Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 11
Brúin á 'Fnjóská skammt frá Skógum. Hún þótti fyrrum mikið mannvirki og fagurt, en er nú ærið hrörleg. gilið dembdi einn sólskríkjustegg urinn yfir í heila hljómkviðu og fékk að lokum fleiri með sér. Svo þagnaði hópurinn. Aftur barst tíst ið og smálögin hvaðanæva að. Og svo rann miðnætursólin framund- an hnjúk norðar á fjallinu. Það þýddi þögn í sólskríkjuheimum. Furðulostinn skimaði ég í kringum mig, eins og manni fer, ef ferða- félagi hættir samræðum og hverf- ur inn á annað einstigi. Ég stað- næmdist, þar sem ég var kominn Yfir allan dalinn, út að yztu heiðum, flæddi rauður sól- bjarminn. Bládjúpur himinninn fylltist gylltum, sítitrandi neist- um. Það var eins og sólin og öll henn ar dýrð væri alflutt í þennan eina dal. Mikið sváfu bændabýlin vært. Svo langt sem séð varð fyrir bugð- um á dalnum, blikuðu græn tún, og ár og lækir glóðu. En dökkvi nokkur hjúpaði skógana í austur- hlíðunum. Eflaust drógu þrest- irnir þar andann jafnhljóðlega og sólskríkjurnar við Skarðagil. Ósjálf rátt, eins og til þess að hlýða lög- máli samræmisins, fleygði ég mér niður í mosann. Smáskýin á næturhimninum mynduðu nú eldrauðan eyjaklasa yfir norðurdalnum. Þeim gaf eigi byr út í hinar ókunnu fjarvíddir handan þröngra fjalla. Á vængjum roðans virtust þau blunda og safna kröftum til flugs á komandi dóg- i’m. Og hvað bjó í þeim heimum, sem þau kynnu að sjá? Roskinn maður svarar þeirri spurningu á þá leið, að vafalaust muni þau sundrast og verða að engu. Er hezt lætur, verði þau dögg, sem dettur ofan í einhvern dalinn. Ungur maður gefur þeim nafnið uaak-al- waak. Og hví las ekki Gunnar á Hlíðarenda Þúsund og eina nótt, áður en hann bjóst til ferðar? Þá hefði hann haldið áfram. Beitilyngsilmurinn barst ofan af Flánum. Sjóndeildarhringur stækk ar, eftir því sem ofar dregur til fjalla. Ég gekk þangað upp eftir. Fjarlægari hnjúkar risu upp yfir heimafjöllin. Nú á tímum ferðast fólk í flugvélum til að sjá miðnæt ursólina meðal annars og lítur landið úr lofti, hvort heldur sem er á degi eða nóttu. Slíkt var óþekkt hérlendis fyrir nókkrum áratugum. Þá varð að láta sér nægja þá yfirsýn, sem áunnin var fótgangandi. Og eftirvænting- in, aðdáunin og þakklætið var vafa laust einlægara, eins og alltaf er yfir því, sem mest er fyrir haft. Yfirsýn úr lofti er vissulega dá- samleg, heillandi. En samband fótgangandi manns við anda heið anna, fjallanna, öræfanna, er mikl um mun innilegra. í flugvél finn- ur enginn ilm öræfagróðursins. Enginn heyrir þaðan söng sól- skríkjunnar eða óminn af tófu- gaggi. Viðbragðasjónleikur villtra fjallasauða verður vart athugað- ur. Komið getur fyrir, að k.jöltu- rakkar og sporhundar ferðist með flugvélum, en ég hygg, að smala- hundar sjáist þar fáir. Enginn Jón á Þingeyrum eða Hesta-Bjarni getur tekið með sér hlaupfráa fjörgamma upp í loftið til að njóta skeiðspretta og hófadyns. Hrædd- ur er ég um, að Fjósatungu-Dreyri eða Snælda Sigurðar frá Brún Framhald á 694. síSu. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 683

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.