Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Page 22
ar öndverður upp, og kom til upp-
reisnar í júní. Búizt var af mikilli
hörku, en þar kom að lokum, að
hershöfðinginn Louis Eugéne Cavaig-
nac fékk brotiS uppreisnarmenn á
bak aftur.
Júníuppreisnin greiddi götu Loð-
víks Napóleons. Hver höndin var upp
á móti annarri í Frakklandi, flokkar
og hagsmunahópar margir, en eng-
inn svo öflugur, að hann gæti tekið
við forystuhlutverki. Hægrimenn,
.sem aðhylltust konungdæmi, skiptust
í Orléanssinna og lögerfðamenn, fylgj
endur Bourbona, og var engin vinátta
þar á niilli. Engin samstaða var held-
ur með hægfara lýðveldissinnum, en
þar voru þeir Cavaignac og Lamar-
tine fremstir í flokki. Sömu sögu er
að segja um vinstri menn, þeir
dreifðu kröftum sínum, og engin
skipuleg stjórnmálasamtök jafnaðar-
manna voru til.
Og nú kom ýmsum til hugar, að
Loðvík Napóleon gæti leyst frönsk
stjórnmál úr þeirri sjálfheldu, sem
þau voru komin í. Tvær stoðir runnu
undir hylli Loðvíks Napóleons: ætt-
erni hans og sú skoðun, að hann
væri maður nútímans, sem skildi þau
vandamál, efnahagsleg og þjóðfélags
leg, er þjóðin átti við að stríða. Loð-
vík Napóleon hafði verið kjörinn á
þing í júní, en ekki þótti tímabært
að taka kosningu. En í september var
kosið aftur, og öðru sinni hlaut Napó-
leon kosningu. Nú fannst honum sinn
timi kominn og flutti til Parísar, en
lögin um útlegð Bónaparta höfðu þá
verið felld úr gildi. Enn varð þróun
mála honum í hag, er sett var ný
stjórnarskrá í nóvember. Sú skoðun
varð ofan á, að forseti Frakklands
skyldi þjóðkjörinn, en ekki valinn af
þinginu. Hefði síðarnefndi hátturinn
verið hafður á, má telja líklegt, að
Cavaignac hefði hafnað í forsetastóli.
En nú var það franska þjóðin,
sem átti að fella sinn, dóm í for-
setakosningunum hinn 10. desember.
Frambjóðendur voru margir þeirra
á meðal Loðvík Napóleon, Cavaignac
og Lamartine. Þjóðin þráði frið og
öryggi, styrka stjórn, en lýðræðislega.
Ýmsir vonuðu, að Loðvík Napóleon
myndi geta bundið enda á stéttabar-
áttuna, ef hann yrði kjörinn, komið
efnahagslífinu á réttan kjöl og eflt
iðnaðinn. Mörgum stóð stuggur af ör-
eigunum í París og ætluðu Loðvík
Napóleon rétta manninn til þess að
halda hinum róttækustu ■öflum niðri.
Verkamenn og bændur minntust rit-
smíða hans, einkum ritsins um út-
rýmingu fátæktar. Og það gleymdist
engum, að maður af Bonaparteætt var
í framboði.
Loðvík Napóleon sló á alla þessa
strengi í kosningabaráttunni. Hann
hét friði, velmegun og framförum. Og
það sýndi sig, þegar atkvæði voru tal-
in, að hann hafði haldið rétt á spil-
unum. Hann vann yfirburðasigur,
fékk hálfa sjöttu milljón atkvæða,
Cavaignac hálfa aðra, jafnaðarmaður-
inn Lednru-Rollintop fjögur hundruð
þúsund, Lamartine um átján þúsund
atkvæði, aðrir enn minna.
Útlaginn í Arenenberg var orðinn
æðstur maður í Frakkaveldi.
Þættir frá Lapplandi —
Framhald af 800. síSu.
einn morguninn — var hún frá deg-
inum áður, eða frá deginum þar á
undan? Það veit ég ekki með vissu,
en -námsstjórinn, sem með mér var,
og búsettur var í Övertorneá, sagði
að svona væri það jafnan í leysing-
um á vorin, að flóðaldan stigi
þarna hæst fyrir hádegið og svo smá
lækkaði í fljótinu og fyrir miðnættið
væri flóðaldan þorrin. Þetta reyndist
líka rétt. Um kvöldið, er við kom-
um aftur yfir þessa miklu elfi, hafði
flóðaldan þorrið, og fljótið var rólegt
í farvegi sínum. En fyrir utan þessar
reglubundnu flóðöldur, koma stund-
um stórflóð, sem fara yíir allt lág-
lendi og valda tjóni, eins og fyrr seg-
ir.
HRAKNINGAR VIÐ HVÍTÁ —
Framhald af 794. siðu. kvöldið að kjósa hjá kjörstjórn
um það, hvað til bragðs skyldi
taka. Þarna voru menn, sem áin
hafði skilið frá konum sínum, og
sumir höfðu áhyggjur af því
hvernig þeim, sem upp yfir kom-
ust, gengi að komast leiðar sinn-
ar og heim aftur. Einhver sagði:
„Úr því aS Loftur er með í
förinni, er öllu óhætt. Hann sér
alltaf einhver ráð.“
Kjörstjórnin var setzt á rökstóla
og fékk nú að vita, hvernig ástatt
var þar suður frá. Var farið fram
á, að þessir níu fengju að kjósa
hjá kjörstjórn Skeiðahrepps. Þó
að ýmisleg tormerki væru talin á
þessu, gerðist það, eftir símtöl
milli þessara aðila og sýslumanns.
Árnesinga að Selfossi, að skeyti
barst með þann úrskurð stjórnar-
ráðs eða landskjörstjórnar, að
nafngreindir menn, sem væru á
kjörskrá í Biskupstungnahreppi
en gætu ekki komizt þar á kjör-
stað, skyldu fá leyfi til þess að
kjósa á kjörstað Skeiðahrepps að
Brautarholti. Samkvæmt þessu fór
þessi hópur þangað suður eftir
þetta sunnudagskvöld og lauk þar
erindum eins og til var ætlazt.
Um þetta er svo skráð í dagbók
mína:
„Kjördaginn var veður hvasst
og kalt. Hvítá rann milli skara
með þéttu ísskriði. Fólk héðan af
bæjunum lagði af stað á kjörfund,
en Hvítá var hörð í horn að taka.
Sex menn komust þó upp yfir við
illan leik, en hinir, níu alls, urðu
frá. að hverfa, en fengu svo um
Lausn
28. krossgátu
Skeiðahrepps að Brautarholti.
Þetta kostaði mikið umstang, sím-
töl, skeyti og svo framvegis."
Fleiri sagnabrot væru minnis-
verð, og munaði stundum mjóu,
að verr færi, til dæmis, þegar
stór jaki rakst á bátinn og
hvolfdi honum í því að ferju-
maður hljóp upp á skörina
glerhálu. Eða þegar árin brotn-
aði úti í miðri á í þéttu ís-
skriði. Kafaldsbylur var og ekki
sást til landa, enda dimmt af
nóttu. Báturinn barst með hrap-
inu undan straumi, en varð þó
með einni ár hnikað nær suður-
landi. Loks steig ferjumaður út-
byrðis og ofan í mittisdjúpt, krapa
fullt vatnið og gat dregið bátinn
með farþegunum í að skörinni við
Þengilseyri. Þar varð farþeginn
að bíða á meðan hlaupið var til
manns, sem beið í Hamrinum og
vissi ekki um ferðir hinna. Þessir
þrír menn drógu svo bátinn á ör-
uggan stað.
Það eru oft kröggur í vetrar-
ferðum.
\ V n\
K fl|R L - v fi' Ik.
\ L|Ó' V ? K É
fljL L |T 'ifi r
\ m Ljfl'j\ T
M. \it/iN i
J\ \lM\B»‘K'fl Ri
\ E \ \l N'Hifl VtA Ð'lfí\lMiÁ
£ L P fi\ \R ifi !fi ,"K \il/lTÍA ÍH
k\ T fl i\k L !Æ'\(T | / SlKflíX’J
i\ I Ð m \~!PÍfl !N !K fí\IFlR Ú
N \ ái\ \ÍD':Í?\!1ÍL\ÍLIE' K
\ S 6 L|D R ;U !J5 lu \ÍT 'S \) S R
\ fl L \|fi4U!R!RlfllK-l\!KiÁIT 'U'
\ fi}L|Ti\fl,\fl'iSÍEÍT-II ÍN’
\iij D'VÍFi |\S ÍNi'S í\{ A i S \; N Ifl'
kLL gj\GiL|Æi\ VfEÍRiS ÍN'fl'R
Ó!LI\Ií ifílR. TfP\íflífí\|K)
\|u \!/5'L!m\ÍE PÍLÍr\!s!Kip
0 R PlNið \fl.llj NJlN'NiL'fl !n
Á íi±iki fiiK’rD I |N U!M|\T!U
814
T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ