Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Síða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Síða 20
Sé Mtið með skynsemi á þá end- emis hörmung, sem mannkynssag- an hefur orðið í höndum okfcar, þá hlýtur sú að verða niðurstað- an, að maðurinn sé haldinn með- fæddri sálsýki, sem beinlínis knýi hann til sjálfstortímingar. Við vit- um, að skærur meðal dýra af sömu tegund eru nánast táknrænar og leiða aldrei til limlestinga Rán- dýr drepa aldrei dýr, sem eru sköpuð í þeirra eigin mynd. Morð innan dýraættar, á einstaklingi eða hópum, eru gersamlega ó- þekkt í öllu dýraríkinu, nema hjá manninum og fáeinunr afbrigðum rotta og maura. Auðsjáanlega hefur eitthvað far ið aflaga einhvers staðar i þróun- arsögu vitsmunarverunnar, homo sapiens. En sé spurt, hvar h.iíf- urinn standi i kúnni, er venju- lega sagt, eð eigingirni, græðgi og .árásarhneigð mannsins sé höfuð- bölvaldur mannkynsins. Þessi skýring hefur verið gefin í þrjú þúsund ár af hebresKum spámönu um, indverskum spekingum. kristnum guðfræðingum og sáx- fræðingum nútímans. Fyrir m'tt leyti finnst mér þetta ósannfær- aridi skýring, sem stangist á við staðreyndirnar. Staðreyndirnar sýna, að það böl, sem eigingjarnir einstaklingar hafa leiít yfir mannkynið, er fjarska lítið miðað við þær hörm- ungar, sem einlæg trú á góðan málstað, fjölskyldu, föðurland, æðri máttarvöld eða stjórnskipun hefur kallað fram. Ættarvíg, þjóð- arbarátta. borgarastyrjaldir, trú- arstríð. heimsstyrjaldir, allt þetta er háð í þágu fjöldans, ekki ein- staklingsins, og til þess að fá fram gegnt málum, sem standa ofan eða utan við hagsmuni þeirra. sem berjast. Litill minnihluti hefur ef- laust haft skemmtun af þeim rán- um og ofbeldisverkum, sem néngu á spýtunni, en langflestir hafa bar- izt fram ' rauðan dauðann af brennandi tryggð við kóng eða fósturjörð, foringja eða hóp. Með öðrum -orðum: Aðalgalli mannsins virðist ekki vera það, að hann sé framúrskarandi árásax- hneigður, neldur að hann sé fram- úrskarandi trygg og drenglvnd skepna. Hann virðist líffræðilega gæddur ríkari þörf en nokkur Önn ur dýrategund til að fylgja per- sónu, hópi eða hugmynd, til að vera hiuti af einhverju, sem er stærra en hann 9jálfur. Hann get- Arthur Köstler: Geðveilt mannkyn? ur ekki lifað einn, og hann getur ekki dáið einn. Það er hugsanlegt, að það sé ein ástæðan fyrir þessu, hve það tekur manninn mörg bernskuár að ná þrosika til að verða sjálfbjarga. Önnur ástæða kann að vera, hversu mjög for- feður okkar hafa orðið að treysta á samvinnu og sam- hjálp, þegar þeir áræddu of- an úr trjánum út á opin svæði og fóru að leggja sig eftir kjöti dýra, sem voru stærri og fljótari að hlaupa en þeir sjálfir. Frumstæðir þjóðflokkar villimanna halda mjög fast saman innbyrðis, og hjá þeirn geta skapazt ólíkar venjur, lifi þeir fjarri hver öðrum. En þessi tengsl verða ekki að blindri dýrkun, samheldnin þróast ekki upp í heitar ættartilfinningar. og ólíkar venjur villimanna af sama þjóðflokki valda ekki ofsafengn- um árekstrum. Aðeins hjá homo sapiens, vitsmunamanninum, leiddi þetta ' til afsláttarlausr- ar tryggðar við ættflokk, ættartákn ftotem) og þar fram eftir götunum, og aðeins hjá manninum leiddi hóptryggðin til styrjalda við sína líka. Ég er að reyna að koma orðum að því, að árásar- og metnaðar- girndin í tilfinningalífi manneskj- unnar er ekki nærri eins hættuleg heildinni eins og hæfileiki hennar til göfugmennsku og liðveizlu. Flestar menningarþjóðir hafa átt sæmilega hægt með að bæla niður einstaka ofstopa- menn og beina metnaðar- girni unglinga í átt til góðra verka. En það hefur farið heldur betur í handaskolum njá okkur að sveigja trúar- og sjálfs- fórnarþörf mannsins á heppilegar brautir. Við getum athugað, hvaða tíma- bil sem vera vill, 'og ævinlega hafa fórnarlömb einstakra glæpa- manna verið örfá miðað við allan þann fjölda, sem fallið hefur í val- inn ad majorem gloriam, í blindri hollustu við trúarbrögð, konungs- ætt eða stiórnmálakerfi. Með orða sambandinu „blind hollusta“ er játað, hvers eðlis hollustan er.*Hún er gagnrýnislaus. Hver maður er eyland, sem þrá- ir að tengjast meginlandinu — eða óháð frumeind á höttunum eft ir að ganga í sameind. Fáir einir eru svo lánsamir að geta sótt styrk í „dulúðugt samfélag við al- heimssálina“ eða glímuna við grundvallargátur vísinda og lista. Sagan sýnir, að yfirgnæfandj meiri hluti einstaklinga á sér þann einn veg til trausts og halds að akipa sér á bekk með einhverjum hópi og tileinka sér skoðanakerfi hans. Þrá mannssálarinnar til að br.iót ast úr viðjum þess einstaknngs, sem hún bvggði, varð aðeins í'ull- nægt með því að tengjast ákveðn- um hópi og hafna öðrum Aflsið- in varð sú, að sundrungaröflin hafa alltaf verið sterkari en saril- einingaröflin hjá tegund okktir. Mesta hættan, sem felst í þörfinhi til að tengjast einhverju, sem er meira en maður sjálfur, er sú, að maður fyllist ósannri, óeigin- gjarnri árásarhvöt. Við finnutn til samhyggðar með hetjunni á kvik- myndatjaldinu og þar af leiðandi haturs á skálkinum, sem hann á i höggi við, en reiði okkar er ó- sanngjörn tilfinning, sprottin af 476 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.