Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 21
^ ilaustrið þá 86 bækur, og er bokaskráin einstök í sinni röð hér " landi. Þá hafa þeir Sigurður og t.ar ísleifsson, ábóti á Þverá, slírifað undir sáttmála, sem gerð- Ur var árið 1468 milli Ólafs bisk- uþs Röguvaldssonar á Hólum og Jóns prests Pálssonar og Finnboga, ®°nar hans. Árið 1475 skiptu þeir higurður príor og Magnús bóndi r^nediktsson á Espihóli á jörðum. jarðaskipti samþykkti Ólafur ^ngnvaldsson árið 1478. Síðast ’nnst Sigurðar príors getið ár- 1492, er hann fékk Ólafi Rögn- valdssyni Engihlíð i Öxnadal í skiPtum fyrir Skollatungu í Hörg- Sr<lal. Af þessum samtíningi um 'Surð príor á Möðruvöllum sést, a° hann kemur mjög við sögu , ls^upa um sína daga og á einnig 1 íarðaskiptum og kaupum fyrir ,aUstrið. Virðist Sigurður ávinna Ser virðingu á við ábótana á Þverá °g bingeyrum. Eítirmaður Sigurðar mun hafa Verið Nikulás prestur Þormóðsson. Rans er getið fyrst sem príors ár- le 1501. Er hann þá í dómi með nðrum klerkum á Víðivöllum i kagafirði, miðvikudaginn næsta Vrir Hallvarðsmessu (15. maí), um Veir{ nokkurn Jónsson, er tveim- nr kúgiidum hélt fyrir Hólakirkju. 111 Nikulás þennan er sagt, að aþn tók til sín Þóreyju, fátæka nlku, og átti með henni tvo ^nn, Þorbjörn og Þorstein. Telja .Umir> að Nikulás príor hafi ver- ia®ir þeirra, þótt slíkt mætti e iíi nefna. Eru frá þeim ættir. °rsteinn, sem nefndur var Þór- yjarson, átti með Guðrúnu Finn- gadóttur, ábóta á Þverá Einars- °nar, séra Einar skáld i Heydöl- - ^r þaðan kynslóð allra íslend- Sa- Ættfræðingar telja Nikulás Pn°r son Þormóðs prests ólafs- enar, sem var af Þorsteins gnianns Eyjólfssonar á Urðum. 1467 S ^emur fyrst við skjöl árið Il'i ^r 113011 kirkjuprestur á nafum. liklega kanoki eða öðru j., m ”canonicus sæcularis.“ Hann lee Upsir árið 1480 °S hefur lík' aðga V6Uð þar’ unz hann var skip- Ur príor á Möðruvöllum. Nikulás 0p nefndur í sambandi við dóma ið fi°rninga árið 1504 og enn ár- u er Nikulás príor fyrst- arli m °n.da árið 1507 um tíund' r a d nágranna síns, Höskulds Lauga] °nai\ lögréttumanns á índj er Nikulás i dómi Tí M á Víðivöllum árið 1512 vegna tylft- areiðs Ólafs Filipussonar, og á Bótólfsmessu árið 1513 er kveð- inn upp merkur dómur á sama stað um lambaeldi fyrir Reynistað- arklaustur með setu Einars ábóta á Þverá, Nikulásar príors og tíu presta. Enn var Nikulás i dómi árið 1517 um jörðina Kaldaðarnes í Bjarnarfirði. Þá er hans getið í dómi um Syðsta-Hvamm á Vatns- nesi og nefndur i dómi um brigð á Hvammi í Vatnsdal, jörð og búi Þingeyrarklausturs, sem þá dæmd- ist Gottskálki biskupi. Var Einar ábóti á Þverá, Benediktsson, einnig í þeim dómi. Nikulás príor var einnig við gjafabréfagerð Gott- skálks biskups, er hann gaf Hóla- kirkju XI tugi jarða og börnum sínum 6 hundruð htmdraða mið- vikudaginn fyrir Barrabasmessu 1520. Nikulás príor, Einar ábóti á Þverá og prestar fyrir vestan Öxnadalsheiði kusu Jón prest Ara- son á Hrafnagili árið 1520 til þess að hafa forsjá með dómkirkjunni á Hólum og peningum hennar. Þá er Nikulásar seinast getið, er norð- anklerkar komu saman árið 1522 og kusu Jón Arason fyrir ráðs- mann og officialis á Hólum og yfir allt biskupsdæmið. En síðar va-r Jón kosinn biskup. Er þá komið að síðasta príorin- um á Möðruvöllum, Jóni Finnboga syni (príor 1524—40). Foreldrar hans voru Finn-bogi lögmaður Jónsson í Ási og Málfríður Torfa- dóttir, hirðstjóra á Ökrum, Ara- sonar. Hann átti bróður og al- nafna, sem var prestur í Laufá-si 1501—38, en var þá dæmdur frá staðnum og var þar þó aftur 1552—54. Jón príor var prestur i Múla 1491—1524 og hélt jafnframt Helgastaði. Hann var officialis 1520—22 og kemur við ýmsa merka dóma, til dæmis er hann með Helga ábóta á Þingeyrum i sexprestadómi að Eyrarlandi mánu daginn fyrir Philippimessu og Jakobi árið 1521, um hjúskap Jóns Hallgrímssonar og Helenu Þórar- insdóttur. Þann dóm úrskurðaði Helgi ábóti siðan löglegan laugar- daginn fyrir corpu-s Christi á Þing- eyrum. Einnig dæmdi Jón sem off- icicalis í málum Helga ábóta og Jóns biskups árið 1522. Jón príor seldi Lögmannshlíð 1528 Jóni bisk- upi Arasyni. Við dauða Jóns príors tók séra Björn Gísla-son við forstöðu Möðru vallaklausturs. Foreiorar hans voru Gísli lögréttumaður Hákonar- son á Hafgrímsstöðum, frændi Jóns príors, og Ingibjörg Gríms- dóttir, sýslumanns á Möðruvöllum ~í Eyjafirði, Pálssonar. Kapelán Jóns biskups Arasonar varð Björn árið 1540 og kirkjuprestur á Hól- um 1544, ráðsmaður þar 1546, og tók það ár við Möðruvallaklaustri. Björn var valinn biskupsefni 1551 að Jóni biskupi látnum og nefnd- ur vicarius í dómi það ár. Björn er sagður hafa staðið upp í Odda- eyrardómi 1551, er þeir Hólafeðg- ar voru dæmdir landráðamenn. Björn fékk konungsveitingu fyrir klaustrinu 1554 og hélt þaö til 1560 og hefur haft öll ráð á Möðru- völlum 1546—60. Séra Björn varð þjónandi prestur eftir hinni nýju kirkjuskipan konungs, fyrst prest- ur í Mikl-abæ í Blönduhlið, en skipti á því brauði við séra Stíg, son sinn, og tók Saurbæ í Eyja- firði. Björn varð prófastur í Vaðla- þingi og dó árið 1600. Kona Björns var (14. júlí 1555) Málfríður Torfadóttir, og eru frá þeim mikl- ar ættir. Mjög merkileg bókaskrá frá Möðruvallaklaustri er til frá árinu 1461. Eru þar taldar alls 86 bæk- ur, þar á meðal er fjöldi helgra manna sagna á íslenzku, sem hér verða ekki taldar, þá fornsögur margar, Kallamagnúsar saga með öllum þáttum. Ólafs saga Tryggva sonar (ágæt), Ólafs saga Haralds- sonar, Kóngabók, sem tekur til af Magnúsi Ólafssyni hinum góða fram til Sverris, Hrólfs saga kraka, Skjöldunga saga, Völsunga saga, Geirdals saga, Hrólfs saga Gaut- rekssonar, íslendinga saga (vond), Annáll góður og gamall. Bræðurnir á Möðruvöllum hafa haft mikinn áhuga á sögu Noregs og Danakonunga eftir þessum bók- um að dæma. Mætti láta sér detta í hug, að þeir hafi sjálfi-r unnið að ritun ýmiss konar sögufróðleiks. Þetta sama ár er gerð upptaln- ing á búpeningi klaustursins. Þá er heima á staðnum og á Öxn- hóli i Hörgárdal (útibúi klausturs- ins), 70 kúgildi, 40 uxar þrevetur og eldri, 10 naut veturgömul og tvævetur, alls nautgzipir 120, 100 geldingar, veturgamalt fé hálfur áttundi tugur, sauðfé alls 195, hest ar alls 41. Jarðir Möðruvallaklausturs voru Framhald é 687. si5u. N N - SUNNUDAGSBLAB 693

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.