Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 16
Betl&hem. Tékkarnir höfðu af for- sjá'lni hinna reyndu ferðamanna pantað og fengið síðasta rúmíð, og er við gengum yfir sundið á milli Gulifoss og Hótel Akureyrar, leit ég um öxl og sá breiðar herðar Breda hverfa inn um dyrnar á Gullfossi. Við staðnæmdumst við inngangshurð Hótel Akureyrar. Dynjandi danslag hljómaði þar innan dyra Við hringdum dyra- bjöllu, og brátt var hurð opnuð. Ómur af dansgleðinni fylgdi hinni vænu og gervilegu konu, sem á íslenzkum búningi stóð andspæais okkur. Við heilsuðum og báðumst gistingar. Hún sagðist ráða hér hús um, en kvað því miður öll gisti- herbergi sin vera upptekin nema eitt, en bað væri bezta og dýrasta herbergið • sínu húsi, hjónahíbýli er kostaði 39 krónur yfir sólar- hringinn. Við litum hvor á annan. Þótti þessari konu, sem fædd var og uppalin á einu '■íkasta heimih Eyiafiarðar.sýslu, við tveir svo fá- tæklegir sýnum, að við vildum fremur að hýrast úti í húsasund; en fá okkur húsvist, þótt hún kost- aði 39 krónur? Við sögðumst glaðir ganga inn í musterið. gripum föggur okkar og fylgdum á eftir þessari glæsi- legu konu. sem fór á undan upp stiga og eftir löngum gangi á ann- arri hæð. Hún lauk þar upp hurð og bauð okkur ganga ínn. hneigði sig og fór. Við vorum staddir í mjög vist- legu herbergi. Við þilið öðru meg- in stóð griðarbreið hvíla, eikar- máluð, smíðuð úr kjörviði Breidd rekkjunnar og lengd var slík að þar hefðu getað sofið hálf tylft fólks góðum svefni, ef legið var þversum. TJndir fótum okkar á fyrstu hæð heyrðum við gleðina svella í dunandi dansi. Þar var dans- og veitingastofa húsráðenda. Við göngum ofan og smokrum okkur inn. Þar er heldur betur líf í tuskunum. Öldur hlióma og heimslystar Skella á hlustum okk- ar eins og brim við klettaströnd. Og þarna er meir en setinn Svarf- aðardalur, því að þröngin er svo mi'kil, að enginn getur lengur set- ið, bara dansað og staðið. Borð eru öll rudd og á burtu. Dimmur tóbaksreykur fyllir salinn og okk- ur, sem inn komum, súrnar í sjá- öldrum fyrst í stað. Valköstur af viskípelum og heilflöskum þekur gólfflötinn, svo dansendur stikla á setn í stórgrýtisurð á illfærum fjallvegi. Fyrir sjö árum var ég staddur í þessari sömu sbofu. Hverfulleik inn fangað; því hug minn nú um hríð. Þá var dansinn stig- inn af fólki, sem margt var horf- ið burt af sviðinu hérna megin. Hávaxni glæsimaðurinn, hann Þor steinn Sigvaldason verzlunarstjóri, sat þá hér tit borðs og var fljót- ur að leysa vandkvæði okkar nokk- urra piltunga úr menntaskólanutn og gerði bað óbeðið. Nokkru seinna hvarf hann úr tölu lifenda, aðeins 29 ára að atdri. Með honum fór sá svipur, sem hann setti óum- deilanlega á höfuðstað Norð- urlands. Á þvi kvöldi sat hér einnig vestur-íslenzka spákonan, sem las úr lófum manna og kvenna, dansaði og hló, æfctuð úr minni sveit — einnig hún andað- ist nokkru síðar. Og futltrúinn, sem sat þarna við vegginn, — hann hneig örendur út af í dansi skömrnu seinna. Og ungar dætur Akureyrar, sem áttu hér gleði- stund á þessu liðna kvöldi, þær voru margar gengnar á vit ókunnr- ar veraldar og þaðan snýr enginn aftur. Gamla gleðistofa! Ég grilli gegnum tóbaksþoku og vínþef þá, sem eru farnir, og þá, sem enn eru kyrrir og inni hér í kvötd. Já, lífið er dýrt, dauðinn þess borg- un. Hér eru flestir fuliir í kvöld, en fæstir þeirra iðrast samt á morgun. Ungur, grannbyggður, há vaxinn lögregluþjónn stendur frammi við dyr og rennir hvöss- um augum yfir vinglaða veiztu- gesti, því að þetta er þá veizla eins og seinna kemur í Ljós. Fyrir átta árum var þessi ungi maður súkku- laðidrengur í sætgætisbúð hér í bænum. Þá fylgdi hann til grafar systur sinni ungri, sem lotið hafði í lægra hatdi fyrir hvítadauða, sem lagði svo margt af æskufólki bæjarins í gröfina á því árabili. Ég man enn sorgina í andliti hans á þeim degi. Hér stendur hann nú, hár og stælfcur, grannur sem álm- ur, augun snör. En sorgarsvipur- inn Loðir enn við andlitsdræbtina. Félagi minn, Loftskeytamaður- inn, hvíslar að mér: „Mikil ósköp eru Iögregluþjón- arnir grannir hérna á Akureyri.“ Og það var von hann segði svo, því að digrir voru lögreglu- þjónar syðra á þeim áruim. HLjómsvei’tin spilar í ákafa. Fyr- irliðinn er þýzkur, glæsilegur mað- ur, kominn hingað fyrir skönimu, en talar begar ágæta íslenzku með íslenzkum raddhreim. Kvæntur er hann íslenzkri stúlku. Básúnuleik- arinn er tvítugur piltur að sunn- an og siaghörpuleikarinn ungur Akureyringur. í þeirri kös, sem hér lætur sínum látum, ægir sam- an fólki af öllu landinu: Fyrstir og fremstir eru hér lífdrengir Akureyrar, sem ég þekki alla í sjón, en minna í raun. Fyrir átta árum voru það þessir unglings- piltar, sem settu á svið gaman- söm strákapör í bænum. Þá var sá „grái“ lítið kominn til sögunn- ar. Það er eins og lífið hafi stað- næmzt með mínum augum séð, er ég sé þá hér aftur eftir sjö ár. Munurinn er aðeins þessi: Nú eru þeir fullorðnir menn og sá „grái“ kominn rækilega til sögunnar. Þvi er ekki kyn, þótt heimsóvönnm sveitasonum þyki farið að grána fOrna gamanið. Ég geng til lög- regluþjónsins, sem segir: „Hann er að halda vinum sínum veizlu hérna í kvöld.“ Og hann bendir mér á ungan. glæsilegan mann úr höfuð- staðnum. Maður þessi er af lands- kunnri mennta- og mælskuætt og er nýkvongaður einni af vænstu dætrum Akureyrar, sem í ofanálag er dóttir eins rík- asta borgara þess bæjar. Þetta hóf er fagnaðarölteiti og þakkargerð brúðgumans til bæjarins, sem ól og fóstraði hans ungu brúði. Menntaskólakennarinn frá Möðrudal er hér í kvöld. Hann tvístígur að vanda, háttvís og prúð- ur sem hirðmaður í höll hersa. Annar maður ber hér af öðrum að fríðleik og frjálslegri meðhöndl an kvenna. Sá er starfsmaður frá síldarverksmiðju „utan með sjó“. Gefur hann dansmeyjum þöglar bendingar, og er sem hann kippi í spotta, svo skjótt bregða þær við. Þannig snýst hjólið um hríð. Fagnaðurinn líkist fljóti í vorleys- ingu þegar flaumurinn er farinn að flæða yfir bakka sína. En hæfcta ber hverjum leik, þá hæst fram fer — einnig hér. Lokunartíminn er kominn, og leiknum lokið í veitingastofunni. Hljómsveitin hættir að leika, gestirnir streyma til dyra og fara nær allir út með góðu. En einn verður eftir. Það er ungi Reykvíkingurinn, tengda- sonur Akureyrar. Hann átti þenn- an fagnað í kvöld og á eftir að greiða gjöldin. Hann kemur og sezt hjá mér. Skammt frá okkur 472 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.