Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Side 11
RÓSBERG G. SNÆDAL:
Stökur á vetri
Sumri töpuð virðast völd,
vetrar sköpuð byrði.
Heyri ég nöpur, nístingsköld
Norðra köpuryrði.
Þungan alda fellir fald,
fjöllin tjalda klæði björtu.
Enn hið kalda krumluhald
kynnir valdið, skelfir hjörtu.
Blakta á hæðum héluð strá,
hemar flæði og tjarnir.
Vilja mæða veikum á
vetrarnæðingarnir.
Launráð bruggar húmsins hirð
hvött af skuggavaldi.
Magnar ugg og myrkurkyrrð
mynd á gluggatjalai.
Hræðist varla veður stór,
vog þó falla taki,
sá, er alla ævi fór
einn að fjallabaki.
halda. Það er líka fátt skemmti-
legra en þegar foreldrar og börn
geta starfað saman að einhverjum
áhugamálum, hvort sem þau eru
tónlist eða eitbhvað annað, t.d.
garðrækt, eða bara að rnála grind-
verkið.
— Þú hefur samið kennslutón-
list og annað gott fyrir börnin?
— Já, ég fæst við að semja tón-
verk, eftir sem tíminn leyfir, og þá
er mér ekki sízt hugstæð uppeld-
istónlist. Ég byrjaði fyrir nokkr-
um árum að semja smá-verk fyrir
krakkana, létt tónverk fyrir ýms
hljóðfæri og söngraddir. Tónskól-
inn heldur alltaf tvenna hljóm-
leika á ári, þar sem bæði nemend-
ur og kennarar koma fram. Fyrst
á miðjum vetri, síðasta sunnudag
fyrir jól, og svo vortónleika á skír-
dag. Þessi smáverk hafa verið flutt
þar. Svo hef ég samið stærri, eða
leng.ri verk, sem nemendur og
ikennarar hafa flutt í sameiningu.
Ég samdi nú síðast tvær kantöt-
ur, sem hann Jóhannes okkar úr
Köblum gerði Ijóðin fyrir, fyrst
jólakantötu um „jólasveinana“ og
hún var flutt á vetrartónleikunum,
og síðan fuglakantötu, vorkantötu,
sem var flutt á skírdag, Ég hafði
afskaplega gaman af þessu, og ég
held að krökkunum og jafnvel
fleiri hafi þótt það líika. Still-
inn á þessu er einfaldur og að-
gengilegur, og er eins og flest sem
ég geri af þessu tagi, byggður
meira og minna á þjóðlegum
grunni. Ég held, skal ég segja þér,
já ég er reyndar alveg viss um
það, að uppeldistónlist verði að
fela í sér þjóðlegan tón. Við erum
að ala upp þjóðina, og toótt það út-
lenda sé gott og blessað, þá get-
um við ekki sniðgengið það, sem
býr í þjóðinni sjálfri. Enda á það
mest erindi við hana, eða hvað
heldurðu að sé vinsælasta söngefni
í barnaskólunum? Rímnalög. Hani,
krummi, hundur, svín o.s. frv. En
mikið er sorglegt að skoða jóla-
lögin, sem börnin eru látin syngja,
úr söngvasafni handa skólum. Ekk-
ert þeirra er íslenzkt, heldur ann-
aðhvort þýzk eða dönsk. Samt eig-
um við urmul af fallegum jóla-
þjóðlögum. Nei, þetta getur ekki
gengið til lengdar, ef vel á að
fara.
— Jæja, Sigursveinn, hvað viltu
segja mér um framtíðarhorfur
Tónskólans?
— Ég er bjarbsýnn. Skólinn er
að vísu svo ungur aðeins 4 vetra,
að enn hefur enginn nemendanna
náð frægð! En árangur margra
lofar góðu. Fjárhagurinn er raun-
ar allbágiir á köflum. Við reynum
að stilla skólaigjöldum í hóf, reyn-
um satt að segja að hafa þau eins
lág og mögulegt er. Styrkir fr£
hinu opinbera hafa þvi miður ekki
verið miklir, enn sem komið er,
hvað sem síðar verður. Samanlögð
skólagjöld eru að vísu 600 þúsund
krónur, enda eru á þriðja hundr-
áð nemendur í Tónskólanum. Þessi
upphæð hrekkur vanla fyrir laun-
um kennáranna, sem fá þó aðeins
lægsta boðlegt tímakaup. Sam-
kvæmt lögum um tónlistarskóla á
hið opinbera að leggja fram tvö-
falda upphæð skólagjalda. Það er
gert ráð fyrir, að viðkomandi bæj-
arf'élag leggi fram þriðjung af
kostnaði, ríkið annan þriðjung, og
skólagjöldin séu þá einn þrið.i' á
móti. Hins vegar hefur Tónskólinn
á þessu árt aðeins sextíu þúsund
frá borginni, og þó að við fengj-
um annáð eins frá ríkinu, þá höf-
um við samt ekki fé til að greiða
skrifstofu'koistnað og skipulags-
vinnu. Hún verður að vera
sjálfboðavina og er kannski
ekki verra „hobbý“ en hvað
annað, sem vantar eða get-
ur staðið ^kuggalega á, stundurn.
Kennslutæki, nótur, pappír, og
það sem er tilfinnanlegast. gotT
húsnæði. Eins og er þjáist Tón-
skólinn eins og svo margir í þess-
ari borg af óþolandi húsnæðrs-
skorti. Kennararnir verða að taka
nemendurna heim til sín, eða ann-
að, þar sem þeir hafa ráð, svo
starfsemin er dreifð um allan bæ-
inn. Kostir þessa eru reynda?
nokkrir, en þeir vega ekki á móti
göllunum. Svona stofnun þarf auð-
vitað samastað við sitt hæfi Hver
veit lífca nema þessi vandi okkar
leysist áður en varir, segir Sigur-
sveinn og brosir, og ég sé að hann
lumar á einhverju. En ég fæ það
ekki upp úr honum að sintii. au
hver veit nema maður frétti eitt-
hvað falleg^, fljótlega?
Inga.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
467