Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 18
það, að slíkt var ekki unnt, meðan
grundvallarrannsóknir skorti á
fyrri öldum — saga hverrar ald-
ar verður að fylla út í einhvern
ákveðinn ramma. Þetta leiddi mig
til rannsókna á þjóðveldisöld, og
hef ég skrifað ýmislegt um það
tímabil, en niðurstöður rannsókna
minna er að finna í Nýrri íslands-
sögu, sem út kom á síðasta ári.
— Titillinn bendir til þess, að
ýmsar nýjungar komi fram í bók-
inni. Hverjar eru þær helztar?
— Ég reyni að skilgreina hug-
tök rækilegar en áður hefur verið
gert, svo að fastara sé undir fæti.
Þá færi ég mér í nyt nýjustu
rannsóknir heima og erlendis, til
að mynda rannsóknir danska forn
fræðingsins Olafs Olsens á hofum
og ýmsar greinar, sem Magnús
Már Lárusson hefur ritað í Kultur-
historisk leksikon. Þá er í bók-
inni inngangskafli um nátt-
úru landsins og tíðarfar en
það hefur mjög mótað sögu
þjóðarinnar, því að við búum i
raun og sannleik á mörkum hins
byggilega heims — meðalhiti hlýj-
asta sumarmánaðar er nálægt tíu
gráðum hér — og erum við því
miklu háðari veðurfarssveiflum en
flestar aðrar þjóðir. Síðast en
ekki sízt hef ég reynt að láta
ýmiss konar rómantík fyrir róða.
Til að mynda hættir mönnum til
þess að sjá heiðnina í hálfgerðum
töfraljóma, en ég er þeirrar skoð-
unar, að íslenzkt þjóðfélag hafi
verið frumstætt fyrir kristnitök-
una og kirkjan sem stofnun hafi
verið meiri menningarmiðlandi en
menn hafa viljað vera láta. Menn
eru stundum að tala um heiðið
raunsæi fslendingasagna og eiga
þá sennilega við þá kristnu rök-
hyggju, sem þar birtist.
— Hvað segirðu þá um ádeilu
Halldórs Laxness á víkingaróman-
tík í íslendingaspjalli?
— Ég get ekki alls kostar fall-
izt á þá merkingu, sem Halldór
leggur i orðið víkingur. Hann vill
einskorða þetta heiti við ræningja
og ofbeldismenn, en að mínu vitj
er víkingur norrænn sæfari, mað-
ur, sem kunni að sigla, gat lagt
á hafið og komið aftur til þess
staðar, sem hann lagði upp frá.
Slíkt var óheyrt áður. Höfuðaf-
rek víkinga var að rata aftur heim
til sín, þótt þeir legðu á úthafið.
Það hefur margur orðið frægur
fyrir minna.
Skjaldarmerki konungsins af íslandi
samkvæmt franskri skjaldamerkjaskrá
fri þvi um T280. Rautt Ijón, rauS
öxi á gullnum, silfruðum og bláum
feldi. — Myndin er úr Nýrrl íslands-
sögu.
En það er hárrétt hjá Halldóri,
að sennilega hafa það verið frem-
ur friðsamir menn, sem hingað
héldu, og landnám var þeim ofar
í hug en vígaferli. Og það er
segin saga, að Laxness þekkir
sögusvið sitt mjög vel og er fund-
vís á skástu rit, sem að gagni
mega koma. Ég minnist þess, að
prófessor Turville-Petre í Oxford
dáðist að því, af hve mikilli þekk-
ingu Halldór skrifaði þá kafla
Grerplu, sem gerast í Bretlandi,
þótt annars væri honum sú bók
miður geðfelld. Ég tel sjálfur, að
saga fortíðar sé bezt túlkuð í
skáldverkum og kvikmyndum eða
með listrænni sköpun af öðru tagi.
— Hvaða verkefni hefurðu á
prjónunum sem stendur?
— Ég er að vinna að framhaldi
Nýrrar íslandssögu, og nær það
yfir tímabilið frá 1262 til siða-
skipta. Þarna er margt í brotum,
og reyni ég að draga heildarmynd
af tímabilinu, eftir því sem tök
eru á. Þetta rit mun koma út á
næsta ári. Þá mun ég Ioks ganga
frá riti um verzlun Englendinga
hér á landi, en ég á heilmikið af
þýzku efni og hundruð metra af
filmum víða að, sem mér gefst
vonandi tóm ti] að kanna ein-
hvern tíma.
— Þú ert forseti Sögufélagsins.
Hvað er frá starfsemi þess að
greina?
— Félagið var stofnað árið 1902
og starfaði af talsverðum krafti
fram um 1940. Útgáfa alþingis-
bóka hófst árið 1911, og eru alls
komin níu bindi, og gefnar voru
út sögur biskupa eftir siðaskipti,
rit um Tyrkjaránið, Þjóðsögur
Jóns Árnasonar og Skólameistara-
sögur, svo að eitthvað sé nefnt.
En svo vill til, að félagið verður
hálfgert afvelta sökum fjársikorts,
þegar þjóðin fer að eignast gilda
sjóði. Þá dregst útgáfa þess sam-
an, og félögum tekur að fækka.
Haustið 1965 var knúð á hjá
stjórnarvöldum um fjárstyrk, og
var félaginu um veturinn veitt all-
veruleg upphæð, og Reykjavíkur-
borg hefur Iagt fram fé til útgáfu
skjala í samráði við Borgarskjala-
safnið. Má kannski skjóta því inn
í, að fræðimenn hér á landi hafa
naumast verið nógu aðgangsharðir
við opinbera aðila. En hitt er bor-
in von, að allar gáttir Ijúkist upp
af skyndingu. Englendingar segja,
að þrjár kynslóðir þurfi til fram-
leiðslu á sjentilmanni, og skiln-
ingur á vísindastarfsemi skapast
ef til vill ekki á skemmri tima.
Svo að við komum aftur að
efninu, þá er Sögufólagið nú að
reyna að brölta á fætur. Félagar
þess eru nú um sex hundruð, en
þyrftu helzt að ná þúsundinu, ef
vel ætti að vera. Ýmis rit koma
út á næstunni á vegum félagsins,
og sitthvað er í deiglunni. í haust
kemur út tíunda bindi alþingis-
bóka — nær yfir tímabilið 1711-
1720 — og ætlunin er að gefa út
eitt til tvö bindi á ári framvegis
samhliða endurskoðun og endur-
prentun fyrri binda, sem uppseld
eru, en alls verða bindin átján.
Þeir Gunnar Sveinsson og Ingvar
Stefánsson hafa þessa útgáfu með
höndum. Þá er væntanlegt úrval
sagnfræðiheimilda frá miðöldum,
sem Magnús Már Lárusson hefur
tekið saman, og Land og saga,
ritgerðasafn um íslenzk höfuðból
og íslenzkan aðal eftir ýmsa.
Ritgerðasafn er í prentun eftir
Magnús Má, stórmerkilegt. Ólafur
Halldórsson vinnur að útgáfu
Grænlandsannáls, sem eignaður er
Birni á Skarðsá og aldrei hefur
verið gefinn út áður, og loks er
að nefna málgagn félagsins, Sögu,
sem réttu lagi er ársrit en hefur
komið út óreglulega.
Nú erum við enn fremur að
gera áætlun um útgáfu á gerðum
alþingis fyrir 1800. Að vísu eru
til góðar dansk-íslenzkar lögbóka-
útgáfur frá öldinni, sem leið, en
690
TflttiNN - SUNNUDAGSBLAÐ