Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Page 4

Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Page 4
 'Horft til Viðeyjar úr Laugarnesi í Reykjavík. Skarfaklettur í forgirunni, Esja í baksýn. — Ljósmynil ísak E. Jónsss. Viðeyjar í Kollafirði er fyrst getið í sarobandi við veiði í Elliða- ám, þar sem eyjamenn áttu hálfa veiði í ánni, til hálfs við Laugar- nes, að því er bréf frá 12. öld greina (sjá Fornbréfasafn). í Þorláks sögu helga (yngri gerð) segir svo: „Á bæ þeim sem í Viðey heitir, spilltu mýs kornum ok ökrum, svá at varla mátti við búa. Og er Þorlákur biskup gisti þar, báðu menn hann þar sem annars staðar til fullting- is í slíkum vandræðum. Hann vígði þá vatn ok stökkti yfir eyna utan um eitt nes, það bauð hann eigi at erja. Varð ok eigi at mús- unum mein í eynni, meðan því var haltit. Löngum tíma síðar öðru menn hlut af nesinu. Hlupu þar þá mýs um alla eyna. Var þar víða jörð hol ok full af músum“. Þorlákur helgi var biskup 1178- 93, svo að músagangur þessi í Viðey hefur orðið á þeim árum. Einnig sést af þessari sögu, að kornyrkia hefur verið í eyjunni. Þá segir í jarteinabúk Þorláks frá 1199: „Sá atburður-varð í Við- ey at örn lagðist í eyna um várit eftir vetr þann er áðr er frá sagt, í þat mund, er ván var, at eggver væri sem mest ef ekki væri annat til. En örninn gerði svá mikit bú- rán og fjárskaða, at fuglinn varp nær enginn. En sá er varp, þá bar örninn undan jafnskjótt. En er örninn fló um of dag í eyna nær nóni dags, þá fór Bjarni prestur búandi til kirkju, hét á inn sæla Þorlák biskup til fulltings, at af mætti ráðast þetta vandræði. En verkamenn váru at aringu og vissu ekki til, at hann hafði heitit, presturinn. En er örninn kom í eyna, þá settist hann skammt frá þeim. Þá hljóp einn verkamaðr til ok vildi elta á braut örninn. En hann beið hans í sama stað ok laust hann örninn með verkfærinu er hann hafði í hendi. Drifu þeir þá til fleiri verkamenn og gátu hlaðið erninum. En síðan safnaðist fugl í eyna, ok var eggver bæði gott ok mikit, ok lofuðu allir ?uð ok inn sæla Þoriák biskup" Saga þessi greinir frá B.i ia prest| búandi í Viðey og kirkju þar, sem einnig er nefnd í kirknatali Páls biskups Jónssonar, sem er frá því um 1200. Þá getur sagan um þau miklu hlunnindi, sem löngum hafa fylgt eynni, æðar varpinu. Var því Viðey ákjósanleg legur staður til klausturstofnun- ar. Stóðu Þorvaldur prestur Giz- urarson í Hruna og Magnús Giz- urarson Skálholtsbiskup bróðir hans (d. 1237) fyrir því að klaustur væri reist. Er ýmist talið, að það hafi verið stofnað árið 1225 eða 1226, er stofnmáldagi þess var gerður. Kan okaregla Ágústínusar var haldin í klaustrinu og vígðir undir hana fimm kanokar, og þar skyldu vera þrír messusöngmenn (prestar) og tveir djákn?„r. Voru lagðar til klaustursins biskupstíundir mill- um Hafnarfjarðar og Botnsár og mikið fé, er átt hafði Kolskeggur hinn auðugi í Stóra-Dal undir Eyja fjöllum, Eiríksson. Nánar er sagt frá þessu og klausturstofnun í Viðey í Sturlungu (íslendingasögu) þar greinir svo: „Litlu áður hafði KLAUSTRAÞÆTTIR II 628 T I M ý\ N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.