Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Side 19

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1968, Side 19
meðan þeir kenndu honum bæn- inia. Á Orkneyjum úir og grúir af fornminjum. Eru það bæði forsögu legar minjar, legstaðir og hring- hlaðnar borgir, Pikta, sem eyjarn- ar byggðu í fyrndinni, og marg- víslegar minjar frá veldisdögum norrænna manna á blómaskeiði Orkneyjá. Margir þeir atburð- ir, sem þar gerðust, eru vel kunn- ir úr Orkneyingasögu, Magnúsar- sögu, Noregskonungasögum og ís- lendingasögum. Úr Orkneyjum hélt til íslands Auður djúpúðga, er fyrr hafði verið drottning í Dyflinni, er fallinn var Þorsteinn rauður, sonur hennar, sem vann með félögum sínum Katanes og meira en hálft Skotland. Þar um eyjasund sigldi Egill Skalla- grímsson skipi sínu árið 936, er hann gekk í greipar Eiríki blóðöx í Jórvík suður. Þangað kom Kári Sölmundarson með Njálssonu eftir bardaga þeirra við sonu Moldans úr Dungalsbæ á fund Sigurðar jarls Hlöðvissonar í Hrossey, enda hirðmaður hans. Þar við Hrossey tóku einnig land Flosi og föru- nautar hans, landflótta eftir Njáls- brennu, og þar var mágur Kára, Þorsteinn Síðu-Hallsson, fyrir við hirð jarls. Litlu síðar bar þar að Kára, gamalkunnugan í eyjunum, og þar í höll jarls hjó hann Gunn- ar Lambason í veizlu á sjálfan jóladag, er hann var að lýsa Njáls- brennu: „Höfuðið fauk upp á borð- ið fyrir konunginn og jarlana," svo að það varð allt í blóði, sem og veizluklæði tignarmannanna. Til Orkneyja komst líka dóttur- sonur Sighvats Sturlusonar, Teitur Styrmisson, eftir Örlygsstaðafund. Og þaðan hugðist hinn kynborni og stórláti Oddaverji, Sæmundur Jónsson, fá brúði, sér samboðna Langlíf, dóttur Haralds jarls Madd- aðarsonar, þótt það færist fyrir, þar eð Sæmundur fékkst ekki til þess að sækja brúðkaup sitt í Orkn eyjar, en jarl vildi ekki senda kon- una út hingað ógefna. Orkneyingar komu líka stöku sinnum til Íslands, og má þar nefna Orkneyjafarið, sem kom í Hvítárós, er Snorri Sturluson bjó á Borg. Litlir spruttu kærleikar af þeirri skipskomu, því að stýrimað- ur vildi dýrt selja varning sinn, sem háttur er kaupmanna, en Snorri við vægu verði kaupa að venju gætinna bænda. Skildu hér- aðsmenn og Orkneyingar með vopn á lofti. En þeim mun betri urðu viðtökurnar hjá Sæmundi i Odda, er um þær mundir mun hafa haft meyjarmálin í huga. Þannig ófst oft saman líf Orkn- eyinga og íslendinga á meðan enn voru báðir sjálfum sér ráðandi. En nú er orðið langt síðan höfðingj- ar á landi hér hafa lagt hug á dætur Orkneyinga. Leifar norrænnar tungu í Orkn eyjum birtast ekki einungis í nöfn um eyjanna og fjöldamörgum öðr- um örnefnum. Þar eru einnig not- uð í daglegu máli mörg orð, sem ekki þekkjast annars • í enskri tungu, komin beint úr norrænu máli. Við þrymjandi gný brknsins, sem tíðum lemur klappimar, vex sú jurt, sem ehn nefnist lyng á Orkneyjamáli. Kirkja er þar líka nefnd kirk, barn heitir barn eða bairn og að gráta er greet. Þannig mætti lengi telja. Margir menntað- ir Orkneyingar gera sér líka títt um Norðurlönd og norræna sögu og menningu. En stigin spor verða ekki afmáð. Orkneyjar eru fyrir löngu orðn- ar skozbar og þar á ofan hlekkur í keðju enskra hervarna. Skapaflói, herskipalagið mikla, er sunnan Hrosseyjar, umluktur eyjum. Á styrjaldarárunum lét Englands- stjórn gera í skyndi garða mikla r ?Wv-Ækv:-ítfí»53888 5>CC - t Elnn af görðum þelm, sem flaustrað var upp milli eyja til varnar Skapaflóa á strlðsárunum. milli Hrosseyjar og smáeyja úti fyr ir, svo að flotinn væri óhultur fyrir kafbátum Þjóðverja. Þessir garðar eru kenndir við manninn með vindilinn og nefndir Ohurc- hillgarðar. Þangað er stutt öku- ferð frá Kirkjuvogi um tún og engi og bithaga, þar sem loðnir nautgripir af eyjakyni eru á beit innan um rauðar og svartskjöldótt- ar kýr af öðru ætterni. Það er vart hægt að trúa þvi, að svo að segja við hliðina á allri þessari friðsæld og sveitakyrrð sé sá vett- vangur manndrápa og grimmdar- verka sem Skapaflói er. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.