Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Qupperneq 8

Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Qupperneq 8
myndir. Frostið hefur sprengt hraunhelluna, sagði bóndinn, sem ók bílnum. Við námum staðar og mötuðumst við læk, þar sem nafntogaður útilegumaður á átj- ándu öld, Fjalla-Eyvindur, hafðist stundum við. „Hann var hér harðasta vetur- iinn, sem menn mundu“, sagði í Sverrir Tryggvason. „Hann lifðí*^* • hvannarótum og hráu hrossakjöti, og hann gat aldrei kveikt upp eld, því að reykurinn hefði vísað bænd- l unum á dvalarstað hans. Þeir voru i að leita hans, því að hann stal hestum þeirra“. Hér var fjalldrapi og ýmis gróð- ur annar, jafnvel nokkuð af blóm- um. Við héldum áfram og komum nú þar, sem allt var þakið ljós- gráu grjóti, sem minnti á stein- | lagningu, ýmist hnúskóttu eða ’ sléttu o'g öllu sorfnu af straum- harðri á. Það var eins og dauðir i fílar lægju þarna hlið við hlið. ; Engin tilraun hafði verið gerð til þess að sprengja akbraut í gegn- um þessa grjótheima. Þess í stað hafði vikri og sandi verið dyngt í verstu gjóturnar og gerð með þeim hætti gata, sem átti að heita : fær ökutækjum. Síðan tók við fölbleikt slétt- lendi með svörtum mishæðum. Það var fínn vikursandur, sem komið hafði úr Öskju í gosinu ár- ið 1961, er gaf landinu þennan lit, en mishæðirnar vorir dökkir hraunhólar, sem vikurinn hafði ekki náð að hylja. Ökumaðurinn hélt nú upp á gulleita hæð, þar sem nýlega höfðu átt sér stað elds- umbrot, svo að við sæjum betur yfir þessa einkennilegu flatneskju, sem umkringd var rauðum fjöll- um með fannir í hlíðum. Við sáum, að fram undan var svart hraun. Þegar við áttum skammt ófarið að því, nómum við staðar á öldu, þar sem furðulegir klettar risu yfir sandinn. Á ein- um stað voru tveir drangar, sem sköguðu skáhallt upp í loftið eins og tröllafingur og líktust bók- stafnum V. Þegar við ókum upp á hraun- breiðuna, blasti við stórfenglegur vitnisburður um afleiðingar Öskju- gosa. Allt í kringum okkur var hraun, sem rann árið 1875, eggj- ótt og bárótt og tekið að safna á sig nokkrum grámosa. Árið 1961 ultu nýir hraunstraumar út á þaifi, hlóðust þar upp eins og veggur og námu staðar. ... Veðrið hafði verið harla leiðin- legt, og þoka huldi koll hins fagra fjalls, Herðubreiðar, sem er 1990 metra hátt. Nú fór landið sífellt hækkandi. Hér og þar voru snjó- drefjar mgðfram slóðinni, og fjöll- in voru snævi þakin. Eftir fimm stunda akstur, oft um illfær hraun, vorum við mjög farnir að nálgast Öskju. Við ókum yfir svartflekk- ótta hásléttu, sem víðast var þó þakin mjöllu, og það var nístandi kuldi. Þar sem gufu lagði upp úr jörðinni, líktist mökkurinn þoku í hvössum vindi. Fönnin jókst, og loks nam jeppinn staðar. Við urð- um að ganga dálítinn spöl. Ég veit varla, hvað ég bjóst við að sjá — sennilega stórt, keilu- laga fjall. Varla ógnardjúpa skál. Það var þó það, sem blasti við augum okkar. Askja er líkust tröllslega eld- brunnu hringleikahúsi. . . Ég held, að gígurinn, sem ég sá, hafi verið nokkur hundruð metrar í þvermál, og það voru á að gizka þrjátíu metrar niður að vatninu, sem myndazt hafði í botni hans. Enn rauk úr vatninu. Vatnið var harla undarlegt á litinn, mógrátt eins og mjólkurblandað kaffi, í- Framhald á 94. síSu. - 180 TÍ MIN N - SUNNHDAG8BLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.