Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 8
< ........................................................................................................................................................
Póstspjald, sem vinstrimenn létu prenta. Maðurinn í gluqganum er Viggó Hörup,
og gluggarammarnir eiga að minna Dani á, að hann hefur verið dæmdur I
þriggja mánaða fangelslsvist fyrir stjórnmálaafskipti sín. Svona spjald sendi hann
vlnum sínum, þegar hann var látinn laus.
að leita samkomulags. Berg tók það
ekki í mál. Hann hafði fyrr á árum
verið hvarflandi á köflum, og orsök-
in var sú, að hann bjóst við að verða
kvaddur í ríkisstjórnina þá og þegar.
Nú var hann orðinn ósveigjanlegur.
En það hafði annað gerzt, sem ekki
boðaði gott. Hann gerðist tortrygg-
inn mjög í garð félaga sinna og
grunaði þá um alls konar svikráð
og bakferli.
Til orða kom, að þjóðþingið stefndi
ríkisstjórninni fyrir landsdóm. En
sú leið var ekki fær. Hægrimenn af
landsþinginu skipuðu þennan dóm-
stól að hálfu leyti, en hinn helming-
urinn var hæstaréttardómarar, sem
flestir voru hallir undir ríkisstjórn-
ina. Úrslit þar hefðu því verið ráðin
fyrirfram.
Nýjar kosningar fóru fram í jan-
úarmánuði 1887. Þá kom bezt í ljós,
hve menn voru teknir að þreytast.
Hægrimenn unnu á, juku kjörfylgi
sitt til mikilla muna og hrepptu
tuttugu og sjö þingsæti. Samt var
það nokkur huggun, að stjórnarand-
stæðingar juku kjörfylgi sitt einnig.
Eftir kosningarnar var tekið að leita
hófana um samkomulag við Estrup.
Hörup og Hleiðrugreifinn riðu á vað-
ið, og Berg var ekki látinn vita, hvað
var á seyði. Um skeið horfði svo, að
saman myndi draga, en að lokum
rann þó allt út í sandinn. En Berg
hafði komizt á snoðir um það, hvað
fram fór, og tók það svo óstinnt
upp, að hann sagði af sér forseta-
starfi í þjóðþinginu og formennsku
í flokki sínum. Það voru bitur orð,
sem féllu, þegar hann sagði af sér
á flokkstjórnarfundi: „Þá hef ég að-
eins Koldingkjördæmi eftir það
getið þið ekki, herrar mínir, tekið
af mér.“
Hægrimenn fögnuðu ákaft, er enn
einu sinni hafði komið upp slík sund-
urþykkja í liði vinstrimanna. Þó áttu
þeir sjálfir við vandamál að stríða.
Það var sem sé farið að búa til
smjörlíki í Danmörku, og Hörup
var jafnan geiglaus: Hann krafðist
þess, að smjörlíkið yrði bannað.
„Hreint land,“ var krafa hans. Góss-
eigendunum þótti þetta álitlegt
stefnumál, en það var ekki jafnvel
séð í verkamannafélögum hægri-
manna í bæjunum. Þar var ekki sízt
háski á ferðum af þessum sökum,
að sósíalistar beittu sér ákaft smjör-
líkinu til framdráttar og söfnuðu
undirskriftum sjötíu þúsund manna
í Kaupmannahöfn. Hér var loks kom-
ið mál, þar sem hægrimenn gátu
ekki átt samleið.
Þetta gaf byr undir vængi um
samningaumleitanir vinstrimanna og
hægrimanna, og laugardaginn fyrir
páska árið 1888 var svo langt komið,
að ríkisstjómin bauðst til þess að
nema öll bráðabirgðalög úr gildi
og sætta sig við þau fjárlög, sem
samþykkt yrðu í báðum þingdeildum,
ef þenni væru í staðinn veittar átta
milljónir króna til hermála í eitt
skipti fyrir öll. Það var svimandi
fjárhæð í þá daga. Endalokin urðu
samt þau, að vinstrimenn gengu ekki
að þessu. Uppskera Hörups af þess-
um tilraunum varð sú ein, að trú
manna á hann tók að dofna. Estrup
hófst aftur á móti handa um bygg-
ingu virkja þeirra, sem lengi hafði
verið bitizt um. Það var dýrt íyrir-
tæki, því að landvirkin kostuðu ríf-
lega nítján milljónir króna áður en
lauk, en sjóvirkin, seytján milljónir.
Þessi ár var helmingi allra ríkisút-
gjalda varið til hermála. Og óþarft
er að taka fram, að aldrei urðu þessi
virki til neinna nota.
XIV.
Enn liðu árin togstreitu og stimp-
ingar, og ekki var allt með friði
innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Ár-
ið 1891 var Jakobi Scaveníusi vikið
úr ráðherrastóli. Heimatrúboðsfólk
hafði séð hann fara að næturlagi í
illa þokkað hús í Kaupmannahöfn,
og það stoðaði lítið, þótt hann höfð-
aði mál á hendur óvinum sxnum og
ynni það. Hann hlaut samt að víkja.
Fyrir sömu sakir og með sama hætti
hafði annar ráðherra, kirkjumálaráð-
herrann Fischer, orðið að draga sig
í hlé fjónim árum áður. Þegar Jakob
Scaveníus kvaddi frænda sinn, Estrup,
mælti hann:
„í þetta skipti er það ég, sem tek
hatt minn og kveð — næst kemur
röðin að þér.“
En það bar fleira til tíðinda þessi
misseri. Kristinn Berg varð bráð-
kvaddur, og Hörup féll í kosningum
árið 1892, er hægrimenn og sá hluti
vinstrimanna, sem fylkti sér um Boj-
sen, sameinuðust gegn honum um
frambjóðanda, sem síðar varð kunn-
ur maður, P. A. Alberti, er um nokk-
urt skeið var einn helzti stjórnmála-
maður Dana. Hann var lögfræðingur
að menntun, og hafði ungur átt hlut-
deild í byggingarbraski, sem þótti
sýna, að hann vildi sitthvað til yinna
að hreppa gróða. Stjórnmála-
ferli hans lauk líka með þeim hætti,
að hann lammaði sig í lögreglustöð-
ina í Kaupmannahöfn og játaði á
sig stórkostlega sjóðþurrð. Þegar
hann losnaði úr fangelsi löngu síðar
vakti hann athygli á sér með því að
krefja reikningsskila vegna tuttugu
og fimm aura eð einhverrar við-
líka fúlgu, sem hann kvað réttvísina
hafa haft af sér, þegar sjóðþurrðin
var gerð upp. Og við nýja athugun
kom í ljós, að hann hafði rétt fyrir
sér.
Nú voru vinstrimenn illa staddir
með foringja: Berg látinn og Hörup
fallinn í kjördæmi sínu. Eðvard
Brandes var mest til forsvars, en
naut ekki mikils trausts hjá bændum
í sumum landshlutum. Sá, sem til
forystu var borinn, var enn lítt þekkt
ur. Það var kennarinn J. C. Christ-
ensen úr flokksbroti Bergs.
104
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ