Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 8
’ \ kirkju, og varí ekki af kveðj- um bræðra við biíkup. Sat bislcup að máltíð í miklustofu. Var svo skipað, að bændur sátu annan pall, en biskup og hans menn annan. Gáfu bræður bændum fríðari kost en biskupi og hans mönnum. Sat biskup þar eina nótt. Talaði hann ekki við bræður og þeir eigi við hann. Biskup reið nú til Munka- þverár og þáði þar sæmilega veizlu af Bergi ábóta. Þaðan reið hann aftur til Möðruvalla. Höfðu bændur iátið burt fjölmennið. Var nú Benedikt Kolbeinsson á Auð- kúlu (hann var riddari að nafnbót, með dreka í innsigli og skjaldar- me'rki sínu) og sveinar hans með biskupi. Morguninn eftir gekk Lár entínus á capituli (samkomustaður munka í klaustri, ráðstofa) og krafði bræður og príor að sýna sér kost, hey og fénað. Príor og bræður neituðu að sýna honum nok'kurn hlut. Biskup krafði lykla en fékk eigi. Lét hann þá lærða menn taka af þeim lykla nauðug- um. Lét biskup yfirlíta gózið og sýndist það óbirgt, bæði um mat og hey. Skipaði biskup ráðsmann að stýra klaustrinu og príor þar Steindór Sokkason, bróður Bergs ábóta. Príor Þorgeir hafði hann nauðugan með sér. Tók nú Lárent- ius undir sitt vald öll klausturróð, áður hann fór heim vestur til Hóla. Erkibiskup lét nú gera bréf um Möðruóallamál og ætlaði að leyna kórsbræðrum því, en það mistókst. Einn dag kallaði erkibiskup saim- an franúka sína í málstofu. Tjáði hann fyrir þeim öll Möðruvallamál og kvað sættargerð hafa farið milli Lárentiusar og Möðruvallabræðra og hefði hún verið sniðin eftir því, sem Jörundur biskup hefði sett í öndverðu. Sagði erkibiskup kanúk um, að sú skipan skyldi standa óbrigðanlega. Lét erkibiskup lesa bréf það, sem hann hafði útgefið þar um. Samþykktu alhr kórsbræð þessa gerð með erkibiskupi. Séra Egill hélt nú til íslands með bréf- ið og gjafir erkibiskups, silfurskál, kirkjulagabók og mítra veglegt. Lárentlus varð feginn komu hans, og sýndi Egill honum bréf og boð- skap erkibiskups. Þakkaði Lárent- íus Agli, hversu trúlega hann hefði rekið erindi hans. Etftir það lét Lárentíus biskup þýða latlnubréf- erkibiskups á norrænu, svo að alþýða skildi. Síðan var bréfið Ie» ið upp á kór i Hólakirkju i pre- dicatione og gvo fyrir bræðrum i Möðruvöllum, og víða annars stað- ar var það opinberað. Urðu öfund- armenn Lárentíusar biskups hljóð ir mjög við bréfið, og hlaut Lár- entíus frægð mikla af lyktum þess- ara málaloka. Lýk ég hér við endursögn mína á Möðruvalla- klaustursmáli, sem byggð er á Lár entíusar sögu Kálfssonar. Er þetta merkilegasta mál, er hér hefir ver- ið rekið um klausturdeilur og klausturstjórn, og einnig eru héir mestar heimildir fyrir hendL Endalykt Möðruvallamála var árið 1330. Þorgeir hefur lí'klega veitt klaustrinu forstöðu fyrir 1317, næst á eftir Teiti áðurnefndum, og tekið svo við 1328 og haldið klaustrið, þar til Lárentíus tók hann höndum. Steindór Sokkason tók nú, eins og áður er sagt, við príorstöðunni á Möðruvöllum. Hann var bróðir Bergs ábóta á Þverá, sem samdi þar í klaustrinu ágæta siðu og hafði verið vígður til ábóta af herra Lárentíusi, vini sínum, og var sagður fornmenntur maður umfram flesta menn, sem þá voru á íslandi. Ef Steindór hef- ur líkzt bróður sínum um lærdóm og mannkosti, er ekki að efa, að stjórn hafi verið góð í Möðruvalla- klaustri um hans daga. Ekkert er vitað með vissu um dánarár Stein- dórs príors, en hann kann að hafa orðið príor á ungaaldri og veitt klaustrinu forstöðu til 1352, er Þórður Bergþórsson tekur við. Við árið 1342 er þess getið í ann- álum, að Páll erkibiskup vígði Orm Ásláksson, kórsbróður af Niðarósi, til biskups á Hólum. Kom hann við Þjórsársand hjá Háfi næsta dag fyrir Maríumessu síðari (8. september). Braut skip- ið í spón, og týndist þair af mik- ið fé, og átján menn drukknuðu. Reið Ormur biskup til Hóla, en fiangaði skömmu siðan þrjá bræð- ur á Möðruvöllum og járnaði og lét kasta í myrkvastofu fyrir sak- ir, er hann gaf þeim og ekki er vitað, hverjar voru. Bendir ýmis- legt til þess, að eitthvað hafi farið aflögu í klaustrinu, en um Orm er sagt, að hann eyddi bráðlega Hólakirkjufé, sem hann lagði ær- ið með Bratti nokkrum, fátækum mnni, líklega sveini sínum, svo að hann fengi Oddnýar ein.nar, ríkr- ar konu. Varð Ormur biskup Ás- láksson frægur fyrir dellur og ó- stjórn. Gerðist hann og embættis- bróðir hans, Jón Sigurðsson í Skál- holti, harðir mjög landsfólkinu. Eflaust hefur Steindór verið pri- or um þetta leyti, en eftirmaður hans var Þórður Bergþórsson (prl- or 1352-79). Erlendur prestur var príor 1372-79. Árið 1378 seldi Arn- geir prestur Jónsson Auðuni presti ráðsmanni á Möðruvöllum, Torfa- vík og Gunnarsstaði, staðnum og klausfcrinu til handa. Vottuðu það Bergþór bóndi Höskuldsson, Þor- varður Guðvarðsson og Barði Sturluson, Á geisladag (13. janúar), árið eftir, 1379, selur sami Arngeir prestur Erlendi príor á Möðruivöllum jörðina Áland í Þist- ilfirði. Virðist bæði ráðsmaður og príor gera ka-upsamninga fyrir klaustrið. Eftirmaður Erlends var Snorri nokkur, sem nefndur er í bréfi dagsettu á Möðruvöllum 23. marz 1380. Þar er þess getið, að Arnór prestur Jónsson selur séra Arn- geiri Jónssyni með samþykki klaustursins á Möðruvöllum jörð- ina Áland í Þistilfirði, er hann áð- ur hafði selt klaustrinu, en klaustr ið skilur nú rekana frá. Þetta sam- þykktu Snorri príior og kon- ventubræður Möðruvallaklaust- urs. Snorri þessi gæti vel hafa ver- ið príor í klaustrinu, þar til plág- an mikla gekk á árunum 1402-14 og jafnvel lengur. Árið 1393 galt Árni Einarsson, staðarbaldari á Grenjaðarstað, Möðruvallaklausfcri X hundruð fyrir ílag, sem staðurinn áfcti í jörðinni Ásláksstöðum í Krækl- ingalhlið. Þá bar það við drottins- dag næstan eftir Maríumessu árið 1394, er Pétur Nikulásson Hólabiskup var á vísítazíu sinni, að Ormuir, danskur sveinn hans, vó Gizur ljósa, annan biskups- svein, saklausan fyrir framan biskupsstofuna í klaustrinu á Möðruvöllum. Er hann lýsti víginu nefndi hann sig Nikulás Ormsson, kvaðst með því nafni skírður hafa verið, en fermdur með Orms nafni. Mun þarna vera á ferðinni ævin- týramaður, en margir slíkir voru uppi á þeirri öld. Ráðsmaður í klaustrinu um þefcta leyti, eða á árabilinu 1392-1404, var Sveinn prestur Magnússon. Á fyrri hluta 15. aldar eru fáir annálaðir atburðir tengdir klaustr- inu og bréf fá til að styðjast við, en með víðtækri rannsókn mætti kannski finna ýmislegt efni til eyðu Framrald á 692. sfðu. 680 T I M \ N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.