Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 5
Þjóðhátíðarmynd frá Vestmannaeyjum — tekin nú á síðustu árum.
í brekkurótunum sátu í grasinu
hvirfingar fólks, sem flest var
ungt, við drykkju og skrípalæti.
Nokkrir lágu á grúfu í grasinu,
sumir augafullir. Þetta voru ekki
allt eyjaskeggjar. Meðal þeirra
voru aðkomumenn úr Reykjavík,
sem komið höfðu til þess að sleppa
fram af sér beizlinu um helgina.
Einn hópurinn kallaðj fagnandi
á mig og útnefndi mig Englend-
ing. Brennivínsflösku og pappa-
bolia var troðið í hendur mér af
mikilli gestrisni. Undir eins og það
vitnaðist, að ég var Ástralíumaður,
tók ungur sjómaður í hópnum að
stytta mér stundir með sögu af
því, þegar hann strauk af skipi í
Ástralíu og var settur í fangelsi,
og ung stúlka með auf>un á floti
bauð mér að koma með sér niður
í tjald, þar sem dansað var. Mig
grunaði þó, að hún væri tæplega
dansfær, þvi að hún átti fullt í
fangi með að standa á fótunum.
Fjörlegur, roskinn maður með
skipstjórahúfu vildi láta mynda
sig. Hann fylgdi mér um svæðið,
breiddi við og við úr sér fyrir
framan myndavélina og kynntl
mig öðrum gömlum sægarpi, sem
bauð mér í nefið (íslendingar nota
enn neftóbak), og fiskimanni, er
hafði það sér til ágætis, að hann
hafði verið á þeim bátnum, sem
mest aflaði á síðustu vertíð. Þeir
voru ellefu á þessum báti, og hann
sagði, að þeir hefðu borið úr být-
um hundrað þúsund krónur hver
á fjórtán vikum. Það er meira en
sextíu sterlingspund á viku.
Ungi sjómaðurinn, sem mér
heyrðist heita Hanki eða eitthvað
þvíumlíkt, ráðlagði mér að fara
ekki aftur til Reykjavíkur strax
þetta kvöld — ég átti að vera kyrr,
því að gleðin var aðeins að byrja.
Stúlkan hans var þegar orðin of
drukkin, en það voru þarna fleiri
píur, og frá klukkan ellefu til eitt
var skuggsýnt í dalnum, og þá gat
borið við, að grasið yrði vitni að
einu og öðru. Sjálfur þurfti hann
þó ekki að vera úti í kuldanum,
,og hann hét því, að skjóta lí.ka
skjólshúsi yfir mig, ef ég ýrði kyrr.
í bók Audens, Bréf frá íslandi,
er spurningu Kristófers Isher-
woods um það, hvernig kynferðis-
lffið sé, svarað á þessa leið
„Hemjulaust. Það þykir lítil ávirð-
ing að eiga barn í lausaleik11.
Ég veit ekki, hve hemjulaust líf-
erni íslendinga er, en því er enn
Ástralíumaðurinn þekktist
ekki það ráð, sem honum hafði
verjð gefið: Hann fór með
flugvél til Reykjavíkur snemma
kvölds, áii þess að hafa nokk-
urt dansspor stigið í Herjólfs-
Stefán Einarsson í ferðaskrif-
sfcofunni sagði við mig:
„Það voru hér geimfarar frá
eins farið og þegar Auden ferðað-
ist um ísland, að það telst varla
neinn blettur, þótt barn fæðist ut-
an hjónabands. . .
★
Það er dæmi þess, hve íslending
um er gjarnt til þess að fara sín-
ar götur, að eyjarskeggjar halda
þjóðhátíðina i ágústmánuði, en aðr
ir landsmenn í júní. Þegar menn
á meginlandinu skírðu nýju eyna,
sem kom upp úr hafinu, Surtsey,
þótti Vestmanneyingum skörin
færast upp í bekkinn. Þetta var
þeirra ey, sögðu þeir, og það var
þeirra réttur að gefa henni nafn.
Surtsey gaus enn sem ákafast, er
nokkrír eyjarskeggjar stigu þar á
land og reistu þar spjald með öðru
nafni Vesturey. Glóðheitri ösku“
rigndi yfir þá, og sagan sagði, að'
þeir hefðu með naumindum slopp-
ið lífs úr þessum háska . . .
dal. Þess vegna kunnum við
ekki af því að segja, hvernig
„Hanka“ farnaðist um miðnætt-
ið. Og nú Iá leiðin norður í
Öskju.
Bandaríkjunum í síðasta mánuði.
Þeir voru að búa sig undir tungl-
för“.
Ég drap tittlinga og spurði:
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
77;