Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Side 18
algerlega einstakt. Með öðrum orð
um: Sérhveert augnablik er „nýtt
augnablik, ólíkt öllum öðrum augna-
blikum. — Þetta er í samræmi Við
kenningu allra dulspekinga (mystik-
era), því að það, sem meðal annars
einkennir reynslu þeirra, er einmitt
það, sem nefna mætti nýsköpun hvers
augnabliks. — Fyrir þeim verður
því lifið alltaf nýtt, og þeir eru þvi
alltaf nýir menn á hverju augnabliki.
Lífið heldur áfram, segir Bergson.
Það er eins og straumur. Raunveru-
legur vöxtur er þróun, en ekki endur
tekning. Og sérhver reynsla í fortíð
inni er algerlega sérstæð, og kem-
ur aldrei aftur í sömu mynd. —
Lífið getur aldrei snúið við. Klukka
þess verður aldrei færð aftur á bak.
Bergson virðist halda fram algeru
viljafrelsi mannsins. ■ Hann er hér
það, sem á erlendu máli er nefnt
„indeterministi.“ — Maðurinn er að
hans dómi ekki leiksoppur blindra
ytri afla, lífið er ekki orrustuvöllur,
þar sem þeir, sem lífshæfastir eru,
halda velli („the survival of the fitt
est,“ er Darvin nefndi svo). Straum-
ur þess ber manninn áfram og upp
á við á vegi þróunarinnar og þessi
straumur er ekki utan mannsins —
heldur í honum. Lífið er eins og sjálf
kvæmur innblástur listamanns. Á
hverju augnabliki er það reiðubúið
til að springa út, eins og blóm, og
verða að einhverju nýju, sem var
ófyrirsjáanlegt. Það streymir frain úr
uppsprettu dásamlegs, ótakmark-
aðs veruleika. „Hjarta guðdómsins,"
segir Henri Bergson, er falið í vaxtar
úrkostum mannsandans. Hin skapandi
þróun er GUÐ. Guð er lifið, og lífið
stefnir áfram og upp á við. — Dýr-
ið er áframhald jurtarinnar, mað-
urinn dýrsins, og mannkynið allt í
rúmi og tíma er einn stórfelldur
herskari, sem þreytir göngu sína
við hlið vora, á undan og eftir, undir
áhrifum yfirþyrmandi áskorunar, sem
gerir honum fært að brjóta niður alla
mótstöðu og ryðja sérhveri hindr-
un úr vegi.“ — Jafnvel dauðinn er
sigraður. — Lífið heldur áfram eftir
líkamsdauðann og stenzt allar breyt-
ingar og tilhneigingu efnisins til að
eyða sjálfu sér. — Enginn stundar
ósigur fær stöðvað Iífið: Ekkert get-
ur stöðvað það. — Þessi ósigrandi
lífshvöt, þessi „neisti lífsins“ („Elan
Vital“) er hið innra með oss öllum.
Þessi orka, sem eins og af sjálfri sér
sameinast hinum lægstu lífsform-
um, aðlagar sig þeim, en nær að lok-
um tökum á þeim, losnar úr læðingi
þeirra 1 manninum og nær hámarki
sínu í hinu skapandi sjálfi.—
Þetta skapandis jálf er alheimssjálf
ið, þessi orka, sem knýr listnmann-
inn til að framleiða listaverk, sem er
stærra en hann sjálfur sem ein-
staklingur og verður, sameiginleg
elgn manna. Þessi sköpunarhvöt býr
þó ekki aðeins i listamanninum,held
ur í öss öllum. Hún er á bak við
hverja göfuga hugsun, unaðinn í
kossum elskendanna, í gleði móður-
innar yfir því, að hafa fætt barn sitt,
í blessun þeirri, sem ævinlega fylgir
því að drýgja einhverja dáð, og í
von og trú allra þeirra, er láta sig
dreyma um framhald lífsins. —
Af öllu því, sem hér hefur verið
sagt, má ljóst vera, að Henri Berg-
son var bjartsýnismaður hinn mesti.
Það er dálítið erfitt að gera allar
kenningar hans vel skiljanlegar, með
al annars vegna þess, að þær eru marg
ar á mörkum hugsunar og innsæis,
enda áminnti hann áheyrendur sína
um að reyna að skilja nokkurn hluta
kenninga sinna með aðstoð hugsunar
innar, en hinn hlutann með hjart-
anu.
Eftir að Frakkland féll í hendur
Þjóðverjum, 1940, smitaðist auðvitað
hið andlega líf þess af hinu ógeðs-
lega, þýzka Gyðingahatri, og öllum pró
fessorunum, sem voru Gyðingar, var
sagt upp starfi. Bergson var þá 81
árs og var honum boðið að halda
embætti sínu. En hann hafnaði boð-
inu. Hann vildi ekki verða neinnar
náðar aðnjótandi af hálfu nazistanna,
sem í hans augum voru villimenn.
Hann kaus hið sameiginlega hlutskipti
þjóðbræðra sinna. — Hann sagði af
sér prófessorsembættinu við Collége
de France. Hann mun hafa dáið 1941.
Eins og fram kemur í því, sem sagt
hefur verið um Bergson, trúði hann
á framhald lífsins eftir líkamsdauð-
ann. Neisti lífsins, sem í hverjum
manni býr, er eilífur og ekkert getur
á honum unnið. En Bergson taldi sig
líka hafa fengið sannanir fyrir því,
að maðurinn lifði líkamsdauðann, á
vegum spíritismans. Það kom fyrir,
að lík víxluðust þannig, að lík, sem
átti að fara í kistu, sem vér getum
kallað A, fór í kistu B, en hitt lik-
ið, sem átti að fara í kistu B, fór í
kistu A. Um þennan misgáning vissi
enginn. — En hinir framliðnu gerðu
vart við sig á miðilsfundi og vildu
fá þetta leiðrétt. Málið var rannsak-
að, og kom þá í ljós, að þessi mis-
gáningur hafði átt sér stað. Ekki gat
þarna verið um hugsanaflutning að
ræða frá neinum lifandi manni, því
að enginn hafði hugmynd um þetta.
Ef þetta hefði ekki verið leiðrétt að
handan, hefðu í þessum tveimur kist-
um hvílt líkamsleifar manna undir
röngum nöfnum.
Eins og ég vona, að fram hafi kom
ið i þessu erindi, lagði Henry Berg-
soi. mikla áherzlu á innsæið, svo mikla
að með nokkrum rétti mætti kenna
heimspeki hans við það og kalla hana
„heimspeki innsæisins." En hvað er
þá „innsæi“? Þetta var erfið spurn-
ing, sem má svara á ýmsa vegu. „lnn-
sæið er, ef það er réttilega notað,
réttmætur og göfugur eiginleiki vit-
undarinnar, það er vissulega eina leið
in til að finna hjarta hlutanna." Með
hjarta hlutanna á Bergson auðvitað
við hið innsta eðli þeirra og gildi,
og greinilegt er, að hann telur inn-
sæið fremur til tilfinninga, en hugs-
unar, og er það í samræmi við kenn-
ingar guðspekinnar um þetta efni.
Vitur guðspekisinni einn íslenzkur
kallaði innsæið „sannleiksþekk-
ingu“. Átti hann þar við beina, milli-
liðalausa þekkingu á sannleikanum,
innra samband við hann, lifun („op-
levelse" á dönsku). Þegar talað er
um það, að innsæið tilheyri ríki til-
finninganna, ber þess vel að gæta, að
þar er átt við ræktaðar tilfinningar,
göfugar, hreinar, ■ lausar við allt
gróm síngirni og sjálfselsku, enda
hafa sumir rithöfundar meðal guð-
spekisinna talað um innsæið sem til
finningu í æðra veldi („sublimated
feeling“). Það er bam einingarheims,
þss tilverusviðs, þar sem allt
form er i raun og veru hætt að vera
til, eða lífið hefur að minnsta kosti
alger yfirráð yfir því. Vér gætum því
sagt, að innsæið væri rödd lífsins —
eðu rödd þagnarinnar, en það er eitt
og hið sama. Bergson kallaði það líka
hið skapandi vit, og það er vissulega
réttnefni. Það á þátt í allri andagift,
öllum innblástri, öllum raunveruíeg-
um skáldskap. Það, sem gerir gæfu-
muninn, þegar um hið síðastnefnda
er að ræða, skáldskapinn, er ein-
mitt það, hvort innsæi nokkurt hef
ur verið þar að verki og framleitt lif-
andi listaverk, eða ófrjó og lágfleyg
hugsun. Frá innsæinu fær skáld-
skapurinn „neistann" hvort sem um
er að ræða ljóð eða sögu, eða aðeins
ritgerð um eitthvert ákveðið efni. Ég
stilli mig ekki um í þessum sam-
bandi að segja sögu af enska skáld-
ínu Byron, þegar hann var ungling-
ur í skóla. — Skólastjórinn hafði
fengið nemendum sínum i hendur
verkefni, sem þeir áttu að skrifa um.
Verkefnið var brúðkaupið í Kana.
Þeim, sem skrifaði beztu ritgerð-
ina, var heitið verðlaunum. Mig minn
ir, að tíminn, sem hinir ungu nem-
endur fengu til að Ijúka verkinu,
hafi verið 2 klukkustundir. Það var
setið yfir þeim, meðan þeir slcrifuðu.
— Margir hömuðust við skriftirn-
ar og allir voru iðnir — nema Byron
,einn. Hann sat og teiknaði skrípa-
myndir á blað. Kennarinn veitti
þessu auðvitað eftirtekt og þegar tím
inn var nærri útrunninn, gekk hann
að borði Byrons. Hann sá, að Byron
hafði ekki gert annað en teikna
skrípamyndir. „Hvað er þetta, herra
Byron, æflið þér ekkert að skrifa?“
sagði hann við hinn síðarnefnda. By-
ron gaf lítið út á það, en þegar tím
inn var kominn, gekk hann saml að
kennaraborðinu og lagði á það eitt
lítið pappírsblað. Á blaðinu var að-
810
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ