Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 12
örstutt forspwU, Lesendum til 5 (' ðleiks og skemmtunar munu hér verða birt ar þýðingar á nok'krum gyðing- legum helgisögum og ævintýrum. Þykir rétt í upphafi að fara um þetta efni örfáum orðum. Líkt og aðrar þjóðir eiga Gyð- ingar sinar þjóðsögur, frásagn- ir, sögukorn og annað slíkt, sem lifað hefur á vörum fólksins mann fram af manni og ekki er unnt að eigna sérstökum höfundi. Sögur þessar nefnast á hebresku ,,ma‘as- im“ eða „ma‘asioth“, og táknar orðið bæði ævintýri, þ.e. lygisögu, og helgisögu, þ.e. frásögn, sem ofin er utan um sögulegar stað- reyndir og segir frá persónu úr Gamla testamentinu, virtum og víðfrægum Gyðingapresti, píslar- votti eða einhverjum slíkum helg- um manni. Margt þessara sagna er að finna 1 þeim hluta Talmúds, er nefnist Iiaggada og hefur inni að halda spakmæli, helgisögur, dæmisög ur, prédikanir o.s.frv., en hið fyrsta safn gyðingalegra þjóðsagna var ritað fyrir rúmum tíu öldum. Það var rabbíninn Nissim ben Ja- kob frá Kairuan í Norður-Afríku, er safnaði saman nokkrum helgi- sögum Gyðinga til þess að hug- hreysta tengdaföður sinn, nær vitstola af sorg eftir sonarmissi. Þetta safn Nissims var upphaflega ritað á arabísku, en síðar barst það víða um byggðir Gyðinga í hebr- eskri þýðingu. Æ síðan hafa ný og ný söfn orðið til á skrifpúlt- um margviturra Gyðinga, og nýj- ar sögur hafa kviknað meðal fólks- ins og mótazt eftir umhverfi og tíðaranda kynslóðanna 1 sérhverj- urn stað. Sögusvið gyðinglegra þjóðsagna er öll Evrópa og Aust- urlönd nær, og þær eru því um margt ólíkar innbyrðis, en bera þó allar eitt megineinkenni: Allar flytja þær áheyrandanum trúar- legan siðfræðiboðskap. í sögum þessum endurspeglast trúarhug- myndir og trúarlíf fólksins. Við kynnumst hamingju þess og böli þess. Við skynjum takmarkalausa hlýðni þess við skapara sinn og föður og óbifandi sannfæringu þess um kærleika hans og rétt- læti. Sögurnar og sögukornin, sem fara hér á eftir, eru öll þýdd úr dönsku kveri, Jpdiske even- tyr og legender, sem danski rabb- íninn David Simonsen (1853—1932) gaf út árið 1928, en í kveri þessu er úrval gyðinglegra þjóðsagna. Fyrstu sögurnar fjórar segja frá persónum úr Gamla testament- inu. Mönnum nægðu ekki tíðum brotakenndar frásagnir hinnar helgu bókar, og margt þurfti skýr- ingar við, sem höfundar Gamla testamentisins hirtu ekki um að skrifa. Skýring þjóðsögunnar á málhelti Móse er gott dæmi þessa. Nokkrar sögur eru hér og um nafnfræga rabbína, þ.e. Gyð- ingapresta, og meðal annarra sög- ur frá Gyðingaofsóknum í Róm. Síðasta og lengsta sagan er dæmi- gert ævintýri frá síðustu öldum. Hefur Simonsen þýtt hana úr jidd ish eftir Die drei Mattonaus, þ.e. Gjafirnar þrjár, og er saga þessi hrein perla og vonandi, að þýðing- in, sem hér birtist, lýti hana ekki til muna. GYÐINGLEGAR HELGISÖGUR Vínið og verkun þess. Þegar Nói plantaði víngarð, kom freistarinn á fund hans og mælti: „Hvað plantar þú?“ Og Nói svar- aði: „Það er víngarður.“ Enn spurði freistarinn: „Hvað vex upp af víngarði?“ Og Nói svaraði: „Ald in runnans eru ljúffeng, hvort sem neytt er nýrra aldina eða þurrkaðra, og af aldinum þessum brugga ég vín, sem gleður manns- ins hjarta.“ Þá mælti freistarinn: „Eigum við tveir að planta þenn- an víngarð?11 Nói féllst á það. Tók þá freistarinn lambgimbur og slátraði henni, svo að vínviður- inn laugaðist blóði. Freistarinn slátraði því næst ljóni, síðan apa- ketti, loks svíni, og laugaðist vin- viðurinn blóði þeirra. Freistarinn skýrði gerðir sínar svo: Hafi maðurinn sopið einn bik- ar vins, er hann lambinu líkur, hógvær og blíður. Hafi maður- FYRRI HLUTI inn sopið tvo bikara víns, þykist hann vera rammur að afli sem ljón ið, hrokar sig og mælir: „Enginn er minn jafningi." Hafi maðurinn sopið þrjá eða fjóra bikara víns, klaufast hann við hopp og dans og skríkir sem apaköttur, þvælir og er óvitandi um gerðir sínar. Hafi maðurinn sopið fimm bikara víns eða fleiri, liggur hann við moldu sem svínið og rótast í sorp- inu. Þá Móse var barn. Dóttir Faraós unni Móse líkt og hann væri eigið barn hennar, og dvaldist Móse hjá fóstru sinni í höll Faraós. Var sveinninn fagur yfirlitum og eftirlæti hirð- manna og griðkvenna, og sjálfur Faraó lyfti sveininum í keltu sína, glettist við hann og lék. Einhverju sinni tók Móse krún- una af Faraó og lét hana á höfuð sér. Vitringar Faraós sáu til Móse og mæltu: „Það veldur oss áhyggju, herra, að sveinbarn þetta muni um síðir svipta yður völdum eins og það nú svipti yður krún- unni.“ Og vildu sumir deyða barn- ið þegar í stað, en aðrir töldu hyggi legra að brenna Móse í eldi, svo að hold hans hyrfi með öllu úr löndum Egypta. En meðal vitr- inganna sat Jetró prestur, sá er síðar flúði til Midíanslands, og hann mælti við þá: „Sveinn þessi er óviti, og er oss hægt að reyna, hversu lítil er vizka hans. Látið griðkonur bera fram skál, og sé hún fyllt að hálfu með gulli og að hálfu með glóandi kolum. Rétti sveinninn út hönd sína eftir gull- inu, er skynsemi hans nokkur, og skal þá deyða hann. En rétti sveinn inn út hönd sína eftir kolaglóð- inni, er skynsemi hans barnsleg, og skal hann þá eigi lífið láta.“ Að boði Jetrós var skálin fram bor- in, og rétti Móse út hönd sína eftir gullinu. Þá kom þar Gabríel engill og stjórnaði hönd barnsins, svo að hún greip glóðarmola, og lét sveinninn glóðina í munn sér. Glóandi kolið brenndi tungu Móse, og sökum þess varð hann málstirð- ur eins og hann sagði við drott- 684 T í ni « N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.