Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Qupperneq 11
JÓN ÓSKAR: meðan höfundurinn sjálfur lét sópa hugsuninni í fangelsi.
Evgenía Ginzburg hefur
Málsvarar menningartnnar sagt okkur frá því. Sonur hennar kreppir hnefa
Þið, félagar mínir, fyrir framan dómshúsið.
vitið. Þarf ég að spyrja,
ef hugstraumar ná gegnum fangelsismúrinn. hvort hann hugsar um
að við fylgjumst með ykkur móður sína.
eins og við fylgjumst með Þeódórakis þegar ég verð að hugsa um hana,
í Grikklandi. konuna sem lifði
Hvort hugsið þið í klefum ykkar fangabúðir Stalíns
um vöggu lýðræðisins og orti Ijóð í myrkrastofu?
eða um lýðræðislegustu stjórnarskrá í heimi. Nei, ég spyr ekki.
sem daginn leit undir himni Moskvu ég hneigi höfuð mitt.
varið. Hann var kominn inn á
undan okkur, en við fylgjumst
með frúnni inn í höllina. Leiðin
lá beint til borðstofu, því að nú
skyldi taka til snæðings. Þegar
við komum inn í anddyrið, glumdi
í höllinni rétt eins og þórdunur
færu um alla veggi, og hljóðið
kastaðist frá lofti til gólfs, svo að
byggingin nötraði við. Því var
sjálfsagt að flýta sér úr anddyr-
inu inn i salinn. Þar áttu dun-
urnar upptök.
Við opnum hurðina og gægj-
umst inn. Sextíu strákar hafa safn-
azt saman í hóp umhverfis for-
stöðumanninn, sem leikur á slag-
hörpuna, og það eru engir veimil-
títutónar, sem raddbönd þeirra
senda út í umhverfið. Þarna orga
þeir af öllum kröftum lagið, sem
hann spilar, en hvernig hverjum
einum gekk að halda laginu, skal
ósagt látið. Það hendir stundum,
að skakkur tónn sé tekinn, þótt
ekki elgi nýliðar í iistinni í hlut.
Jú, hér söng virkilega hver sem
betur gat.
Þarna /Var virkilega gleðinnar
gnýr innan veggja. Og svo var tek-
ið til matar, sem beið á borðum
meðan sungið var. Hver piltur sett
ist á sinn stól og hver neytti þess
af ákafa, sem framreitt var.
„Það er stundum dálítil van-
kunnátta i borðsiðum, þegar þeir
koma, en þetta lagast fljótt eins
og annað, þegar þeir hafa vanizt
okkar háttum. Og þó að einn og
einn sé með því marki brenndur
að þykja okkar siðir skrítnir —
það eru aðallega þeir eldri — þá
koma þeir líka með og samlagast
hópnum“, segir Karen.
Það leyndi sér ekki, að hér var
hvorki tepruskapur né matvendni
ríkjandi. Þetta voru ef til vill ekki
drengir úr þeim búðum komnir,
sem höfðu haft slíkt um höntL*
heima að fussa við vissum tegund-
um matar — og þó: Á forstöðu-
konunni mátti skilja, að slikt væri
alls ekki svo sjaldgæft, að einn eða
annar borðaði aldrei þetta eða hitt,
„en sá óvaní er nú fljótur að hefl-
ast af, í okkar félagsskap þýðir
ekki að vera með neinar tiktúrur.
„Sá, sem vill fara eigin götur, er
fljótlega mannaður upp í að vera
strákur eins og hinir“, segir for-
stöðukonan. /
Og borðsiðir voru haldnir, en
hávaðalaust geta sextíu strákar
náttúrlega ekki lokið máltíðinni
og satt sextíu svanga maga.
Að borðhaldi loknu skyldi svo
hver hópur ganga til þeirra ve,rka,
sem dagskráin mælti fyrir um. Að
alverkefnin hér eru náttúrlega
ekki bókleg efni, sízt í júlímánuði,
en að sjálfsögðu eru þau ekki snið-
gengin og brunnar þekkingarinn-
ar aldrei lokaðir.
Aðalerindið hingað er að safna
þrótti, líkamlegum og andlegum,
eflast að öllu atgervi til þess að
verða hæfur þegn í hópi drengja,
er heim kemur, og geta þar beitt
þeim þfótti, sem sóttur er í mann-
dómsháttu við góða siði og lieil-
brigð uppeldisáhrif við nokkurra
vikna dvöl á Lindigarði.
Það er talið hafa tekizt með á-
gætum bæði á Lindigarði og hlið-
stæðum heimilum, að sinna þvf
verkefni, sem póstmeistarinn setti
sér á sínum tíma og rækt hafa
verið í sextíu ár — síðan jólamerk-
ið kom út i fyrsta sinn.
Þúsundir drengja hafa hlotið
þar andlegt og líkamlegt þrek,
sjálfstraust og ný framtíðarvið-
horf og eflt þessa þætti á fari
sínu upp frá því. í heilnæmu and-
rúmslofti heimilanna hafa þeir
kynnzt nýjum hliðum lífsins og til-
verunnar, sem styrkt hefur veik-
an rey og gert honum kleift að
standast þráviðri daglegs lífs, sem
fyrr lá við, að buguðu þrek þeirra.
Hér eflast þeir að djörfung og
manngildi.
Spurningunni um, hvort ein-
hverjir drengjanna minnist síðar
dvalarinnar á svona heimili eða
sýni nokkurn þakklætisvott fyrir
það, sem fyrir þá var gert, svarar
Billgren með því að tilfæra nokk-
ur dæmi. Fyrrverandi dvalardreng
ir eru nú orðnir mætir þjóðfélags-
borgarar, sem styðja starfsemi
þessa og rekja velferð sína til þess
dags, er þeim auðnaðist að kom-
ast á eitt umræddra heimila. ,,Og
margir drengir skrifa okkur og
þakka dvölina hér, og ófáir eru
þeir, sem líta inn til okkar síðar,
ef tækifæri og tilefni gefast, til
þess að þakka fyrir síðast og rifja
upp gamlar minningar frá verunni
hérna“, segir forstöðumaðurinn.
Það má skilja á rödd hans, að það
sé metnaður þeirra, er ábyrgð
hafa á þessari starfsemi, að sem
allra flestir minnist vistarinnar á
heimilunum sem sólskinsbleíts á
ævivegi.
Framhald á bls. 91.
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAB
i
83