Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 15
in mun verða sem í upphafi, auð
tóm.“ Og er ísmael heyrði þessi
orð, þagnaði hann. Og ^eisarinn
spurði ísmael: „Treystir þú enn
guði þínum?“ Hann svaraði með
orðum Johs: „Sjá, hann mun deyða
mig — ég bíð hans.“ Síðan gaf
ísmael rabhíni upp öndina.
Kanína ben Terjadon, rabbíni, á
bálinu.
Er Kanína skyldi brenndur,
vöfðu Rómverjar um hann lög-
málinu. Þeir stökkuðu í kringum
hann hrísbundinum og slógu í þau
eldi, en við hjarta hans lögðu þeir
vættan ullarflóka, svo að hann
fengi ekki skjótan bana. Dóttir Kan
ínu, sem var nærstödd, sagði við
hann? „Faðir minn, hvernig get
ég horft upp á þig deyja með því-
líkum hætti!“ Og hann svaraði:
„Brynni ég einsamall, væri mér
þungbært að deyja. En ég brenn
ásamt lögmálinu, og þá er ég þess
fullviss, að hann, sem hegnir þeim,
er svívirða lögmálið, hann mun
einnig hegna þeim, er svívirða
mig.“ Og lærisveinar hans sögðu
við hann: „Fræðari, hvað sjá augu
þin nú?“ Og hann sagði við þá:
„Bókfellið brennur, og ég sé letrið
hefja sig til flugs.“ Þeir sögðu:
„Opnaðu munninn, svo að eldtung
urnar sleiki þig innan og bindi
endi á þrautir þínar.“ Hann svar-
aði: „Sá, sem gaf mér líf, hann
mun einnig svipta mig lífi. Sjálf
ur dirfist ég ekki að stytta mér
aldur.“ En böðullinn, sem kenndi
í brjósti um Kanínu, sagði við
hann: „Fræðari, ef ég æsi eld-
inn og tek ullarflókann frá hjarta
þínu, öðlast ég eilíft líf?“ Og
hann sagði: „Já.“ Og hann lagði
eið út á það. Þá æsti böðullinn
eldinn og tók ullarflókann frá
hjarta rabbínans, og Kanína and-
aðist á samri stundu. Og þegar eld
hafið ólgaði, sté böðullinn sjálfur
á bálið og beið þar bana. Þá
heyrðu menn raust himinsins:
„Kanína ben Terjadon, rabbíni, og
böðull hans munu báðir öðlast ei-
lift líf.“
Refur og úlfur.
Jochanan rabbíni sagði: Mei'r
rabbíni kunni þrjú hundruð
dæmisögur um refinn, en ég man
aðeins nokkrar, þeirra á meðal
söguna, sem útskýrir orð Jeremía
spámanns: „Feðurnir átu súr vín-
ber, og tennur barnanna urðu
sljóar."
Refurinn sagði eitt sinn við úlf-
inn: „Þú skalt heimsækja Júðana
daginn fyrir hvildardaginn og
hjálpa þeim að undirbúa máltíð
hvfldardagsíns. Þá færðu að neyta
hennar ásamt þeim.“ En þegar
úlfurinn kom í hlað á bæ Júðans,
var hann laminn með lurkum og
hrakinn í brott. Þá vildi úlfurinn
drepa refinn, en refurinn baðst
afsökunar og mælti: „Júðarnir
slógu þig sökum föður þíns. Hann
hjálpaði þeim forðum að undir-
búa máltíð hvfldardagsins, en át
síðan sjálfur alla beztu og stærstu
bitana.“ Úlfurinn spurði: „Á ég
að sæta refsingu fyrir mi-sgerðir
föður míns?“ Og refurinn sagði:
„Já, þvi að skrifað stendur: „Feð-
urnir átu súr vínber, og tennur
barnanna urðu sljóar.“ En fylgdu
mér, og ég skal vísa þér þangað,
sem þú getur fengið nóg að eta
og drekka.“ Refurinn fylgdi síð-
an úlfinum að brunni nokkrum.
Var bjálki um þvert brunnopið,
'Framhald af 693. síðu.
taldar alls 57 á sextándu öld, auk
reka, hlunninda, ítaka. Meðal
eigna klaustursins voru tveir hlutir
í Grímsey. Er svo að skilja, að
Möðruvallaklaustur hafi átt hálfa
eyjuna móts við Munkaþverár-
klaustur. Var héi aðeins frá skil-
inn Miðgarður, sem var eign kirkj-
unnar þar. Þá átti klaustrið fjórð-
ung í Flatey á Skjálfanda.
Möðruvallaklausturkirkja var
helguð heilögum Ágústínusi, og
var hann nafndýrlingur hennar.
Við skulum litast þar um árið
1525. Þar voru þá þessir kirkju-
gripir: Krossar tveir yfir háaltari,
Maríulíkneski, stórt Ágústínusar-
líkneski, Barthólomeusarlíkneski,
Nikulásarlíkneski, skírn og prop-
iccitorium með silfur, en kross
með undirstöðu yfir krossaltari
Jóhannesar baptista líkneskja, Pét-
urslíkneskja, Magnúslíkneskja og
2 Ólafslíkneskjur, textar 2, 3 smá-
bjöllur, klukkur tvær inni, klukk-
ur 6 úti, altarissteinar 4, kaleik-
ar 6, 2 gylltir af þeim, 6 corpor-
alar, messuklæði 10 með öllu, 7
sloppar, höklar 2 sta-kir, kápur 12,
dalmatikur 3, háaltarisbúningar
tvennir, brikarklæði 3 með glit,
með Mariu altari tvennir búning-
ar, silfurskildir á annari brúninni,
en í reipinu, sem lá yfir bjálk
ann, dingluðu tvær skjííur, önnu.’
við brunnopið og hin öjúpt niðr
í brunninum. Refurinn stökk i efr
skjóluna, svo að hún féll niðu-
og hin skjólan hófst npp Ú’fur
inn spurði: „Hvers vegna fórsti
í skjóluna?" ,Af því að hérní
niðri eru gnægðir af kjöti og osti,‘
og refurinn benti úlfinum á tungl
ið, sem speglaðist í vatnsskorp
unni, og taldi honum trú um, aí
spegilmyndin væri kringlulaga ost
kjúka. Úlfurinn spurði þá: „Hvern
ig kemst ég niður?“ „Stökktu
skjóluna, sem hjá þér er.“ Og úlf
urinn stökk í skjóluna, svc að húr
féll niður og skjóla refsins hófsl
upp i brunnopið. Þá hrópaði úlf-
urinn til refsins: „Hvernig kemsl
ég upp aftur?“ En refurinn svar-
aði honum með setningu úr Orðs
kviðum Salómós konungs: „Rétt-
læti hins ráðvanda gjörir veg hans
sléttan, en hinn óguðlegi fellui
um guðleysi sitt.“
2 altari með tvennum oúnmgi,
tvær brúnir með látúnsskjöldum,
2 dúkar með röndum hringofnir
2 koparstikur, 10 járnstikur, 9 glóð
arker, silki yfir Maríulíkneski, 3
handklæði, yfir líkneski merki 3.
Getið er hér um kross og Maríu-
altari í kirkjunni. Þá voru þar 7
kistur, 3 stokkar og bjarnarfeld-
ur. Þessi vopn og verjur átti
klaustrið: 7 pansaraflíkur, 6 hatta
(hjálma) 3 hengi, 2 lausakraga.
Þá kemur hér upptalning á ýms-
um búshlutum, sængurklæðnaði
og borðbúnaði klaustursins: Must-
arðs, pipar og maltkvörn (malt-
kvörnin bendir til ölgerðar í
klaustrinu), 13 dýnur og svo hæg-
indi, 3 ul-laráklæði, rekkjuvoðir 13,
flestar vondar, 6 kistur, 13 könn-
ur, 13 hornstaup, 2 tinstaup, 10
tinföt, 2 blýföt. 9 drykkjarhorn,
12 föt steind, 25 önnur föt, 20
skerdiskar, 10 nýir, 20’tréföt, 60
trog, 13 stórkeröld með hituker-
öldum, 30 skálar með kerum,
drykkjuaskar 3, 20 strokar, 24
spænir, 5 smápottar, 1 stór, 9 katl-
ar, 1 Iíndúkur, 2 ullardúkar 4
handklæði. Þá er gejtið í eigu
klaustursins 76 binda bóka.
(Heimildir: Fombréfasafn, Bfck-
upasögur, Annálar, fsl-enzkar ævi-
skrár, Árbækur Espólíns o.fl.).
MÖÐRUVALLAKLAUSTUR
T I M 1 N N — 8UNNUDAGSBLAÐ
687