Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Qupperneq 10

Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Qupperneq 10
ust til þess flokks, enn fremur þeir, sem vildu, að hertoginn aí Orléans tæki völd, en hann var af hliðar- grein af Bourbonætt. Loks voru Bóna partistar, sem dreymdi um endur- reisn keisaradæmisins. Mikil og almenn óánægja var með stjórn Karls tíunda, og leiddi það til hinnar svokölluðu júlí- byltingar árið 1830. Lítil samheldni var meðal uppreisnarmanna, og grund vallarbreytingar urðu ekki á stjórn arfari, nema hvað hertoginn af Or- léans var nú tekinn til konungs og nefndist nú Loðvík Filippus og lokið var tangarhaldi aðalsins á stjórn landsins, sem mjög hafði gætt á veldisdögum Bourbona. Dómur Parísar, tréskurðarmynd í enska blaðinu Punch. Taiknar. II. Bónapartistar komu lítt eða tkki við sögu í átökunum í Frakklandi ár- ið 1830. En nú var Loðvík Napóleon kominn til fullorðinsára, og hann lét það ekki liggja í láginni, að hann ætlaði sér að verða Frakkadrott- inn. Ugglaust hefur Hortense, sem Loðvík Napóleon unni mjög, ýtt undir þessa hugmynd hjá syni sínum. En flestir munu hafa álitið þetta tal piltsins markleysuhjal eitt, enda stóð hann ekki einu sinni næst- ur til ríkis, ef um endurreisn veldis Bónaparta yrði að ræða. Bræður keis ara sýndu að vísu engan lit á slíku, en Napóleon hafði átt einn son með síð- ari konu sinni, Maríu Lovísu, Napó- leon anna, fyrrum konung af Róm, og nú hertoga í Reichstadt. Og næst- ur honum gekk eldri bróðir Loðvíks Napóleons, Napóleon Loðvík. En þeim tvímenningunum varð ekki langra lífdaga auðið. Napóleon Loðvík var nú frjáls ferða sinna, og fundum þeirra bræðra bar saman að þar Napóleon Bonaparte. Þessi tvöfalda mynd er hluti af málverki, sem sýnir Napoleon fylgjast með leiksýningu árið 1812, er veldi hans stóð sem hæst. — Fáir einstaklingar hafa markað dýpri spor í söguna en Napóleon mikli. Um hann hafa verið settar fram alls konar kenningar, og má í því sambandi nefna þessar: að hann hafi komið frá annarri stjörnu til jarðarinnar, sem ekki var verðug slíks manns, að hann hafi í rauninni verið kona, að hann hafi aldrei verið til. Napóleon mikli hefur ásamt borgara- styrjöldinni bandarisku verið vin- sælasta viðfangsefni sagnritara, sem um getur. Þegar fyrir sextíu árum höfðu hundrað þúsund bækur verið ritaðar um Napóleon. hægri, og þeir náðu völdum í land- inu árið 1824, er Loðvík átjándi, sem stuðzt hafði við hinn borgaralega flokk konungssinna, lézt, og við tók Karl tíundi, bróðir hans. Óháðir voru af ý inn færir goðsögn í búning samtimans. Sú er sagan, að París Trjóuprins átti að útkljá deilu gyðjanna Héru, Aþenu og Afródstu um það, hver væri fegurst, með því að rétta þeirri epli, er hann taldi glæstasta. Hér er þaö Maríanna, ímynd Frakklands sem eplið hefur í höndum, og frammi fyrir henni standa þeir Loðvfk Napó- leon, Cavaignac og Lamartine. Hortense de Beauharnais (1783—1837) Faðir Hortense, Alexander, var fransk ur hershöfðingi, sem þátt tók í frels- isstríði Bandaríkjamanna og i styr- jöldum Frakka á byltingartímanum. Hann var hálshöggvinn á dögum ógn- artímanum. Hann var hálshöggvinn á dögum ógnarstjórnarinnar svokölluðu, árið 1794, þegar Robespierre ••éð lög um og lofum í Frakklandi. Árið 1796 giftist móðir Hortense, Jósefína, öðru sinni, og eiginmaður hennar var eng- inn annar en Napóleon Bonaparte. Napóleon sjálfur krýndi Jósefínu til drottningar árið 1804, en fékk skilnað við hana fimm árum síðar á þeim for- sendum, að hún væri óbyrja. Hortense var árið 1802 gift Loðvík, bróður stjúpföður síns, og var drottning í Hollandi árin 1806—10, en að því búnu kom til skilnaðar með þeim hjónum. voru miklar viðsjár með mönnum. Austuríkismenn réðu fyrir Fen- eyjum og Langbarðalandi og höfðu mikil ítök í öðrum ítölskum ríkj- um. Þjóðernisstefna hafði fengið byr undir báða vængi í Napóleons- styrjöldunum, og marga dreymdi um sameiningu Ítalíu. Til uppreisnar kom í Romagna í Kirkjuríkinu, og voru þeir þar fremstir í flokki, sem vildu Ítalíu frjálsa og sameinaða. Þeir Loðvíkssynir Bonaparte tóku þátt í þessari uppreisn, sem fljótlega var barin niður. En þarna öðlaðist Loð vík Napóleon dýrmæta reynslu í leynimakki og ráðabruggi auk þess sem hann kom síðar mjög við sögu í frelsisbaráttu ítala. Bróðir hans og öfugnafni kvefaðist mjög illa og fékk síðan mislinga og dó. Ef lil vill var það fyrst og fremst hið óholla loftslag á Ítalíu, sem varð honum að fjörtjóni líkt og ýmsum þýzkum keisurum á miðöldum. Loð- vík Napóleon komst nauðulega und- an til móður sinnar og var nú orðinn einbirni. Sama ár lézt Napóleon ann- 802 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.