Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Page 21

Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Page 21
að höggva brenni i garðinum. Þarna er hann að höggva brenni, og allt í einu sér hann apakött. Honum þótti mjög vænt um apa og hafði dreymt um það alla ævi að eignast apakött, og skyndilega er apakötturinn kominn ljós- lifandi! Drengurinn fór heim með apa- köttinn, gaf honum mat og te, og apakötturinn var mjög ánægður. En þó ekki fullkomlega, vegna þess að amma hans Alyosha fékk strax megnan ímugust á honum Hún æpti að apanum og langaði meira að segja til að berja hann. Allt stafaði þetta af háttalagi ap- ans, er setið var að tedrykkju. Þegar amman fékk sér sykurmola og setti hann hjá undirskálinni, þá nældi apakötturinn í molann og stakk honum upp i sig Ja, apa- köttur er ekki manneskja. Hann veit ekki, að ætli hann sér að taka eitthvað, á hann ekki að gera það fyrir framan augun á ömmu. Þetta vissi vesalings apaköttur- urinn ekki, og því fór hann sínu fram í augsýn ömmu, og auðvitað lá henni við gráti. Amma sagði: „Þegar öllu er á botninn hvolft, er það einkar Ieiðinlegt að ein- hvers konar api — með rófu — skuli búa í íbúð fólks. Hann skelfir mig með þessu ómennska útliti sínu. Hann gæti átt það til að stökkva upp á höfuðið á mér í myrkrinu. Hann étur allan svk- urinn minn Nei, ég neita hrein- legaað hafast við undir sama þaki og apaköttur. Annað hvort okk- ar verður að vera í dýragarðin- um. Á ég þá kannski að fara í dýragarðinn? Nei, það er betra að láta apann búa þar og að ég verði í minni íbúð.“ Alyosha sagði við ömmu sína: „Nei, amma, þú þarft ekki að flytja í dýragarðinn. Ég skal ábyrgjast það, að apakötturinn éti ekki oftar sykurinn þinn. Ég ætla að ala hann upp eins og manneskju. Ég ætla að kenna honum að borða með skeið og drekka te úr glasi. Og hvað stökk- unum viðvíkur, þá get ég ekki bannað honum að sveifla sér í Ijósakrónunni á stigaganginum. Þaðan gæti hann auðvitað stokk 3ð niður á höfuðið á þér, en þú mátt ekki verða hrædd, þótt það komi fyrir, því að þetta er mein- laus apaköttur, sem hefur vanizt því í Afríku að hoppa og stökkva. Daginn eftir fór Alyosh a i skól- ann og bað ömmu sína að líta eft- ir apakettinum. En amma leit ekki eftir apanum. Hún hugsaði: „Ég held nú síður, ég ætti nú ekki annað eftir en fara að líta eftir ein hverri ófreskju." Og mitt í þess- um hugleiðingum sofnaði amma í stólnum sínum. Þá-klifraði apakötturinn okkar út um opinn glugga og niður á götu og hélt sig á gangstéttinni sól armegin. Hver veit — kannski lang aði hann til að fá sér gönguferð, og kannski hafði hann einsett sér að koma við i búð og fá eitthvað handa sér. En á sömu stundu átti gamall. fatlaður maður, sem Gavrilisj hét, leið þar hjá. Hann var að fara í gufubað og hélt á lítilli körfu, sem i var sápa og nærföt. Hann sá apaköttinn, og í fyrstu trúði hann ekki sínum eigin aug- um. Hann hugsaði með sér, að hann sæi ofsjónir, af þvi að hann hefði drukkið eina krús af Öli skömmu áður. Og þarna stóð hann og horfði forviða á apaköttinn, og apaköttur inn horfði á manninn. Ef til vill hugsaði apinn: „Og hvers konar fuglahræða er nú þetta og með körfu í hendinni?" Að lokum skildi Gavrilisj, að þetta var raunverulegur apa köttur og engar ofsjónir. Og þá hugsaði hann: „Ef ég gæti náð hon um, skyldi ég fara með hann á markaðinn á morgun og selja hann fyrir hundrað rúblur, og fyrir hundrað rúblur7 get ég keypt mér tíu ölkrúsir“. Og Gavrilisj reyndi að ginna apaköttinn til sín og kallaði: „Kisa — kis-kis . . . komdu hingað.“ Hann vissi reyndar, að þetta var ekki kisa, en hann vissi ekki, á hvaða máli hann ætti að ávarpa apann. Og svo tók hann einn sykur mola upp úr vasa sínum, sýndi apa kettinum, beygði sig niður og sagði við hann: „Fallegi apaköttur, mætti ég bjóða þér sykurmola." Hann svaraði: „Ef þú vilt vera svo vænn. þætti mér mjög vænt um það .. .“ Það er að segja, reynd ar sagði apinn ekkert, vegna þess að hann kann ekki að tala, en hann gekk bara nær, greip molann og stakk honum upp í sig. Gavrilisj tók hann í fangið og setti hann i körfuna. Það var hlýtt og notalegt i körfunni og apakötturinn okkar stökk ekki úr henni. Kannski hugsaði hann: „Ég ætla að láta þennan gamla fáráðling bera mig spölkorn í körf unnj — það er býsna skemmti legt.“ í fyrstu hugsaði Gavrilisj sér að fara heim með apaköttinn, en hann vildi helzt ekki snúa við og því fór hann með hann í gufu- baðstofuna. Hann hugsaði: „Það er heillaráð, að ég fari með hann í gufubaðið Ég ætla að þvo honum þar. Hann verður hreinn og snot- ur. Svo ætla ég að binda slaufu um hálsinn á honum, og þá fæ ég meira fyrir hann á markaðinum." Og svo kom hann i gufubað- stofunnar með apaköttinn og fór að þvo honum. í gufubaðinu var sérlega hlýtt — heitt eins og i Afríku, og apa- kötturinn okkar var mjög ánægð ur með ylinn — en þó var gleði hans ekki óblandin. Gavrilisj sáp- aði hann nefnilega í krók og kring. og froðan fór í munninn á apan- um. Auðvitað er sápa ekki bragð góð, en þó ekki svo slæm, að mað- ur öskri og neiti að láta þvo sér. kötturinn að ókyrrast, og þegar sápan fór upp í augun á honum, varð hann alveg óður. Hann beit í fingurinn á Gavrilisj, reif sig úr höndum hans og ruddist út úr gufubaðinu. eins og á hann hefði runnið berserksgangur. Hann stökk inn 1 búningsher- bergið, og þar skelfdi hann alla. Enginn vissi. að þetta var apakött- ur. Fólkið sá einhverja smávaxna veru, löðrandi í sápu, stökkva inn, fyrst á hausinn á einhverjum og þaðan aftur upp á ofninn. Nokkrar tausaveiklaðar mad- dömur fóru að hrópa og hlupu út úr baðinu, og apakötturinn okk ar hljóp líka út og niður stigann. Fyrir neðan stigann var klefi afgreiðslustúlkunnar og lítill gluggi á. Apakötturinn stökk upp í gluggann og hugsaði, að þarna gæti varla verið eins mikill hama gangur, hróp og læti og í búnings herberginu. En inni í klefanum sat digur kona, sem rak upp skaðræðis öskur, stökk út úr klefanum og hrópaði: „Hjálp! Ég held, að sprengja hafi fallið á klefann minn. Gefið mér brennivin". Apakötturinn okkar varð leiður á öllum þessum látum. Hann stökk út úr klefanum og út á götuna. T í M I N N — SUNNGDAGSBLAÐ 93

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.