Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1968, Page 6

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1968, Page 6
y. Á konsertferðalagi 1925. Páll ísólfsson stjórnar ellefu manns úr Lúðrasveit Reykjavíkur, „það var svo sem ekki verið að velja verkefnin af verri endanum, t. d. forleikinn að Töfraflautunni." Staðurinn er Blönduós. frv., geysi erfitt maður, þá kom þetta aillt hjá Sigga, blessuð vertu. Hann var afbragð, kallinn. Túba er nefmiilega feikna erfitt hljóð- faeri, en sérdeilis faliegt og áhrifa- mikið, ef \-el er á haldið. „Heyrðu Karl, fyrirgefðu að ég gniip fram í fyrir þér, en það er eins og mig minni, að þú hafir leikið á fiðiu Mka. „Já, ég er nú hræddur um það, í ein 25 ár. Að sumu leyti hafði ég jafmvel enn meira gaman af fiðlunni, en ég byrjaði of seint að læra á hana. Hafði alltaf meira vald yfir trompetinum. Jú„ ég lék á fiðlu í Hljómsveit Reykjaví'kur, þar var nefniiega fyrir svo góður trompetisti, harin Eggert, faðir Jóhannesar sellóleikara. Hl'jóm- sveit Reykjavíkur var stofnuð langt á undan Tónlistanfélaginu og skólanum, og rekur sína sögu aft- ur til 1920, að stóð til, að kóng- urinn kæmi hingað. Það var hægt að hóa samian eitthvað tólf— fdmmtán manns, sem léku á alls- konar hljóðfæri, og það var farið að æfa. Þá var, skal ég segja þér, verið að sameina Suður-Jótland Danmörku. Kóngurinn fór þangað fyrst, og kom þar í hlað á hvitum Ihiesti, eins og segir í kvæðinu, datt af baki og fótbrotnaði. Við stóð- um Jpá hér uppi á íslandi með fuilæft prógramm, en enginn kóngur væn.tanlegur. Hvað áttum við að gera? Hætta við aJltsaman? nei, ekki aldeilis. Við stofnuðum upp úr þessu hljómsveit, og héld- um konsert, maður. Það voru nú ekki beinlínis dægurlög, sem við spiluðum. Svona óperettulög, marsar og annað létt, en svo fór smámsaiman að hækka á þessu ris- ið, og við fórum að taka fyrir stærri verk og alvarlegri. Þú hef- ur k'ainns.ki heyrt af sumum stór- uppfærslunum á ' árunum fyrir stríð. Sköpunin eftir Hayden, Messías og allt það. Þarna voru néfnileiga hugumstórir karlar að verki: Páll, Mixa, og seinna Urban- sic, og sizt verið að slaka á kröf- unum, þó aðstæður væru ekki sem beztar. „Hvenær byrjaðir þú annars að semja músík, Karl, eða ætlarðu ekkiert að segja mér um forhlið- ina á þér? „Ég hef alltaf verið að semja, hér um bil frá því ég man eftir mér. En fyrstu lögunum, sem fólk þekkir núna, held ég, að ég hafi byrjað á í Kaupmannahöfn 1925. Þanigað komist ég til nárns, fyrir atbeina Lúðrasve itarinn ar, og var þar í tvö ár. Seinna árið fékk ég svo góðan ríkisstyrk, að ég þurfti engar áhyggjur að hafa, en fyrra árið var nú býsna erfitt. Ég komst til ágætra kiennara, bæði á hljóð- færi og í hljómfræði, og svo 'spil- aði ég í mörgum hljómsveitum og lærði mikið af því. Þarna lentj ég til dærnis í Beethovens afmæli, 100 ára dánarafmæli, og þá lék ég í öllum sinfóníunum hans níu. Það var nú ekki svo lítil reynsla, skal ég segja þér, ég nýkominn ofan af ísJandi, eins og nýfermdur smali í sinni fyrstu kaupstaðarferð. En svo varð ég að faira heim, eiginlega í miðju kafi, til að vinna fyrir mér. Þá var skoliin á kreppa, og það gekk nú ekki sem bezt að hafa í sig og á. Satt að segja var þetta svo erfitt, að ég var um tíma að hugsa um að hætta algeriiega við músfkina. Ég er útlærður prentari, og hefði eflaust getað fengið eitt- hvað ið gera í því fagi Ég bjó þá norður á Akureyri, og þó þar sé mikill „kúltúr“ var ekki mikið pJáss fyrir músíkma á þessum erf iðu tímum. Þá hitti ég dr. Mixa, Austurríkismanninn, sem var Hfið og sáMn í öllu músíkstarfi frá 1930 og framundir sbríð. Hann hafð' heýrt að ég væri dálítið músíkalsk- ur, og fékk að sjá einhver lög hjá mér. Den farende svend, í fjar- lægð, Nú sigla svörtu skipin. og sitthvað fleira. Og hann sagði- Ef þú getur komið suður. þá ska’ ég kenna þér Ókeypis. Ég sé þú hef- ur hæfileifca! Og ég fór suður, þvi á Akureyri var sannast að segja, 342 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.