Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 16
Góði sýslungi! Þakka ánægjulega kvöldstund á liðnum vetri Þá bar á góma ýmis- legt um systur Jóns Eiríkssonar kon ferenzráðs, þær sem ólu aldur sinn heima á ættarslóðum. Þessar línur verða innlegg í þann orðabelg. I Ævisögu Jóns Eiríkssonar, er gefin út á 100. árstíð hans, segir svo: KRISTÍN, hana eignaðist merkis- bóndi og þjóðhagur smiður í Öræf- um, Þorlákur að nafni, á Hnappa- völíum, Sigurðarsonar, líka þar, Stefánssonar, átt- þa" 2 börn sam- an, pilt og stúlku, sem bæði eru, eins og foreldrarnir, önduð, þó pilt- urinn kæmist af barnsaldri. Kristín var einhver hin bezta yfirsetukona, og í þeim fræðum yfirheyrð af Land fys. sál. B. Pálssyni, naut hún þar- eftir árlega þeirra aí konungi gefnu peninga, sem helzta nærkona í eystri Skaftafeilssýslu.“ Þarna er ekki drepið á, að Þor láki blessuðum varð litið fram hjá konu sinni og hlaut byltu á hjú- skaparhellunni. Ég hef nú fundið, hver var barnsmóðir hans. Hún hét Kristín Ólafsdóttir. Veit, að þú berð kennsl á ætterni hennar, er hún kemur fram i dagsljósið, og væri gaman að fá frá þér bevís þar um. Sá þáttur, er snerti erfðamálin að Þorláki látnum, varð heldur leiðin legur kapítuli. En þó að lögum. Rétt- leysi holubarnanna bitnaði á Guð rúnu litlu Þorláksdóttur. Víkjum aftur að Ævisogu Jóns Eiríkssonar: „Þórdís, hún varð tvígift: fyrri maður hennar var Einar Brynjúlfsson, bróðir Árna bónda á Smyrlabjörgum. Bjuggu þau um hríð á Kálfafellsstað, og áttu 2 börn, Einar sem mun vera sálaður, og Eirík, sem fyrr bjó í Borgarhöfn, en nú á Brunnum við Kálfafell. Síðari maður Þórdísar varð Sigurður Guttormsson, nú andaðrr, og áttu barn saman, svo um sé getið.“ Eiríkur bóndi á Brunnum, sonur Þórdísar,- átti nokkur börn. Ég hef orðið var við afkomendur hans, er vaxið hafa úr grasi í Múlaþingi, vera á hnotskóg í Þjóðskjalasafninu, leit andi eftir sínum skaftfellska upp- runa. Vel mega þeir una, að vera komnir af þeim Skálafellshjónum, Eiríki og Steinunni — ekki sízt, þeg ar saman fer niðjatal frá Sigurði ættfræðingi Magnússyni. í Ævisögu Jóns konferenzráðs er neðanmáls sagt frá söfnunarnáttúru Sigurðar Magnússonar og lýkur frá- sögninni á þennan veg: Margt af þessu hafði Lrichsen sál ugi útvegað honum og virti hann iðule'ga bréfs með eigin hendi, sem sýnir lítillæti hans og vinveitni, þótt lítilmótlegur ætti í hlut, þegar gjöra var um það, sem að fróðleik laut.“ Jón Eiríksson vissi mæta vel, hver hann var, þessi sérkennilegi bóndi á Mýrunum. Svo til á líkum aldri, þremenningsfrændsemi þeirra milli, bernskuslóðir beggja í nágrennd sömu jökla. Það hafa verið stórar stundir, þegar Sigurður tók móti bréfum frá prófessornum I Sóreyju. Vel þegin, bréfin þau. En þau entust eigi mót- takandanum til þess, að samtíðar menn hans færu að líta upp til hans. Þar sem hann var, þótti ”lítilmót legur eiga í hlut“. Hvernig átti ann- að að vera? Örfátækur kotkarl, sem hljóp frá heyhirðingum á stopulum góðviðrisdögum — smeygði sér inn í kofana í Krákshúsum í Holtum til þess að pára á pappír ættfræðileg drög. Hvað heldurðu, að þínir agætu sveitungar mundu mælt hafa, ef þú hefðir hagað þér þannig við fræði mennskuna? Víst mundi varla ýkja- mikill meiningarmunur í dægurdóm um. þó að mikil vötn renni að ósi um tveggja alda skeið og melgresið heyi linnulausa baráttu við sandkóf ið. 112 T f M I N N — SUNNUDAGSBt,AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.