Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 18.02.1968, Qupperneq 12

Tíminn Sunnudagsblað - 18.02.1968, Qupperneq 12
„Nú heyrðist mér árniðurinn skipta oft um tón . Enn er mér í minni, og eru þó liðin sextíu og þrjú ár, „nóttin langa“ á Siglneshlíðum. Foreldrar mínir bjuggu þá á Siglunesi, sem er yzti bær á Barðaströnd. Þar eru litlar útengjar og þess utan torsóttar — annaðhvort upp á dal eða út á hlíðar. Hlíðar þessar eru vfða grösugar, og þar gekk fé Siglunesbænda, oft frá því um miðjan einmánuð og til jóla, ef sæmilega viðraði. Bændur notuðu útbeitina að vetrinum eins og fram ast var unnt, enda var talinn góð- ur ásetningur, ef til var á haust- dögum einn baggi á kind í hey- stæðum. Slægjurnar á dalnum voru reyt- ingssamar, þetta tveir til fjórir hestar í hverjum stað, og það tók venjulega fjóra klukkutíma báðar leiðir með heylestina, en hún var sjaldan nema tveir og mest þrir hestar. Ekki var að tala um reið- hest þessa leið. Þetta var vegleysa og þess utan lifði maður í sífelld- um ótta um, að færi fram af hest unum, því að brattinn var svo mik ill niður. Það byrjuðú snemma á- hyggjurnar. En væri heyjað á hlíðunum, sem venjulega var gert annað hvort ár. þá var ekki hægt að koma hest- um við, því að þær eru svo sæ- brattar, að hestum varð ekki einu sinni komið lausum yfir þær, hvað þá með heyböggum. Það varð því «ð flytja heyið af hlíðunum á báti. En vandfengið var veður til þess, jafnvel þótt logn væri, því hlíð- arnar eru fyrir opnu hafi og því brimasamt við þær, nema helzt í norðanátt, en þá var líka andbyr heim. En karlarnir létu þetta ekki aftra sér, og ef ekki reyndist mögu legt að flytja heyið heim, settu þeir það upp i stóra galta og báru heim á bakinu að vetrinum. Man ég eitt sinn, er faðir minn var -mjög í vandræðum með slægjur, að hann heyjaði upp á svonefnd- um Fossárdal, sem er upp af hlíð- unum: Bar heyið niður á fjalls- brúnina og velti sátunum niður á hlíðarnar. En það gerði hann ekki nema einu sinni. En svona notuðu menn hvert úrræði til sjálfsbjarg- ar. Nokkuð innan við miðjar hlíð- 132 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.