Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Síða 17
FerBafólk fer yfir Laxá vestan vi8 Miðfell á leiS út i LeirársVeit. Skarðshelði í baksýn.
Ljósmynd: Páll Jónsson.
Leiðarlysing Þor-
valds Steinasonar II
Við tæptum í siðasta blaði á
s'kiptum Hallgrfms Péturssonar við
tröll og óvætti.
Sú saga er sögð, að í fyrndinni
hafi þurs einn eða jötunn búið í
fjaliinu Ölvi. Óvætturin hét Ölvir,
og bax fjallið nafn hans. Þegar
kristin trú festi rætur á íslandi,
hætti Ölvir karl að koma út úr
fjallinu, því að hann var hund-
heiðinn og undi illa nærveru krist-
inna -manna. Segir nú ekkert af
Ölvi í rúmlega sex aldir sem hann
dvaldi í kiettabæli sínu í fjallinu
Þá var Hallgrímur Pétursson
kominn að Saurbæ á Hvalfjarðar-
strönd. Séra Hallgrímur Pétursson
var af samtíð sinni kunnari sem
kraftaskáld, jafnvel níðskáld, en
guðlegt trúarskáld. Það var ekki
fyrr en þjóðsagan var búin að gera
hákgrrt flagð úr hinni mikilhæfu
konu Hallgríms, Guðríði Símonar-
dóttur, að landar hans viður-
kenndu hann sem innblásið sálma-
skáld. Þá var það eitthvert sinn,
að Hallgrímur var á ferð frá Höfn
heim til sin. Hann fór Katlagöt-
ur, sem voru á þeim tíma og lengi
síðan fjölfarin leið. Hallgrímur
hafði sér fylgdarmann, sem þó er
ekki nafngreindur, enda skiptir
nafn hans engu máli. Þegar þeir
eru staddir þar á leið sinni, er gat-
an lá upp úr bugunum, hafði fylgd
armaður Hallgríms orð á því, að
gaman gæti verið að líta Ölvi karl
augum rétt í svip. Hallgrímur
taldi unnt að ná Ölvi í augsýn en
sagði jafnframt, að ekki væri víst,
að það yrði neinum til yndisauka
að sjá hann. Fylgdarmaður lét svo
ummælt, að Hallgrímur væri n'k-
lega eigi sá maður, að hann gæti
náð Ölvi úr bæli sínu, og hafði
þar um mörg hæðileg frýjuorð.
Bkki eru orðaskipti þeirra kuan
en svo fó.r að loikum, að Hallgrím-
ur stóðst ekki eggjunarorð fylgd-
armanns, en sagðist skyldu sýna
honum Ölvi. Tók nú Hallgrímur
að þylja fræði sín og særingar
Tregt gekk að fá Ölvi til að risa
upp af svefni sínum, en að lokum
var hann þó korninn að mitti upp
úr berginu. Ekki er með vissu
kunnugt, nve margar vísur Hall-
grimur þuldi, áður en Ölvir birt-
ist, og ekki hefur nema ein visa
geymzt í minni fólks. Hún er
svona:
Bölvi hlaðinn bröltu
fram úr bæli þínu,
kynjadraugur kvalinn pínu
kvæðuspjalli undir mínu;
Bkki var Ölvir beint frýnilegur
ásýndum, bar sem hann stóð í
klettinum upp til mittijs og blim-
sk-akkaði sínu ferlejfa glirnum
framan í þá félaga Fó; þá að fara
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
593