Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 17
Holsteinshlið I Lýbiku, volöugustu borg í Hansasambandinu. Byggingin var reist um 1470. náðstefnum. í fjórða lagi veita verzlunarskrslur talsverðar menn íngarsögulegar upplýsingar. Getið er um innflutning á sykri og klæði, svo að dæmi séu tekin, og þannig fáum við fyllri mynd af lifnaðarháttum landsmanna á þessu timabili en áður var fyrir hendi. Loks taka skjöl þau, sem ég dró fram, af öll tvímæli um það, að íslandssiglingar Englendinga er stórmerkur þáttur í enskri sögu. Hér er um að ræða upphaf enskra úthafssiglinga, eins konar gagn- fræðasikóla Stórbreta í sigiingalíst. íslandssiglingar eru undanfari fundar Norður-Ameríku — sú landafundasaga verður ekki skilin án þessa forspils. Þetta hafa hin- ir ágætu fræðimenn, er unnið hafa að rannsóknum á þessu efni, ekki gert sér nægilega ljóst. En reynd- ar liggur hér bréf frá einum þeirra, David Quinn, prófessor í Liver- pool, þar sem hann fellst á þetta sjónarmið. En niðurstöður mínar eru þær, að Bristolmenn hafi ver- ið tíðir gestir á Grænlandi á fimm- tándu öld og hafi komið til Ný- fundnalands um 1430, en ekki sinnt þeim slóðum, fyrr en tekið var að þrengja að þeim hér við land um 1480. En þá tekur Dið- rik Pining, höfuðsmaður og sjó- ræningi, að hita Englendingum undir uggum hér úti. Þá er því eðlilegt, að þeir leiti í vesturveg, einkum af því að þeim voru þá lok- aðar hafnir við Norður-Evrópu út af drápi Björns Þorleifssonar. — Brtu þeirrar skoðunar, að Kólumbus hafi komið hingað til lands? — Um það er erfitt að segja. Vísliega hefur hann komið til Bristol og einnig til írlands, en á þessum stöðum hefur hann get- að komizt yfir allar þær upplýs- ingar, sem hér var að fá. Á fimmt- ándu öld býr fjöldi íslendinga í Bristol. Þannig getum við full- yrt, hvað sem öðru líður, að Is- land komi við sögu Kólumbusar. — Hefurðu leitað fanga erlend- is annars staðar en í Bretlandi? — Já, ég var í Þýzkalandi 1958- 59 á vegum Alexander-von-Ham- boldt-stofnunarinnar og athugað þá skjalasöfn í Hansaborgum: Ham- borg, Bremen, Oldenburg og Lý- biku. Þessi söfn höfðu sloppið furðanlegia í stríðinu, en Olden- burgurum varð það á, að fela borgarskjalasafnið svo vel, að það hefur ekki komið í leitirnar síðan. í safnhúsinu fá menn veitingar, en engin skjöl. Annars er hér ekki beinlínis um nýjar heimildir að ræðia, því að þýzkir fræðimenn höfðu kynnt sér þær að nokkru og Guðbrandur Jónsson gert útdrátt úr ýmsum þeirra. En þarna er margt að finna um fimmtándu og sextándu öld, sem íslendingar hafa aldrei litið á. í margútgefnum Hamborg- arannálum, sem Gyseke bruggari skráði, er til dæmis dánarvottorð Ögmundar biskups Pálssonar, og er þetta samtímaheimild. Þá er þess getið í Danzígannál frá 1467, að Björn ríki Þorleifsson hafi verið veginn, en það voru stór- tíðindi í álfunni. Þannig mætti lengi telja, en ég hef enn ekki getað unnið úr þessum heimild- um nema að nokkrum hluta. — Hvar myndi líklegast, að áð- ur óþekktar heimildir, sem varða sögu Íslands, komi í ljós? — Á Spáni og í páfagarði. Á Spáni munu skjalasöfn litlu betur skipulögð og könnuð en hér heima og ég er iíla svikinn, ef þar leyn- ist ekki eitthvað, sem ísland varðar. Sjálfsagt myndi reynandi að leita víðar, því að íslendingar hafa of lítið sinnt slíkum skjala'könnun- um. Þorvaldur Thoroddsen var að vísu gerhugull að erlendum heim- ildum, eins og Landfræðisaga hans sýnir, en hann hefur átt betri eftirmenn meðal náttúru- fræðinga en sagnfræðinga. — Víkjum þá að ritstörfum þín- um um sagnfræðileg efni. — Ég hef eingöngu fengizt við rannsóknir á timabilinu fyrir 1600, og endur fyrir löngu hafði ég í hyggju að skrifa sitt hvað um fimmtándu öld. En ég rak mig á TtMINN - SUNNUDAGSBLAÐ A89

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.