Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 6
Fyrsta klaustur á íslandi, þelrra sem stóSu til siðaskipta, var stofnað að Þing-
eyrum I Húnaþingi árðl 1112. Þverár-klaustur í Eyjafirði er næst í röðinni,
stofnsett árið 1155. Heitið Munkaþverá festist vlð staðinn, sem sést á þessari
mynd. — Eyfirðingar og Skaftfellingar voru allra landsmanna bezt birgir að
klaustrum — þau voru tvö I hvoru þessara héraða. Ljósmynd: Páll Jónsson.
’ harðasta klaustur. „Munum vér ok
skipa judices deligatos (sendidóm-
ara) út á ísland at láta dæma
vorra vegna um sagt mál.“ Herra
Lárentíus sagði sér það vel líka.
Lauk þar fyrsta stigi Möðruvalla-
mála.
Á þriðja ári biskupsdóms herra
Lárentíusar (1328) kom út bróðir
Ingimundur Skútason frá Noregi
með bréfum herra Eiríks erki-
biskups um Möðruvallamál. Skip-
aði erkibiskup þá herra Jón Hall-
dórsson SkáJholtsbiskup og herra
Þorlák Loftsson ábóta í Veri
dómara (judices delegati) til þess
að prófa og dæma með úrskurði
eða saman setja sáttmála um það
mál mllum Lárentíusar og Hóla-
staðar annars vegar og bræðra á
Möðruvöllum hins vegar. Þegar
boðskapur þessi barst fyrrgreind
um dómöndum, stefndu þeir Lár
entíusi ag bræðrum til Möðruvalla
næsta dag eftir Ólafsmessu
fyrri (29. júlí). Komu þeir
þar allir saman. Byrjuðu
bræður, er þá lifðu Ingimund-
ur, Þorgeir og Þórður, með ákáeru
á Lárentíus og kváðu honum skylt
að reisa aftur klaustur þeirra og
skila innrentum klaustursins, sem
runnið höfðu tl Hólastaðar. Lár-
entíus kvað öllum mönnum kunn-
ugt, að klaustrið hefði brunnið,
áður en hann varð biskup, og
bræðrum þá verið skipað í vistir,
og kvað hann eigi þurfa að svara
fyrir síma persónu. Sagðist hann
vilja hlýða erkibiskupi og hans
boðum. Kvað hann þa„ð vera sitt
boð að gera upp klaustrið á Möðru-
völlum með þeim framasta kosti,
sem hann fengi til, og svo skjótt
sem hann mætti. Skyldu jafnmarg-
ir bræður innteknir og þar voru, er
Jörundur sálaðist, og skyldu þeir
fá þann kost og klæði, sem tíðk-
aðist. Vildi Lárentíus sjálfur vera
ábóti, en skipa príor og ráðsmann
yfir staðinn og hans fé. í stærri
málum skyldu vera í ráðum með
biskupi príor og bræður. Skyldi
klaustrið í öllum hlutum, andleg-
um og veraldlegum, eftir því sem
Jörundur biskup góðrar mínning
ar stofnsetti þar. Var ger góður
rómur að orðum Lárentíusar bisk-
Ups. Næst talaði herra Jón biskup.
Kvað hann bræður hafa heyrt boð
Lárentíusar og spurði þá, hvaða
kost þeir mundi kjósa, hvort þeir
vldu framfylgja kæru eða gera
þennan sáttmóla. Bræður svör-
Cðu því til, að þeir vildu taka það
upp, sem hann vldi ráðleggja
þeim. Eftir nokkra ráðstefnu sam-
þykkti herra Jón biskup fyrir hönd
bræðra á Möðruvöllum boð Láren
tíusar biskups, að hann gerði upp
klaustrið með sæmilegum kosti og
að tilfengnum skrúða og klukkum
og öllum þeim hlutum, sem helög
kirkja þarfnast í embætti og þjón
ustu. Pdor og ráðsmaður skyldu
skipaðir yfir klaustrið, og sé klaust
ur og bræður í þeirra stétt, sem
var um daga Jörundar. Þetta sam
þykktu judices delegati, tilskipað-
ir af herra erkibiskupi, tryggðu
og styrktu með innsiglum sínum.
Fór þessi sáttmáli fram með kær-
leik og vinskap og engri þvingun
og var bréfsettur og innsiglaður af
beggja hálfu. Var síðan biskupum
báðum, Þorláki ábóta og öllum
prestum og leikmönnum, er þar
voru, haldin sæmileg veizla á
Möðruvöllum. Síðan bauð Lárent-
íus þeim Jóni biskupi og Þorláki
tl Ilóla og fylgdarliði þeirra til
veizlu á Ólafsmessu síðari
(3. ágúst). Gaf Lárentíus sæmileg-
ar gjafir þeim biskupi og ábóta.
Skyldu þeir að sinni með blíðu.
Nú er frá því að segja, að Lár-
entíus lætur smíða veglega klaustr
ið á Möðruvöllum og fær til þess
skrúða og klukkur. Postulaklukk-
ur voru fluttar þangað frá Hólum
og einnig söngmeyjar fimm. Var
Þorgeir skipaður þar príor, en Þor
kell Grímsson ráðsmaður. Var
þar nú allt í kyrrleik og náðum
um sumarið, allt fram á næstu
langaföstu (sjö vikna fasta fyrir
páska). Þá reið bróðir Ingimund-
ur suður í Skálholt, en eigi vissu
menn erindi hans. Nærri páskum
kom sendimaður Jóns biskups til
Hóla með bréf eitt, fáort og stutt,
frá Jóni biskupi til Lárentíusar
biskups, þess efnis, að Lárentíus
hefði ekki haldið sáttmálann, sem
gerður var um sumarið á Möðru-
völum, og kvaðst Jón mundi koma
norður að sumri og leggja endan-
legan úrskurð á téð mál. Lárentíus
styggðist mjög við þetta bréf,
taldi sig hafa haldið fyrrnefndan
sáttmála, og kallaði hann til sín
fremstu presta í biskupsdæminu.
Sagði hann þeim, að þeir Jón
biskup og Þorlákur ábóti hefðu
ekki lengur neitt vald yfir þessum
málum samkvæmt kirkjulögum.
Sendi Lárentíus prest sinn með
stórt bréf suður í Skálholt. Þar
var Jóni biskupi bent á, að þeir
judices delegati hefðu eigi lengur
vald til þess að dæma milli bisk-
ups og bræðra.
Jón biskup reiddist er hann fékk
þetta bréf, og skrifaði Lárentíusi
á móti, að hann mundi ríða enn
norður um sumarið tl þess að
dæma um Möðruvallamál. Færði
sendimaður Lárentíusi þessar frétt
ir, en hann hafði neitað að fara
með bréf Jóns biskups. Trinitatis-
messudag (sunnudaginn næstan
678
TtMlNN - SUNNUDAGSBLAÐ