Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Qupperneq 10
Þessi eini mánuður, sem ég átti
uppfaaflega að vera þarna, varð
fimm ár, og ekki sé ég eftir þeim
tíma. Þarna var nóg að starfa, við
skólann, lúðrasveitina og blandað
an kór, sem ég stofnáði og starf-
aði með öll árin fimm.
Haustið 1958 samdist svo um,
að ég fengi að kenna krökkunum
1 barnaskólanum söng á hverjum
degi, í þrjá mánuði. Ég hafði þá
trú, að söngkennsla þyrfti að vera
samfelld, engu síður en bókleg
kennsla. Einn og einn tími á stangli
kæmi ekki að gagni. Þetta hefur
reyndar komið á daginn víða. t.d.
í Ungverjalandi, en þar er tónlist-
arkennsla talin standa einna hæst
í heimi. Ilvað um það, eftir þessa
þrjá mánuði gat ég látið krakkana
syngja eftir nótum, einföld lög, og
þótt ég segi sjálfur frá, náðist á
þessum tíina meiri árangur en oft
næst á mö'-gum árum með því fyr-
irkomulagi, sem tíðkast nú í skól-
um. Að kenna söng einn tím.-i í
viku er álíka gáfulegt og að ætla
að kenna barni bókalestur með
því að láía það lesa einn tíma í
viku. Námsskráin fyrir nemendur
á fræðslustiginu er svo sem nógu
glæsileg á pappírnum, en varla er
ofsagt að hún sé óframkvæman-
leg. Til þess þyrfti þrisvar eða
fjórum sinnum meiri tíma en nú
er varið t.il söngkennslu. Þetta vita
reyndar allir kennarar, en þeir fá
ekkert við ráðið.
— En svo komstu hingað suður,
og skildir þetta allt eftir í reiðu-
leysi, eða hvað?
— í reiðuleysi? Nei síður en
svo. Mér íókst að fá þangað ágæt-
an mann, þýzkan, Gerhard Sehmidt
sem er orðinn landskunnur af
starfi sínu með karlakórnum Vísi,
og hann hefur haldið uppi þarna
466
miklu tónlistarlífi. Tónskólinn
blómgtvast undir hans leiðsögn. En
'hér fyrir sunnan kölluðu að ótal
verkefni, sem ég gat ekki látið
undir hófuð leggjast að sinna.
Sum reyndar alls óskyld tónlistar-
málum, en við látum þau liggja
milli hluta í þessu viðtali. Svo
fannst mér líka freistandi að reyna
tónskólahugmyndina í þeim stóra
stað, Reyfcjavík. (Þess má geta inn-
an sviga, að Sigursveinn hefur ver-
ið mjög virkur í réttindabaráttu
öryrkja, og einn aðalhvatamaður
að stofnun Sjálfsbjargar, félags
fatlaðra. Þau mál væru nóg efni
í annað viðtal og meira til).
Tónskólinn í Reykjavík var
stofnaður 1964, líka 30. marz eins
og sá á Sigiufirði. Mér fannst eins
og þetta gæti verið tilraun til mót-
vægis við óheillasögu þessa dags!
Sumum nefur fundizt nafnið tón-
skóli vera eins og út í hött, en
látum það ekki á okkur fá. Eins
og svo margt annað á íslandi á
tónskólinn sér hins vegar erlend-
ar fyrirmyndir. Hann er sniðinn
eftir almennum músíkskólum,
Volksmusikschulen heita þeir í
Þýzkalandi, þar sem þeir hafa
starfað 1 heila öld. Þar, og víða
annars staðar, til dæmis í Dan-
mörku, hafa slíkir skólar þótt ná
miklum og góðum árangri, og þótt
þeir séu fyrst og fremst miðaðir
við almenna tónlistarfræðslu er
það ekki iítill hluti atvinnumanna
og „virtúósa" í þessvim löndum,
sem vaxið hefur upo á vegum
þeirra.
— Mig minnir, að ég hafi séð
einíhvers staðar, að Tónskólinn hafi
deild fyrir fullorðna ekki síður
en börnin.
— Já, í skólanum er auðvitað
ekkert aldurstakmark. Þótt full-
orðna fólkið sé marghrjáð af tíma-
Ieysi og yfirvinnu, getur alltaf
skeð, að einhverjir þess á meðal
hrökkvi allt í einu upp við vond-
an eða góðan draum, og finni að
eitthvað vantar í tilveruna. Það
rámar kannski í, að einhvern
tímann fyrir 'löngu síðan., var það
að stauta sig áfram á píanó eða
fiðlu eða bara munnhörpu, og það
langar til að vita hvort hér sé ekki
einmitt það, sem gæti gefið Iífinu
tilgang. Sumt af þessu fólki á
krakka í skólanum, og það er
kannski þeirra bjástur, sem hefur
vakið það. Ég man eftir einum tíu
ára strák, bráðmúsíkölskum en löt
um. Hann var að lær? á píanó, en
gekk heldur illa að einbeita sér að
æfingum. Faðirinn var ekki vel
ánægður með þetta, og hann kom
til mín og spurði ráða. Ég sagði
honum eins og mér fannst, að
það væri varla von tíu ára strák-
ur gæti verið einn urn að halda
uppi tónlistarlífi á heilu heimil.
Hann yrði að fá baráttufélaga, og
sá félagi ætti ekki að vera neinn
annar en hann sjálfur, faðirinn.
Og það varð úr, að faðirinn hóf
einnig píanónám. Það skipti eng-
um togum, strákurinn tók miklum
framförum á skömmum tima, og
varð fljótlega einn af okkar beztu
nemendum. Hvernig heimilin eru,
skiptir svo miklu fyrir börnin. Það
er ákaflega erfitt að kenna börn-
um frá heimilum þar sem takmark
áður eða enginn áhugi er ti; á
tónlist. Sumt fólk skemmir líka
oft fyrir börnum sínu mmeð hrein-
um klaufaskap. Til dæmis var hjá
mér afar dugleg lítil stúlka, að
læra á flautu. Hún hafði í byrj-
un mikinn áhuga, og tók fljótlega
mikl-um framförum. En svo fór að
dofna yfir henni. Hún sýndi lakari
árangur með hverjum tima sem
leið, og loks hætti hún alveg að
koma. Móðir hennar kom tii mín
og sagði mér döpur í bragði, að
líklega væri þetta allt sér að
kenna, flautuæfingarnar hefðu
farið svo í fínu taugarnar á sér,
og það er auðvitað nokkuð til í
því, áð byrjendaæfingar á flautu,
eru ekki alltaf mjög áheyrilegar.
En það var nú kannski einum of
langt gengið að segja barninu frá
taugunum í tíma og ótima, og reka
það til að æfa sig á klósettinu,
eins og þessi kona gerði. Enda sá
hún eftir því. Nei, börnin eru á-
kalflega viðkvæm, og þurfa á sam-
hjiálp og áhuga hinna fullorðnu að
T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ