Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 7
eftir hvítasunnudag) komu til Hóla frá Skálholti djáknar tveir. Þórður Guðmundsson og Gregorí- us, með stefnubréf og tókst þeim ekki að lesa bréfið yfir Lárentíusi, livorki í skrúðhúsi né annars stað- ar. Bannaði biskup Þórði að lesa slíkt yfir sér. Við hámessu á Hól- um hóf Þórður lestur stefnubréfs ins, en hann var þá rekinn með pústrum út úr kirkjunni. Las hann þá bréfið fyrir kirkjudyrum og negldi það á kirkjuhurðina með járnnöglum. Fóru þeir djáknar síðan heim suður í Skálholt. Prest ar og lærðir menn sáu bréfið á kirkjuhurðinni. Var það á latiinu og heiðarlega diktað. Efni þess var það, að herra Jón biskup og Þor- lákur, dómarar, skipaðir af Eiríki erkibiskupi, stefndu Lárentíusi biskup á Möðruvöllum vegna á- kæru bræðra þar til þess að heyra dóm þann, er þeir sögðu á millum Hólakirkju og Möðruvalla- klausturs. Var stefnudagur nærri translatione Benedikti. Komu þeir nú norður, herra Jón Skálholtsbiskup, Þorlákur á- bóti, herra Ketill hirðstjóri Þor- láksson og margir aðrir mikils háttar menn, bæði lærðir og leik- ir. Héldu þeir til Möðruvalla fyrir téðan stefnudag og báru kost og drykk. Hafði þó Lárentíus ráð fyr- ir gert um þá hluti. Lárentius var þá staddur í Laufási í vísitazíu sinni. Ráðgaðist hann við presta sína og sýndi þeim, hvað stóð í kirkjulögum um þessi málefni, hélt síðan til Möðruvalla að þeirra ráði. Fundust biskupar þar úti í kirkj unni. Bar Jón á Lárentíus, að hann hefði látið Ieggja hendur á djákna sína og reka út. Lárentíus viðurkenndi það ekki, en kvaðst hafa bannað þeim að gera rugl í heilagri kirkju. Jón nafngreindj tvo klerka, sem hann taldi í banni fyrir það, að bera á djáknum hans. Lögðu nú góðir menn til, að þeir hvor tveggja vægðu fyrir öðr- um. Vildi Jón sitja með sínum mönnum um kvöldið, en Lárentíus biskup og hans menn sátu í ann- arri stofu. Morguninn eftir komu menn allir saman í biskupsstofu á staðnum. Voru sunnanmenn með bunka mikinn af lagabókum. Jón biskup byrjaði mál sitt á latínu, en herra Lárentíus talaði aftur á móti á norrænu og kvað alþýðu þá skilja betur mál þeirra. Jón bisk- up hóf mál sitt á því að -bera það. að regla hins heilaga Ágústínusar ákveði, að ábóti eða príor, sem settur sé yfir klaustur, skuli hafa vald í veraldlegum hlutum sem andlegum. Taldi hann það mi'kið óhagræði, að príor á Möðruvöllum hefði eigi veraldleg ráð og kvað langt að sækja til Hóla öll ráð. Ráðsmaður visi til biskups, en bisk up til ráðsmanns. Mælti Jón með því, að príor á staðnum hefði öll veraldleg völd yfir klaustrinu og Kalelkur úr Grundarklrkju í Eyjaflrði. Á hann er letraö ártalið 1489. Ljósmynd: Gísli Gestsson. talaði af snilld og fagurlega og leizt mörgum það lög, sem biskup sagði, að príor og bræður hefðu öll völd í veraldlegum hlutum. Lár entíus biskup sagðist vilja halda þann sáttmála, sem hann gerði fyrra sumarið. En er biskupar töl- uðust lengur við, gerðist herrr. Jón biskup æ harðari. Lárentíus ráðgaðist þá við presta sína og vægði að lokum með þeim fyrirvara, að hann samþykkti, að bræður tækju veraldarráð á Möðruvöllum, ef erkibiskup vildi þá gerð halda. Bræður játuðu að halda þann sáttmála. Var það stað fest með handlögum, að príor skyldi skipast með bræðrum. Skyldi hann hafa öll völd yfir staðnum og öllu gózi, föstu og lausu, svo utan sem innan. Var Þorgeir skipaður príor. Lét Lárent íus afhenda honum allt góz í föstu og lausu, en reiknað var í burtu frá góz Hólastaðar. Að þessu loknu reið herra Jón biskup, herra Þor- lákur ábóti og herra Ketill og all- ir sunnanmenn suður á fjall. Féll sá orðrómtr, að Lárentíus hefði Iátið í minni pokann í þessum mál um. Sendi nú Lárentíus trúnaðar- mann sinn, séra Egil Eyjólfsson. síðar Hólabiskup, til erkibiskups, og Jón Skálholtsbiskup sendi séra Arngrím Brandsson fyrir sína hönd. Lagði séra Egill mikla á- stundun á að reka sitt mál og bar vel fyrir erkibiskup, en Arngrím- ur gerði lítið í málinu, en lærði organslátt, meðan hann var í Nið- arósi. Var Egill prestur í kærlei'k- um miklum h.já erkibiskupi. Sagt er, að bræður á Möðruvöll um hafi farið með lítiili forsjá, er þeir tóku stjórn yfir gózi. Gekk i ráð með þeim Þorgeiri príor Uppsala-Hrólfur, nafnkenndur bóndi þar um sveitir og fleiri bændur um Hörgárdal og Eyja- fjörð, og var þetta kostnaðarsamt. Báru bræður enn á Lárentíus, að hann hefði ekki látið til Möðru- valla það góz, sem staðnum hafði fylgt að forn-u. Bændur höfðu setu mikla á Möðruvöllum, og mislik- aði biskupi það mjög. Um vetur- inn eftir jól reið Þorgeir príor að heiman og ætlaði suður í Skálholt. Gisti hann á Reykjum í Skagafirði. Hurfu þar bréf, sem hann hafði meðferðis. Vissi enginn, hver olli hvarfi bréfanna, en þau munu hafa lent í höndum Lárentíusar bisk- ups. Fór Þorgeir suður í Skál- holt. Tók Jón biskup honum með blíðu, og dvaldist hann þar nokkr- ar nætur. Að síðustu, áður en prí- or Þorgeir tók orlof, lét herra Jón fram bera gylltan kaleik, harla sæmilegan, o-g einnig hökla tvo. Kvaðst hann gefa gripi þessa kirkj unni á Möðruvöllum og klaustri hins heilaga Ágústímusar tii ævin legrar eignar, en oss til syndalausn ar og sálubótar. Kom príor síðan heim úr suðurferðinni. Mislíkaði herra Lárentíusi, að hann hefði farið í annað biskupsdæmi án or- lofs. En Uppsala-Hrólfur og aðrir bændur styggðust mjög við Lár- entínus biskup út af hvarfi bréf- anna á Reykjum. Vorið eftir páska fór biskur með fylgdarsveit til Möðruvalla Voru þar fyrir eigi færri en 40 tigir manna, Uppsala-Hrólfur og bændur úr næstu sveitum. Enginn prosessia var gerð móti biskupi, Biskup cg menn hans gengu fyrst T f M I N N - SUNNUDAGSBLAfi 679

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.