Tíminn Sunnudagsblað - 18.02.1968, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 18.02.1968, Blaðsíða 11
þau séu svipug og mjaðmir, en mér hefur sýnzt, að konur séu ekki í vandræSum með að stækka þau eða minnka eftir kröfu dags- ins. — En fer ekki ógurlegur tími í að líta vel út? — Maður er enga stund, þeg- ar maður er einu sinni kominn upp á lagið. Nú er aðaláherzlan lögð á augun. Þá verður hver og ein að finna, hvaða augnmálning fer henni bezt, Þegar hún er búin að komast að því, þá er þetta eng- inn vandi lengur. Þá getur hún á nokkrum mínútum teiknað á sig þau strik, sem eiga að vera. — Á stundarfjórðungi? — Já, það lætur nærri. Nú, hárið verður alltaf að vera fallegt. Flestar fyrirsætur hafa það stutt, en nota lausa hártoppa og hár- kollur til tilbreytingar. Tíminn er dýrmætur. og það er þægilegt að geta sent toppinn ' í lagningu og farið sjálf í búðir á meðan. — Hvernig á svo nútímakonan að greiða sér? — Það nýjasta eru smálokkar, og ég hugsa það eigi nokkra fram- tíð fyrir sér. Fljótlegast er að nota rajmagnshárliðunartæki, en gömlu krullujárnin gera sama gagn. Eða litlar mjóar rúllur. Eða ef allt annað þrýtur, þá salernis- pappír eins og í garnla daga. Hár- ið er gjarna tekið frá andlitinu með spennum, svo sem tíu senti- metra frá hárinu upp á höfuðið, þar sem allt á að vera í lokka- hafi. Þetta árið skipta varirnar ekki máli, notaður einhver ljós litur. Mikill andlitsfarði er ekki í tízku, en skuggar í andlitið eru mikið notaðir. Ef nefið er of stutt eða of breitt eða of langt, má laga það með skuggum. — Hvernig í ósköpunum? —Sé nefið of breitt, má setja dökkan skugga sinn hvorurn meg- in. Sé það of langt, má setja dökk- an skugga framan á nefbroddinn. Sé það of stutt, má setja hvíta línu eftir því endilöngu. Vinsælustu skartgripir eru eyrnalokkar, en hálsfestar eru bezt geymdar á skúffubotninum, þángað til þær þykja aftur falleg- ar. Kjóllinn á að vera rúmur í mitt- ið. —Hve siður? — Niður að hnéskel. Styttri á konuim með fallega fætur. Ef mikið liggur við, má láta fæturna sýnast mjórri með því að skyggja þá. — Nú, er það hægt? —Já, ég er nú hrædd um það. Venjulega er farið í nudd eða gerðar einhverjar æfingar. En ef það dugar ekki tU og maður er með of gilda fætur, þá setur maður dökka skugga niður fótlegg inn sinn hvorum megin til htiðanna og aftan á, og þó aðallega rétt fyr- ir ofan öklann.-^Þar er hernaðar- lega þýðingarmesti staðurinn. Ég vil ráðleggja púður frekar en krem,- og auðvitað verður að gæta þess vel, að skugginn endi ekki í rönd, heldur lýsist og blandist hör- undslitnum. Svo fer maður Í ljósa /sokka utan yfir og þá sést það ekki nokkurn skapaðan hlut. Það er hægt að gera allt mögulegt með skuggum. En það kostar fyr- irhöfn. ■ — Þá erum við eiginlega komn- ar niður í skóna. Hvernig eiga þeir að vera? — Endilega með breiðum tám og klumphælum, ekki of háum. Það er svo skrýtið, að þótt tá- mjóu, fínlegu skórnir láti fótlegg- inn sýnast mjórri, þá eru þeir ó- nothæfir við tízkuna eins og hún er nú. — Tízkumyndin, sem þú varst að draga upp, kemur frá London, er það ekki? Er sú borg komin fram úr París sem tízkumiðstöð? — Að vissu leyti má segja það. Brezku fötin eru sniðin með það fyrir augum að vera falleg og frumleg og hentug til fjöldafram- leiðslu. Frönsku tízkuhúsin virðast keppa meira eftir listrænum jafn- vel fjarstæðukenndum áhrifum en markaðshæfni, og hika ekki við að fara út í öfgar til að draga að sér athygli. Ég man, að þegar ég var í París, hélt eitt tízkuhúsið, Esterelle, sýningu, þar sem allar sýningarstúlkurnar voru nauða- sköllóttar. Allt hárið var rakað af þeim. Þær sem ekki vildu gangast undir þessa meðferð, urðu að leita sér vinnu annars staðar. Annað, sem bagar París í tízku- samkeppninni, er, held ég, að franskir ljósmyndarar eru ekki tæknilega jafnsnjallir og ti] dæm- Is bandarískir. Þeir frönsku hafa ímyndunarafl og smekk, en þeim bandarísku verður meira úr sínum hugmyndum, vegna þess hvað þeir hafa gott vald á öllum tækni- brögðum. Góðir ljósmynda-rar eru auðvitað afskaplega verðmætir í tízkukapphlaupinu,og það eru þeir sem hafa skapað fyrirsætustarfið. — Já, hvað er það gömul at- vinnugrein? — Bíddu, kannski ég spyrji mömmu. Pálína svífur fram í eldhús til mömmu, sem tilsýndar virðist dæmigerð húsmóðir og klók í bakstri. Iiún man ekki greini- lega, hvenær ljósmyndir ruddu teikningum lir tízkublöðum, en við komumst að þeirri niðurstöðu, að það hafi ekki verið fyrr en upp úr seinni heimstyrjöld. Síðan hef- ur þessi aðferð haft geysileg áhrif á gerð auglýsinga um alla skap- aða hluti. Það þurfa alls ekki að vera eingöngu fatnaðarvörur. Ætli lýsi, síldarmjöl og saltfiskur myndi ekki hækka í verða á heims markaðnum ef „fallegustu stúlkur í heiimi“ bættu hann upp með brosi. — Það er alveg stórmerki- legt, segir Pálína, hvað íslenzkar stúlkur fylgjast vel með tízkunni. Svo að segja um leið og nýjungar koma fram erlendis, má sjá stúlk- ur klæðast samkvæmt þeim hér. —En hvað er að segja um inn- lendan fataiðnað? — Hann er allmikill, en mér hefur fundizt hann fara heldu-r minnkandi. Framleiðslan virðist einkum miðuð við flíkur til dag- legra nota, og peysur eru i efsta sæti, hvað magn snertir. En káp- ur, pils, síðbuxur, skór og margt fleira er með. Þetta eru yfirleitt mjög vandaðar og góðar vörur. — Væri hugsanlegt að flytja þær út? — Gæðanna vegna hiklaust. En okkur vantar innlenda tízkuteikn- ara. Sá, sem vill ryðja sér braut á heimsma-rkaðinum verður að koma með eitthvað nýtt. En jafn- vel lopapeysurnar, sem okkur finnst svo þjóðlegar, eru gerðar eft ir grænlenzkum og norskum fyrir myndum. Aðeins lopinn og litur- inn eru íslenzkir. . Það eru helzt gull- og silfursmið ir, sem koma fram með eigin hug- myndir um fegrun konunnar, seg- ir Pálína að lokum, um leið og hún viðurkennir, að það skemmti- legasta við fyrirsætustarfið sé að fá uppfylli-ngu á óskadraumi hverr ar konu, vissuna um að vera að minnsta kosti sæmileg útlits. Því aðlaðandi er konan ánægð. Inga. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 131

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.