Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Síða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Síða 21
það er líka nóg. Þessi eina, hnitmið- aða setning höfundar Sturlungu: „Síðan spurði hann einskis", segir allt, sem segja þarf um ástir þeirra hjóna og mat Sturlu á konu sinni. Það hefði heil bóksaga ekki betur gert. Ekki þarf að draga í efa, að heitt hafi Sturlu verið í hamsi og hefndar- hugur honum sollið í brjósti, er hann heyrði um illvirki þau, sem Vatnsfirðingar unnu á heimili haiis. Múma hafði stundum þurft til þess að hleypa honum kappi í kinn. En þrátt fyrir alla hans metorðagirnd og valdagræðgi var það, þó konan hans Solveig Sæmundsdóttir, og ást hans til hennar, sem ofar var í huga hans öllu öðru. Þess vegna æðraðist hann hvorki um mótgang eða töp þegar hann vissi hana heila. Sturla Sighvatsson kembdi ekki Framhald af 803. siðu. Enn fékk Loðvík Napóleon að reyna það, að kapp er bezt með forsjá. Hann gekk á land með fiokk sinn, klæddur einkennisbúningi hers höfðingja, en aðrar dáðir drýgði hann ekki að þessu sinni, því að brátt sat hann bak við lás og slá. Og nú var Loðvík Filippus ekki á því að taka neinum vettlinga- tökum á fanga sínum, hefur líkast til verið kominn á sömu skoðun og Andrés í Þórsey í sögunni um Bör BörsSon, að ætlaði maður að slá Filisteann, þá yrði að slá fast. Loðvík Napóleon var leiddur fyrir rétt og dæmdur til ævilangrar fangelsisvist ar. Honum var ætlaður staður í kast aianum Ham í Norður-Frakklandi. En sagt er, að Loðvík Napóleon hafi verið hvergi banginn og tautað fyrir munni sér: „Hvað er það í Frakk- landi, sem ekki er á hverfanda hveli?“ IV. Og reyndin varð sú, að Loðvík Napóleon lauk ekki ævi sinni í Ham kastala, dvalarár hans þar urðu að- eins sex. Hamkastali stóð á eyðislóð- um, byggður í miðaldastíl, ineð varðturnum og umluktur díki. Fang- ans var vandlega gætt, en þó fékk hann að eiga margvísleg skipti við umheiminn. Hann stóð í bréfasam- bandi við jafnaðarmannaleiðtogana Louis Blanc og Pierre Joseph Prou- don og skáldkonuna George Sand. Hann var einnig sískrifandi grein- ar og rit um ýmis efni. Hann reit Fragments Historiques eða Sagn- fræðileg brot og samdi rit um út- rýmingu fátæktar, sem ávann hon- um vinsældir meðal vinstri sinn- aðra manna. Enn fremur fjallaði hann um hernaðarmálefni, til að mynda um nútíma stórskotalið, og skrif- aði um sykurrófnarækt og hug- ellihærur fremur en ýmsir aðrar kapp ar sögunnar, sem löngum áttu í ófriði. En þótt skömm yrði ævi han, hafði hann þó oft borið hátt í styrjöld um og valdabaráttu höfðingja á Sturlungaöld — svo hátt, að nafn hans verður svo geymt á spjöldum sögunnar svo lengi sem íslenzk sagn- fræði verður numin og skráð. En hæst her hann þó haustmorg- uninn þann, sem hann gestkomandi norður í Hrútafirði sýndi, svo geymzt hefur og geymast mun um aldir, að þrátt fyrir alla valdafýsn, allan bar- áttuhug, allan ofslopa, átti hann i brjósti þær tilfinningar ástar og kær- leika til konunnar, sem hann hafði gengið að eiga, að þær — og þær einar — bar, þegar allt kom til alls, ofar öðru öllu í huga hans. Og í ljósi þess kærleika verður ávallt bjart um nafn Sturlu Sighvatssonar. mynd að skurðgreftri gegnum Nicar- agua í Mið-Ameríku. Ekki var þó Loðvík Napóleon orðinn afhuga heims ins lystisemdum, því að sagt er, að hann hafi getið tvo sonu, meðan á fangelsisvistinni stóð. Kastalavörð- urinn var góður Frakki og leyfði Loðvíki Napóleoni að ná fundi skósmiðskonunnar fögru, sem svo var nefnd. Árið 1846 fór fram viðgerð á Ham- kastala, sem fjöldi verkamanna starf aði að. Gengu þeir vitaskuld um eft- ir þörfum. Loðvík Napóleon kom sér vel við einn verkamanninn, hafði fataskipti við hann, rakaði af sér efrivaraskeggið og stakk pípu í munn í staðinn fyrir vindling, en vindi- •inga reykti hann án afláts. Að.svo búnu brá hann planka á öxl og gekk út um fangelsisdyrnar fram hjá grun lausum varðmanni. Þar beið hans vagn, sem flutti hann til næstu járnbrautarstöðvar. Þar settist fang- inn upp í lest til Briissel, og þaðan lá leiðin til Englands. Loðvík Napó- leon Bonaparte var orðinn frjáls maður á ný. Að þessu sinni átti Loðvík Napó- leon tveggja ára setu í Lundúna- borg. Nú voru ský tekin að hrannast á himni franskra stjórnmála, og fylgdist strokumaðurinn vandlega með. Loftvog s'tjórnmálanna féll með snöggum hætti, því að ekki er unnt að segja, að óvænlega hafi ’horft fyrir Loðvíki Filippusi á öndverðum fimmta tug aldarinnar. Miklar fram- farir höfðu orðið í atvinnulíf Frakka, umfangsmikill verksmiðjuiðnaður kom til sögunnar og járnbrautir voru lagðar um landið þvert og endilangt. Ýmis þjóðfélagsvandræði leiddi raun ar af þessu, eins og áður getur, og þráfaldlega var sótzt eftir lífi kon- ungs. En þó mátti hann heita sæmi- lega tryggur í sessi, er hér var íkomið sögu. Árið 1844 brá hann isér í sögufræga heimsókn til Viktor- íu Englandsdrottningar, eins og um getur í Gamanbréfi Jónasar. Árið 1846 varð uppskerubrestur víða um Evrópu, og lék hallærið Frakka grátt. Efnahagslíi Frakka var óstöðugt fyrir, og nú gekk kreppa yfir landið. Utanríkisstefna sagn- fræðingsins Guizots, sem var áhrifa- rnestur franskra stjórnmálamanna, .sætti skarpri gagnrýni. Miðstéttirnar héldu stöðugt fram kröfum sínum um meiri áhrif á stjórn landsins. Andstæðingar stjórnarinnar hófu ár. ið 1847 að halda veizlur víðs vegar ■um landið, þar sem stjórnmál voru .reifuð, en lögregluleyfi þurfti til opinberra stjórnmálafunda. í einni •slíkri veizlu mælti skáldið og stjórn- málamaðurinn Alphonse de Lamar- tine hin fleygu orð. La France s‘enn- uie, Frakklandi leiðist. í febrúar árið eftir var bann lagt við veizlum af þessu tag. Kom þá þegar til óeirða í París. Ef til vill hefði verið unnt að lægja öldurnar með friðsamlegu móti, en eftir að þau mistök höfðu orðið, að skotið var á kröfugöngu, var Parísarbúum gunnur á sinnum. Loðvík Filippus sá sitt óvænna, og sagði af sér, en ætlaði sonarsyni sínum að taka við konungdómi. Þeim tilmælum hans var ekki sinnt, en lýðveldi stofnað og bráðabirgðastjórn sett á' laggirnar. Jafnskjótt og Loðvík Napóle- on spurði þessi tiðindi, hélt hann til Frakklands og lýsti sig fúsan að koma til liðs við bráðabirgðastjórnina. En leið- togar hennar vildu ekkert hafa með Loðvík Napóleon að gera og báðu hann að hverfa sem skjótast af landi brott. Varð svo að vera, og horfði nú óvænlega fyrir Loðvíki Napóleoni um hríð, þótt hann ætti vini í Frakk- landi, er mikils máttu sín og héldu uppi áköfum áróðri fyrir honum. Leiðtoga Frakklands, sem nú voru, greindi mjög á um markmið og leið- ir. Bráðabirgðastjórnin kom þó fram ýmsum nýmælum. Svokölluðum þjóð verkstæðum, ateliers nationaux, var komið á fót til þess að ráða bót á atvinnuleysi því, sem mjög hafði kreppt að verkamönnum. Þá var sett ný stjórnarskrá og kosningaréttur rýmkaður, svo að tala kjósenda varð níu milljónir, en hafði verið um tvö hundruð þúsund áður. Þingkosningar fóru fram, og nú voru það bændurn- ir, langfjölmennasta stétt í Frakk- landi, sem úrslitum réðu. Þeir óttuð- ust allar breytingar og veittu þeim aðilum lið, -er hægfara töldust. Jafn- aðarmenn og róttækir hrepptu ein- ungis um hundrað þingsæti af 876, og máttu sín því ekki mikils á þing- inu. Rekstur þjóðverkstæðanna hafði gengið illa, og var ákveðið að loka þeim. Þá reis verkalýður Parísarborg- ÞÆTTIR AF NAPÓLEONI III. - T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 813

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.