Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 21
að fjörugt ímyndunaraflið hlypi með hann í gönur. Og þó: Því betur sem hann velti þessu fyrir sér, þeim mun ólíklegra fannst honum, að þetta gæti allt verið hugarburður. Og hvers vegna Þurfti það líka endilega að vera hugarburður? Hafði hann ekki alltaf fundið það sjálfur, að náttúran ætlaðist til þess, að hann sýslaði við eitthvað veglegra en skítuga skó? Smám saman sannfærðist hann um, að hann hefði að minnsta kosti haldið ræðu, sem vakti gífurlegan fögnuð — því varð ekki á móti borið. Hann mundi greinilega, hvernig hann klofaði upp á pallinn: Sam komustjórinn barði bjöllu sína, þar til kyrrð komst á og slátrarinn, Stóri-Magnús, sem stóð með skakkan túlann beint fyrir framan ræðustólinn, hrópaði í lok in: Upp með Holleufer. Og þá veifuðu allir hött um sínum. Þessi upprifjun var honum sönn unun og bal- sam. En brátt skaut líka upp nagandi grun — þeim skelfilega grun, að hann kynni að hafa gloprað sigri sínum í ræðustólnum út úr höndunum á sér með háttalagi sínu síðar um daginn — Þessu, sem hann gat hreint ekki kömið fyrir sig. Þyngslin í skrokkn- um á honum og djöfulgangurinn í hausnum á hon- um sögðu honum — um það varð ekki villzt — að sá hinn gamli Adam, sem í oss býr, hafði leikið á hann rétt einu sinni, og það vissi hann af gamalli reynslu, hve miskunnarlaust sá þræll átti til að beita húsbóndavaldi sínu. Eigi að síður gat hann huggað sig við það, að nú hafði að minnsta kosti runnið upp fyrir fólki, hvílíkur ræðusnillingur hann var. Með því var stigið fyrsta skrefið á frægðar- brautinni, og hann hét því með sjálfum sér að sæta fljótlega lagi að komast í ræðustól á ný. Hann brosti drýgindalega, samt ekki með öllu laus við hik og kvíða, og skotraði augunum til konu sinnar, sem stóð við rúmið og var að hafa fata- skipti, áður en hún færi niður í bæinn til þess að kaupa í hádegismatinn. E-he, hugsaði hann — þarna var Túlla greyið og hafði ekki hugboð um, hvað til tíðinda hafði borið. Hún hélt auðvitað, konukindin, að það væri ekki annað en auvirðilegur skómakari, sem sat hér á þrífættum stólnum. Og var fjúkandi reið! En ég segi ekki stakt orð, hugsaði hann. Þó að hún helli yfir mig skömmum og svívirðingum — samt steinþegi ég. En henni verður undanlega við, þegar hún kemur ofan á götuna: Hún botnar ekkert í því, hvers vegna allir snúa sér við og horfa á eftir henni. Og þegar hún kemur inn í búðina hans Mad- sens grænmetissala, hleypur búðarstrákurinn tií og hneigir sig fyrir henni og snýst í kringum hana eins og skopparakringla, rétt eins og hún' væri ein af stássrófunum, og vill óður og uppvægur skrifa Ii.iá henni allt, sem hún þarf að fá. Og Madsen opnar sjálfur dyrnar, þegar hún fer, og segir sem svo: — Viljið þér gera svo vel að skila kveðju minni til mannsins yðar? Þér hafið dottið 1 lukkupottinn að giftast öðrum eins ræðuskörungi! Það færðist breitt bros um andlit Holleufers skó smiðs, er hann gerði sér í hugarlund svipinn, sem kæmi á Grétu við þetta ávarp. Og hann hlakkaði eins og barn til þess, er Gréta kæmi aftur, fleygði sér grátandi í fangið á honum og bæði hann að fyrirgefa allar misvirðingar sinar. Aftur á r*óti gætti ekki tiltakanlegrar hýru í svipnum, þegar honum varð litið á skóna, sem biðu þess, að hann tæki til starfa — hrúgu af skít- ugum inniskóm og sólalausum rosabullum. Honum fannst það ankannalega hlægilegt, að hann, Holleuf- er, sem tendraði í gær bál í brjóstum þúsundanna með funandi mælsku sinni, skyldi húka hér á þrí- fættum stólgarmi í dimmum kjallara og bæta gömul skóræksni. En hann efaðist ekki um, að allt ætti sér skynsamlegan tilgang. En aldrei hafði hann samt getað glöggvað sig á því, hvað forsjónin sá sér í því, að setja hann einmitt í þetta starf. En hvað um það — þess gat nú ekki verið langt að bíða, að hann kveddi þessa kjallaraboru með kærri þökk fyrir kynninguna. Og það gat hann gert án þess að klökkna. Samt var ekkert líklegra, en honurn yrði seinna meir hugsað hlýlega til þeirra ára, sem hann hafði eytt hér. Því að hann varð að gjalda var- huga við dreissinu og hofmóðnum. Enginn skyldi verða Þess var, að hann miklaðist af upphefð sinni. í auðmýkt skyldi hann meðtaka náðargjafir himna- kóngsins og aldrei trassa að þakka honum hand- leiðsluna eins og verðugt var. Líklega hafði hann setið svona í um það bil hálfa klukkustund, klesst bót á skælda skóna af Hans grafara líkt og í draumi og látið berast á vængjum ímyndunaraflsins inn á glitfagurt framtíðarlandið, þar sem hann sá sjálfan sig í hópi fremstu manna bæjarins — já, jafnvel bæjarstjórnarforseta í flauels vesti og með gullspangagleraugu. En allt í einu hnykkti hann upp höfðinu, því að hann heyrði ein hvern koma niður kjallarastigann: Hann heyrði það á marrinu, að þessi maður var á fínum stígvéla- skóm. í næstu andrá var drepið á dyrnar hanzka- klæddri hendi. Þegar dyrnar opnuðust, birtist i gættinni lág- vaxinn maður með gleraugu — Enevoldsen mála- flutningsmaður. Hann stóð þar kyrr um stund og hélt hurðinni opinni, svo að versti daunninn ryki út, og lét eins og hann væri að rýna eftir fólki í kjall- aranum, nærsýnn maðurinn. Loks tók hann ofan silkihattinn og steig inn á gólfið. — Látið mig ekki trufla yður, sagði hann, þegar hann sá, hvílíku uppnámi koma hans olli: Holleufer var sprottinn upp af stólnum, og Gréta, sem enn stóð á nærpilsinu, þaut hrínandi bak við hengið, er dregið var fyrir rúmið. — Ég bið afsökunar, hélt hann áfram og lét sér hvergi fatast. Ég kem einungis til þess að þakka yður frammistöðuna í gær, herra skósmíðameistari. Ég held, að ég segi ekki annað en það, sem góðum mönnum býr 1 brjósti, þegar ég læt í ljós gleði mína yfir þeirri ánægju, sem þessi óvænta ræða yðar vakti meðal allra löghlýðinna borgara. Og í framhaldi af því, langar mig til að fara þess á leit, að ég mætti tala við yður fáein orð í trúnaði — ég veit, að þér verðið svo elskulegur að fórna mér nokkrum mínútum af dýrmætum tíma yðar. Holleufer rauk til í fáti og barði rykið af eiinrni stólnum með skinnsvuntu sinni, og Gréta teygði fram álkuna bak við hengið og vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. Enevoldsen málaflutningsmaður tyllti sér fremst á stólsetuna. — Erindi mitt við yður, herra Holleufer, sagði hann og ýtti gleraugunum betur upp á nefið með glenntum fingrum hægri handar, kemur yður ef til T í Ri 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 117

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.