hægrimenn, sem hing
að til höfðu ekki talið annað hlýða
en kosningu í heyranda hljóði, gerð
ust nú hliðhollir leynilegum kos
ingum, og var þá auðsótt mál, að
koma þeim á. Það gerðist árið 1901.
Hinn nýi forsætisráðherra hét
Hannibal Sehested, var maður af
tignarættum eins og nafnið bend-
ir til. En hann var sízt færari um
að rétta við álit hægrimanna en þeir,
sem með völdin höfðu farið á undan
honum. Hvarvetna var viðkvæðið
manna á meðal, að valdadagar þeirra
myndu brátt taldir, og nokkrum/
mánuðum eftir valdatöku hans varð
flokkur hans fyrir miklu áfalli i
landsþinginu. Átta hægrimenn
sögðu sig úr flokknum og kölluðu
sig síðan óháða íhaldsmenn. Úr-
slitin í landsþinginu ultu á atkvæði
þeirra og þeir beittu þeim á ýmsa
vegu. Þó skyggði fyrst í álinn í kosn
ingunum árið 1901, því að þá féll
hálft lið hægrimanna á þjóðþinginu
— einir átta stóðu eftir.
Sehested baðst Iausnar upp úr
þessum kosningum. Og nú sá konung
urlnn loks fram á það, að lítils myndi
að vænta af hægrimönnum. Hann
vildi þó ekki fela þingmönnum
vinstrimanna völdin. En hann var
vel kunnugur háskólakennara ein-
um, sem fylgdi vinstrimönnum að
málum, J. H. Deuntzer, og þessum
manni fól hann stjórnarmyndunina
— og leitaði ekki ráða hjá Estrup að
því sinni.
Sennilega hefur konungur snúið
sér tU þessa manns vegna þess,
að þá bar minna á því en ella, að
hann hlaut að beygja sig fyrir þing
meirihlutanum. En Deuntzer sneri
sér undir eins til stjórnmálamann
anna. í þeirri ríkisstjórn, sem nú
var mynduð. u.ðu meðal annarra hin
gamla kempa, Viggó Hörup, og hinn
ungi stríðsmaður Christensen —
og Alberti.
Loks voru hinir gerræðisfullu
hægrimenn, sem reynzt höfðu hafa
níu líf eins og kötturinn, að velli
lagðir. Þorri manna fagnaði. Löngu
síðar minntist danskur sagnfræðing-
ur þessara daga með svofelldum orð
um:
„Þeir, sem voru ungir 24. Júli
1901, munu minnast þess dags sem
hins merkilegasta sigurdags, keim-
líkum júnídeginum 1849, þegar
stjórnlögin voru sett Þjóðin hafði
sjálf tekið við stjórninni. Bóndinn,
sen» barizt hafði fyrir jafnrétti i
hálfa öld, var kominn með ððrum
inn í sali konungshallarinnar Fán
arnir voru dregnir að húni i sveit
og kaupstað, og margur, sem iitils
mátti sín, gat nú nefnt nafn fóstur-
jarðarinnar af hreinni gleði en áð-
ur.“
En sumum leizt ekki á Dlikuna
Og öðru vísi hugsuðu menn 1 Amalíu
borg þessa daga, þótt þeir reyndu að
vona hið bezta. Einn af hirðmönn
um konungs skrifaði i dagbnk sína:
„Við vitum þó, að einn er sá, sem
öllu ræður og öllu stýrir Það er oft
torvelt fyrir okkur, skammsýna
menn, að sjá, nvernig Ur því rætist,
sem er að gerast, og hvað framtíðin
ber i skauti sínu En oft fer þó betur
en á horfí'" ‘ “
Já, það er satt. sagði konungur-
inn, mjög hugsi
Ýmsar sögur kumust á kreik. Með
ai annars gaus upp sá kvittur. að
Christensen væri farinn að læra
frönsku. Sjálfur gekkst hann við því,
að nokkuð vær til i þessu, en þó
var óneitanlega talsvert hallað réttu
máli: Málanámið var hafið árið áður
en hann varð ráðherra, það var
þýzka en ekki franska. m lærð var
og það var dóttirin en ,kki garpur-
inn sjálfur sem tók til við námið.
„Annars kemur þetta allt vel heim
og saman.“ sag: Chr oi i.
Ekki var minna talað um land-
búnaðarráðherrann sjálenzkan
bónda, Óla Hansen að oafni Fina
fólkinu fanst það vægast sagt
hneyksli, a? slikur maður skyldi tek
inn í ráðuneyti Kristjáns ÍX. Hefð-
arkona gekk svo hreint til verks. að
hún spurði forsætisráðherrann, hvort
það væri satt, að kona Hans ns væri
i fjósinu og mjólkaði þar tuttugu
og þrjár kýr
Deuntzer látti þvi „Og innst yður
hún ekki dugleg?” bætti hann við.
Og þai með látum við lokið sög-
unni um sigur frjálslyndra manna í
Danmörku á morgni þessarar aldar,
sem meðai annars leiddi til þess,
að íslendingar fengu beimstjórn.
Við skiljum þar við þessar döns'-.a
aldamótakempur, er bóndinn óli
Hansen sprangar um hallargólfin og
mjólkin flæðir í föturnar undan fim
legum handtökum konunnar hans á
bóndabænum sjálenzka, en látum
undan bera að sinni þann sólskins-
dag árið 1908, er nýi konungurinn,
Friðrik VIII, beimsótti Chri ‘e-
sen og snæddi flesk og lax við borð
hans. En þann dag nefndi kóngur-
inn Christensen brúnr á milli sín
og þjóðarinnar.
T í M 1 N N
SUNNUDAGSBLAÐ
115