Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 20
ÞRIÐJI HLUTI
★
Gréta sat heima í kjallaranum við Malarasund-
ið og stagaði leppana krakkanna við skinið frá litl-
um, hjálmlausum olíulampanum, sem varpaði átak-
anlegri eymdarglætu um fúla og fátæklega vistar-
veru hennar. Börnin voru fyrir löngu sofnuð. Óhugn
anleg þögn, sem ekkert rauf nema dumb og syfju-
leg slög gömlu kirkjuklukkunnar, þrengdi sér inn
til hennar utan úr dauðahljóðum bænum og lukt-
ist um hana.
Gréta var því vön, að Holleufer væri heima, jafnt
á nótt sem degi, og nú setti að henni beyg í ein-
verunni. Öll úlfúð í garð eiginmannsins var rokin
út í veður og vind, og hún óskaði þess eins, að
hann kæmi heim til hennar. Hún leit á vekjara-
klukkuna, sem hékk á veggnum. Það var liðið að mið
nætti. Henni var hrollkalt og hún var syfjuð, en
einhvern veginn hafði hún ekki dug í ser tii þess
að hátta. Og sem augnalokin sigu og ólöguleg hrúk
an á stólnum kýttist meira og meira saman, leitaði
hugurinn tii liðinna hamingjudaga, þegar stjórnmál
voru ekki til í heiminum, og þau Holleufer bjuggu
í sátt og samlyndi í kjallaranum sínum og létu sig
einu gilda, hvað gerðist utan hans.
Allt í einu hrökk hún upp við söng og háreysti
Fjöldi manns var á leið inn sundið. Hún fleygði frá
sér fataleppunum, spratt á fætur og neri hendurn-
ar í örvæntingu. Hún kannaðist svo sem við þennan
djöfulgang: Þeir voru að koma með hann.
Að lítilli stundu liðinni var manngrúinn kominn
að húsinu, og Gréta greindi drafandi rödd Holl-
eufers í gegnum húrrahrópin og sönginn:
— Ég þakka, vinir mínir, — ég flyt yður mínar
beztu þakkir. Þetta hefur verið mikill dagur. Upp
með föðurlandið! Upp með fánann okkar! Niður
með sósíalistana og rauðu duluna þeirra!
— Húrra, húrr-a-a-a! Lengi lifi Holleufer!
Og síðan glymjandi lófaklapp og ógurleg vein.
Gréta hneig niður á stólinn og fór að brynna mús
jjÚR RITUM GÖMLU 1
| SNILLINGANNA j
| Hinrik Pontoppidan f
um, yfirkomin af örvilnun og skömni. Loks þagnaði
hyskið úti fyrir. Hún heyrði fyrirgang í kjallaia-
göngunum, og Holleufer skjögraði inn. Grái pípu-
hatturinn klúkti samankuplaður aftan á hnakkanum,
hálslínið flakti frá honum, buxnaklaufin gapti, og
það var engu líkara en starandi augun hefðu verið
brydd rauðum silkiböndum.
Við þessa sýn blossaði gremja hennar upp á ný.
— Nú, þarna ertu! hrópaði hún með heift í aug-
um. Og þú, sem lofaðir að koma heim eins og al-
mennilegur maður, veltur hér inn blindfullur . ..
En það stóð ekki á svari þetta kvöldið.
— Þegiðu kona! hrópaði þann og leitaði bakinu
stuðnings við dyrastafinn. Ég krefst fullrar virðing
ar, skal ég segja þér. Heldurðu kannski, að það séu
slordónar og slæpingjar, sem eru þarna úti? Gættu
alls velsæmis, kona . . . Ég hef drukkið kampavín
með amtmanninum, ef þú kærir þig um að vita það,
og þeir húrruðu allir og báru mig á gullstóli — all
ir þeir fínu í bænum . . . Heyrirðu kannski núna’
Þeir eru að kalla á mig . . . þeir vilja heyra mig
tala máli vorrar frúar — vorrar dönsku móður!
Hann gerði sig líklegan til þess að haltra fram
göngin. En Grétu tókst með mestu erfiðismunum
að aftra því, og loks gat hún sannfært hann um,
að allir væru farnir burt úr sundinu. Síðan tíndi
hún af honum spjarirnar, án þess að gefa gaum
að geipi hans og raupi, og studdi hann í rúmið.
★
Hann var ekki sem allra bezt á sig kominn, er
hann skreiddist fram úr morguninn eftir og stultr-
aði að þrífætlingi sínum. Það var yfirleitt ekki, sem
allra skemmtilegast andrúmsloftið í kjallaraboru skó
smiðsins þennan morgun. Holleufer varð þess fljótt
áskynja, að napran gúlp lagði til hans úr eldhús-
skotinu, þar sem Gréta stóð með gallgræn augu
og hvæsti eins og villiköttur, ef honum varð slangr-
að í námunda við hana. Því að nú var klukkan orðin
hér um bil tíu. Og alla nóttina hafði hann bylt
sér í fletinu og þusað upp úr svefninum — spjallað
við amtmanninn, hrópað á kampavín og sett á lang-
ar tölur.
Nú húkti hann fjári niðurlútur á stólnum sínum:
Nefið blýgrátt, tungan þurr og hörð eins og þjöl
og engu líkara en bönd væru reyrð um höfuðið á
honum. Allt var sem i þoku fyrir augum hans, og
í þessari þoku birtust honum flöktandi sýnir, sem
ruddust hver um aðra: Atburðir liðins völds
í óskiljanlegri bendu. Hann gat með engu móti átt
að sig á því, hvort þessar sýnir voru draumur eða
veruleiki. Hann hafði sem sé orðið fyrir því áður,
116
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ