Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 16
MED FERÐUM TIL fSLANDS Ég tak mér fari með Hafnar- fjarðarvagni, er ég fer öðru sinni í heimsókn til Björns Þorsteins- sonar. Frá biðskýlinu er gerigið upp með hinum eina og sanna bæjarlæk Hafnfirðinga, Hamars- kotslæknum, þar sem Jóhannes Reykdal tendraði „köldu ljós- in“ fyrir 63 árum. Það var upphaf rafvæðingar á íslandi. í útjaðri kaupstaðarins standa hálfbyggð hús, og í kraðak- inu býr Björn með nýsköp- unina allt í kringum sig. Hann segir mér, að landamerki Hafnar- fjarðarkaupstaðar og jarðarinnar Setbergs hafj til skamms tíma leg- ið um lóðina hans, en nú sé fjöl- skyldan orðin óumdeilanlegir Hafn firðingar. — Eigum við ekki að koma út i garð? bætir hann við Og við gerum það, enda er veður eins og bezt verður á kosið, létt- skýjað og hlý gola af suðri. — Hvenær kviknaði söguáhugi þinn, Björn? — Ætli þetta sé ekki meðfætt? En auðvitað hafði mikið að segja, að ég var alinn upp innan um fróðleiksfólk, las íslendingasögur í bernsku og kynntist marghátt- uðum þjóðlegum fróðleik. — Hvað er um skólagöngu þína að segja? — Ég varð stúdent árið 1941. Þá var erfitt að komast utan til náms, en mig fýsti að leggja sbund á sagnfræði ytra. Varð það úr, að ég hóf nám í íslenzkum fræðum hér heima með sögu sem aðal- grein. Prófessor Björn Guðfinns- son, sem lét sér umhugað um nemendur sína, benti mér á, að þetta væri óhyggilegt val, því að hér væru engir fullgildir sagnfræð ingar úbskrifaðir og maður, sem Iyj'i prófi af þessu tagi, hlytí að þoka fyrir sagnfræðingum, mennt uðum erlendis, sem sögukennari og fyrir sérmenntuðum mönnum i málfræði og bókmenntum sem ís- lenzkukennari. En ég lét þetta ekki aftra mér og útskrifaðist ár- Kristófer Kóiumbus. Honum hefur ver- ið tiltæk landfræðiþekking íslendinga, hvað sem líður þeirri tilgátu, að hann hafi komið hingað til lands. ið 1947. Prófritgerð mín fjallaði um konungseignir fyrir siðaskipti, en sögu íslands eftir 1630 var ekki sinnt vlð háskólann, þegar ég hóf þar nám. — Og svö ferðu1 til Englands til framhaldsnáms. — Ég fékk styrik frá The British Council til þess að rannsaka heim- ildir frá fimmtándu öld, en þar er hálfgerð fcýða i fslandssoguna, eins og við höfum minnzt á. Ég var mest í Lúndúnum, sótti rann- sóknaræfingar ásamt brezkum stú- dentum við University College of London og The London Séhool of Eronomics. Hélzti kennari minn við University College var prófess- or Bindoff, einn þekktasti fræði- maður í stjórnárskeiði Tudorætt- ar í Englandi, og við LSE Carus- Wilson, en hún hefur, meðal ann- ars, skrifað ritgerð um íslands- verzlun Englendinga. Ég kannaði inikið magn skjala í rikisskjalasafninu (Public Record Office) í Lundúnum og fór um Austur-Anglíu og rannsakaði skjöl, sem varða sögu íslands í söfnum þar, einkum í Ipswich og Lynn. Lynn var mikil verzlunarborg á miðöldum, og er talsvert þar að hafa um íslenzka sögu, en Alex- ander Bugge hafði rannsakað sumt af því áður. Ég kom einnig í söfn í Hull og Boston, en fór ekki til Bristol, því að söfn þar höfðu þeg- ar verið könnuð í þessu skyni. Nú mun að mestu búið að kanna skjöl í Englandi, sem ísland varða, frá því fyrir 1600. Það, sem ég dró fram í dagsljósið, gaf ég að mestu út í fornb'réfasafni, en sú útgáfa er gjaldþrota, og hefur. registur ekki verið gefið út af þeim sök- um. Það er dálítið bagalegt. — Hvaða nýmæli leiddu rann- sóknir þínar í Englandi einkum í ljós? — Fyrst má nefna það, að magn enskra siglinga hér við land á fimmtándu og sextándu öld var miklu meira en var al- mennt ætlað, hingað sigldi 100 til 150 skipa floti á ári. Þá fann ég ýmis skjöl, sem Iýsa útgerð Englendinga hér rækilegar en áður var vitað. í þriðja lagi var nýju ljósi varpað á stöðu fs- lands í samfélagi Yestur-Evrópu og hnáskinnaleikinn um landið. Hinn 8. nóvember 1415 kemur fs- land fyrst við sögu í alþjóðapólitík, og síðan hefur landið alltaf öðru hverju verið á dagskrá á stórvelda- Rætt við Björn Þorsteinsson sagnfræðing - síðarí hluti 688 ^INN- SUNNUÐAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.