Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Síða 6
„Hvers vegna komu þeir hing-
að?“
„Jarðfræðingarnir þarna fyrir
vestan bjuggust ekki við að sjá
þá aftur. Þeir sögðu, að á tunglinu
væru furðulegustu klettar, og það
yrði að kenna þeim ögn í jarð-
fræði, svo að þeir kynnu fremur
fótum sínum forráð. Jarðfræðing-
arnir veltu nú vöngum yfir því,
hvar á jörðinni landslag væri einna
áþekkast því, sem þeir héldu, að
væri á tunglinu, og þá kom þeim
ísland í hug.“
„Og hvað var gert við þessa
geimfara hér?“
„Þeir voru sendir í Öskju“.
Hann stafaði fyrir mig nafnið,
Askja. Og svo sagði hann mér,
hvað þetta nafn þýddi.
Ég mælti:
„í þessa Tungl-Öskju vil ég
komast“.
„Þér eruð líka að leggja af stað
þangað. Askja er langt uppi á
öræfum, suður af Mývatnssveit,
sem þér ætlið að skoða“.
Við Sveinn Sæmundsson, blaða-
fulltrúi Flugfélagsins, röbbuðum
saman yfir glasi, þegar ég sagði
honum, að ég vildi komast í Öskju.
„Ég kom þangað árið 1961, þeg-
ar hún gaus“, sagði Sveinn. „Fjór-
ir eldstólpar stóðu fimm hundruð
metra upp í loftið, bráðin hraun-
kvika kraumaði í fjórum gríðar
stórum gígum. Jörðin var snævi
þakin — nema þar, sem hraun-
elfurnar bræddu fönnina, svartir
straumar og glitti í rauða glóð-
ina. Við vorum í flugvél. Fyrst
sáum við reykjarstrókinn um það
bil, er sólin var að hníga. Þá sló
saman öllum litum — rauðum,
bláum og gullnum lit, sem ég get
varla lýst, einna helzt appelsínu-
gulum. Við flugum þarna yfir,
eins nærri og við þorðurn, urn
tíuleytið. Tunglið var komið upp
og varpaði fölri birtu á drifhvít-
ar fjallahlíðarnar. Það var eins og
himneskur friður hvíldi yfir öllu,
þegar horft var út um flugvélar-
gluggana öðru megin. En þegar
litið var út hinu megin, blasti við
ægilegt eldgosið: Gígarnir fjórir,
sem spúðu eldinum himinhátt.
Þeirri sjón gleymi ég aldrei á með-
an ég lifi. Þetta jörmunafl, og svo
fegurðin — þvílíkum atburðum
verður ekki lýst. Það var varla, að
við gætum horft á þetta.“
Sveinn bætti því við, að enn
ryki úr jörðu í Öskju. Hann sagð-
ist vona, að ég gæti komizt þ;mgað.
En fari svo, að þér komizt ekki
þangað, þá munið þér að minnsta
kosti ekki sjá eftir þvi að hafa
komið að Mývatni. Þér getið feng-
ið flugfar til Akureyrar á morg-
un“.
Ég rýndi út um gluggana á leið-
inni til Akureyrar. íshjálmur
Langjökuls, sem ég hafði séð
teygja tungu niður að Hvítárvatni,
var fyrir neðan okkur. En við
flugum nálega klukksutund í gegn
um skýjakaf, og öllu lengri var
flugferðin ekki.
Við komum út úr muggunni
yfir grænum dag milli hárra
fannafjalla, og síðan tók við ann-
ar dalur i kreppu nakinna, mó-
brúnna hlíða. Þar sáust merki
mannabyggðar. Á rann um blóm-
legt gróðurlendi og ræktarlönd út
í fjarðarbotn. Þarna var næst-
stærsta borgin á íslandi, Akur-
eyri: Borg með trjágróðri. ...
Morguninn eftir komu Stefán
Einarsson og þýzk stúlka, sem
vann í ferðaskrifstofunni, Erd-
muthe Glage, í flugvél frá Reykja-
vík til þess að fara með mér upp
í Mývatnssveit í langferðabíl, er
beið á flugvellinum. í bílnum voru
líka bandanísk hjón, Henry D.
Reck og kona hans — hann sögu-
prófessor, en hún læknir. Þau
liafa líklega verið um sextugt.
Mér gazt undir eins vel að þeim,
og þeim átti ég eftir að kynnast
betur.
Nú var ekið um sveitir, sundur-
skornar af háum fjöllum, og þeg-
ar við nálguðumst Ljósavatn, sagði
Stefán Einarsson:
„Þér sjáið þarna sveitabæ. Þar
hefur ætt mín búið í þúsund ár.
Ættingjar mínir eiga þessa jörð
enn“.
Úr þessu byggðarlagi var lög-
sögumaðurinn á alþingi árið 1000
— sá, sem lá undir uxahúð (hér
ruglar höfundur ef til. vill lítið
eitt saman Njáli í brennunni á
Bergþórshvoli og Þorgeiri Ljós-
vetningagoða við kristnitökuna) og
íhugaði, hversu mætti miðla svo
málum, að heiðnir menn fengju
áfram stundað heiðinn dóm, þótt
landið yrði kristnað og þeir skírð-
ir, sem það kusu. Hann hét Þor-
geir goði, sagði Stefán, og lét sjálf-
ur skírast. Þegar hann kom aftur
heim að Ljósavatni, tók hann goða-
líkneskin af stöllum sínum og varp
aði þeim 1 Goðafoss, einn hinna
fögru fossa á íslandi. Hinn mikil-
úðlegi Dettifoss er ekki langt und-
an heldur, og líklega hefði það
orðið úr, að ég hefði farið að skoða
hann, ef ég hefði ekki farið að
tala við Reck prófessor og spyrja
hann, hvað hann ætlaðist fyrir í
Mývatnssveit.
„Við gerum okkur vonir um að
komast í Öskju“, svaraði hann.
Það var bíll með drifi á öllum
hjólum, sem fór inn í Öskju á
miðvikudögum og laugardögum,
ef nægjanlega margir farþegar
fengust. Nú var fimmtudagur. Ég
stakk upp á því, að við fengjum
okkur strax jeppa, sem Stefán
hélt, að reynast myndi kleift, og
Reck samþykkti uppástunguna.
Á leiðinni að Mývatni fórum við
fram hjá afarlöngu fjalli, nöktu
eins og mauraþúfu. Stefán sagði,
að þarna væri einhver mesti gíg-
ur í veröldinni, í kringum þúsund
metrar í þvermál, myndaður við
eina sprengingu á forsögulegum
tíma.
Við komum nú auga á vatnið
og sáum endur á sundi. Það er
sagt, að á Mývatni sé meira af
öndum en á nokkrum stað öðr-
um í heiminum. Það vona ég, að
sé satt, því að í Mývatnssveit er
stranglega bannað að skjóta endur.
íslendingar segja, að það væri
niorð. Sú þjóð, sem stóð í látlaus-
um hefndarvígum á dögum vík-
inganna, ér nú meðal siðmenntuð-
ustu þjóða.
Sú ákvörðun mín, að komast í
Öskju, olli því, að við urðum að
hafast við innan dyra í gistihúsi
næstu klukkustundirnar. Ég var
við og við að hringja á sveitabæ,
þar sem ég ætlaði að fá jeppa
til fararinnar, en bóndinn svaraði
ekki, því að hann var úti við að
hirða hey sitt og koma því í hlöðu,
áður en rigndi. Þegar skúrin gekk
yfir sveitina, svaraði hann og
kvaðst skyldi leggja af stað með
okkur morguninn eftir. Hann sagð
ist verða um tólf klukkutíma báð-
ar leiðir.
Þegar þetta hafði orðið að samn-
ingum, gátum við farið út. Þarna
voru tvær húsahvirfingar, sem líkt
ust þorpum — Reynihlíð og
Reykjaihlíð, þar sem við vorum.
Gistihússtýran, Guðrún Jónsdóttir,
hefði ekki getað verið árvakrari.
Maður hennar, Jón Jónsson —
stórvaxinn, hlédrægur bóndi, sem
lítið gat bjargað sér í ensku —
átti líka jeppa, sem hann notaði
í ferðir um nágrennið, og nú ók
hann með okkur á jarðhitasvæði,
78
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ