Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Page 19
Ingólfur Jónsson Dunar þér enn f eyrum ógnþrunginn fossaniSur, þar sem á grjóti gráu gullin mót sólu hlógu aldrei blómin blíðu? —
frá Prestsbakka: spyr ég, en andsvar ekkert. Óma frá strengjum þínum fjarlægðir farinna ára fela sem bezt þær geta.
99 árum Veit ég þó, vængjaður hugur vissi hvert átti að leita,
eftir dauða þegar þrekið varð lítið, þurftirðu skjól og næði. Brosti þér byggðin við fjörðinn.
Kristjáns Hvert ævintýr álfaborga, andsvarans hvísl við stráin, varð þér að vökudraumsins
Fjallaskálds vonarfylling í kyrrum.
Sést glöggt í söngvum þínum sólþrá í Stöku og Tári. \ Aldrei gat andann bugað örbirgð né heilsuleysi. Ljóseyjar lágu það nærri. Því er mér til efs, að þú eigir
ekki, sé nógu vel leitað tóna í björgum og brekkum, brot þinnar hörpu í öldum.
ið, þar sem sön-gvarinn mun senn
koma fram. Ég fæ sæti við hlið
mannsins, sem umvafði jafnt ung-
ar meyjar og aldraðar konur á
götum Akureyrar, er við héldum
suður. Hér inni eru bannaðar reyk-
ingar, og nú tekur hann hraust-
lega í nefið út gríðarstóru, silfur-
búnu tóbakshorni. Söngvarinn geng
ur fram á sviðið, ásamt undirleik-
ara. Þessi ágæti píanóleikari hafði
einnig skroppið heim og leikið á
Akureyri undanfarin kvöld, en
bæjarbúar vildu ekki hlusta á lög
án orða og varð hann því að leilka
fyrir nær tómu húsi. En hér er
húsfyllir og hvert sæti skipað og
húsið að auki fullt út úr dyrum.
Söngvarinn er hvatur í spori, létt-
ur og hreyfilegur í fasi og likist
ekki að yfirbragði neinni lifandi
múmíu á sviðinu, heldur ber hann
síns heimalands mót að hætti
góðra gesta.
Undirleikarinn er látlaus og hlé-
drægur, sem er einkunn og aðall
sannmenutaðra listamanna. Hann
sezt rólegur við flygilinn eins og
þeir gera, sem þjóna andanum
meira e-n efninu, og slær byrjun-
artón ítalskrar aríu. Ágætur hljóm
burður hússins og voldugur, blæ-
fag-ur söngur skagfirzka dalapilts-
ins fyllir húsið svo algerlega, að
þegar hljómbylgjan skall á eyrum
hlustenda, titraði hljóðhimnan eins
og sæstrengur í hafróti. Fögnuð-
ur áheyrenda var gífurlegur og
söngdómarinn við hlið mér, lét
svo um mælt, að ný hornahlaup
hefðu bætzt á söngvarann síðan
1932, en þá kom hann heim í
vetrarleyfi og söng á Akureyri.
Að loknum söng voru listamönn-
unum færðir blómvendir. Undir-
leikarinn greip sinn vönd snöggv-
ast, en það var eins og hann hefði
brennt si-g um leið. Hann sneri við
og lagði vöndinn á flygilinn, sem
hann hafði þjónað af trú og lotn-
ingu frá barnsaldri. Að því búnu
gekk hann til bakdyranna. En þá
brá söngvarinn við hart, náði í
aðra hendi hans, greip blómvönd-
inn af slaghörpunni og stakk hon-
u-m í hina. Síðan leiddi hann með-
leikara sinn fram á sviðið og lét
hann taka við sínum hluta hróss-
ins frá hlustendum. Þá mælti
sessunautur minn:
„Þetta var fallegt hjá Stefáni."
Ágætri sk-emmtan var lok-
ið. Menn risu úr sætum og fóru
að tínast út. Kyrrð júlínæturinn-
ar andaði svala á heitt hörund og
hrifnar taugar hlustenda. Fólk
safnaðist í smá hópa úti fyrir hús-
inu og ræddi saman í hrifningu.
Fremstur i þeim flokki var tón-
skáld bæjarins, söngstjórinn Björg
vin Guðmundsson.
Ég ætlaði að fara beinustu leið
í háttinn, en sá þá hvar beint
framundan stóðu þrjár ungar
stúlkur, er ég hafði þekkt sem
smámeyjar á skólaárunum „fyrir
norðan.“ Þær lit-u braaindi í átt-
Framhald 4 478.) s!8u.
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
475